Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 10
I rúm tvö ár hefur verið tekist á um flutninga fyrir
Hefur inntak flutn-
ingasamningsins
verið hunsað?
eftir Egil Olafsson
Harðar deilur hafa staðið um
flutninga fyrir Varnarliðið
frá því að flutningadeild
bandaríka hersins gerði
samninga við skipafélögin
Transatlantic Lines og
Atlantsskip. Að mati utan-
ríkisráðuneytis Islands fela
samningamir í sér að inntak
milliríkjasamnings þjóðanna
frá 1986 hefur verið hunsað,
en áfrýjunarréttur í Banda-
ríkjunum hefur hafnað því.
TIL margra ára hafa
staðið deilur um
flutninga fyrir
Vamarliðið á
Keflavfkurflugvelii.
Flutningum var
lengst af sinnt af ís-
lenskum skipafé-
lögum, aðallega Eimskip, en einnig
Bifröst og Hafskip um tíma. Árið 1984
gerðist það að bandarískt skipafélag,
Rainbow Navigation, krafðist þess að
flutningamir yrðu eingöngu boðnir út í
Bandaríkjunum. Krafa félagsins
byggðist á bandarískum lögum frá ár-
inu 1904 sem kveða á um að þarlend yf-
irvöld hafi greiðan aðgang að banda-
rískum skipum til flutninga á
hættutímum. Til að uppfylla þessar
kvaðir varð að samkomulagi að banda-
rísk skipafélög skyldu fá forgang að
öllum flutningum fyrir bandaríska her-
inn. Með vísan til þessara laga gerði
Rainbow Navigation tilboð í flutninga
Vamarliðsins á íslandi og annaðist þá
alfarið á ámnum 1985-1987.
Átök um gerð sjóflutninga-
samningsins árið 1986
íslensk stjómvöld mótmæltu þess-
ari niðurstöðu og lýstu megnri
óánægju við bandarísk stjómvöld. Pau
gerðu kröfu um jafnan aðgang ís-
lenskra flutningafyrirtækja að flutn-
ingunum og bentu m.a. á að vegna ör-
yggishagsmuna Islands væri ekki
síður þörf á að hér væru ávallt til stað-
ar tryggir sjóflutningar frá Islandi
til Evrópu og Bandaríkjanna.
Reglubundnar siglingar
íslenskra skipafé-
laga yfir Atlantshafið ættu þátt í að
tryggja örugga sjóflutninga á þessari
mikilvægu siglingaleið. Oflug starf-
semi íslenskra skipafélaga væri því
ekki aðeins í þágu íslenskra öryggis-
hagsmuna, heldur einnig í þágu heild-
aröryggishagsmuna Atlantshafs-
bandalagsins. Segja má að íslensk
stjómvöld hafi í þessu máli að hluta til
beitt sömu röksemdum og lágu að baki
bandarísku einokunarlögunum frá ár-
inu 1904. Málið varð að harðri milli-
ríkjadeilu sem um tíma spillti sam-
skiptum þjóðanna. Deilan leystist í
september 1986 þegar gerður var
milliríkjasamningur milli landanna.
Aður en samningar náðust höfðu farið
fram ítarlegar viðræður milli stjóm-
valda í löndunum. Utanríkisráðherra
og vamarmálaráðherra Bandaríkj-
anna höfðu til að mynda bein afskipti af
deilunni. Samningar náðust stuttu áð-
ur en leiðtogafundur Reagans og
Gorbatjovs var haldinn í Reykjavík og
þykir enginn vafi leika á að fundurinn
átti sinn þátt í að lögð var ofuráhersla
af hálfu Bandaríkjamanna á að leysa
deiluna. Samninginn undirrituðu
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og Matthías A. Math-
iesen, utanríkisráðherra Islands.
Samningurinn felur í sér að sjóflutn-
ingum fyrir Varnarliðið á Keflavíkur-
flugvelli skuli úthlutað á grund-
velli
samkeppn-
isútboðs meðal fyrirtækja frá íslandi
og Bandaríkjunum. Skipafélagið sem á
lægsta tilboðið fær allt að 65% flutn-
inganna, en sá flutningsaðili frá hinu
landinu sem á næstlægsta tilboðið fær
a.m.k. 35%. Þessi samningur er ein-
stæður að þvi leyti að hann felur í sér
einu undanþáguna frá bandarísku ein-
okunarlögunum, en flutningum fyrir
Bandaríkjaher er alls staðar í heimin-
um sinnt af bandarískum flutningafyi'-
irtækjum. Samningurinn var á sínum
tíma borinn upp í báðum deildum
Bandaríkjaþings og samþykktur þar.
Allar breytingar á honum eru af þess-
um sökum erfiðar og þungar í vöfum
vegna þess að málið þarf að fara fyrir
þingið.
Frá 1987 hafa sjóflutningarnir verið
boðnir út og niðurstaða útboðsins hef-
ur ávallt orðið sú að íslenskt skipafé-
lag, oftast nær Eimskip, hefur átt
lægsta tilboð og þess vegna fengið 65%
flutninganna. Þar með er ekki sagt að
65% tekna af flutningunum hafí fallið
íslenskum skipafélögum í skaut því til-
boð bandarískra fyrirtækja hafa alltaf
verið umtalsvert hærri en tilboð ís-
lensku félaganna.
Ný skipafélög
bjóða í flutningana
í janúar 1998 bauð flutningsdeild
bandaríska hersins út flutningana og
rann frestur til að skila inn tilboðum út
5. mars. Sex tilboð bárust í flutning-
ana. Tvö þeirra voru frá bandarískum
fyrirtækjum, þrjú frá íslenskum fyrir-
tækjum og eitt tflboð barst þar sem um
var að ræða samstarf íslensks og
bandarísks fyrirtækis. Bandarísku tfl-
boðin voru frá Van Ommeren, sem
hafði sinnt þessum flutningum ásamt
Eimskip, og Transatlantic Lines. Is-
lensku tilboðin komu frá Eimskip,
Samskip og Atlantsskip. Sjötta tflboðið
gerði ráð fyrir að Atlantsskip og
Transatlantic Lines önnuðust flutning-
ana sameiginlega, en flutningadefld
hersins taldi að tflboðið uppfyllti ekki
reglur sem giltu um útboðið. Tilboðin
sem bárust voru almennt hærri en þeir
samningar sem flutningadeild hersins
gerði við Eimskip og Van Ommeren
1993. Þeir samningar sem síðar voru
gerðir á grundvelli tilboð-
anna þýða að