Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Með aukinni umhverfísvitund hafa vistvænar framkvæmdir orðið algengari erlendis
Sesseljuhús gæti breytt við-
horfiim í byggingariðnaði
Vistvænar byggingar og byggingarefni eru
enn tiltölulega lítið þekkt fyrirbæri á Is-
landi. Fyiirhuguð bygging Sesseljuhúss,
vistmenningarmiðstöðvar á Sólheimum í
Grímsnesi gæti breytt þessu, en fram-
kvæmdir við það hefjast næsta vor.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Cindy Harris, byggingarráðgjafí hjá CAT.
TIL þess að leiðbeina íslendingum
um bestu leiðir til að reisa Sesselju-
bús var fengin Cindy Harris, bygg-
: ngarráðgjafi hjá Centre for Alt-
('rnative Technology (CAT), elstu og
kraftmestu vistmenningar- og um-
hverfismiðstöð Evrópu. CAT veitir
ráðgjöf um umhverfisvænar bygg-
ingar, lífræn fráveitukerfi, orku-
sparnað og orkujöfnun auk þess að
halda fræðslunámskeið fyrir al-
menning árið um kring.
Umhverfisvitund hefur aukist og
upplýsingar um að náttúruauðlindir
eins og jarðefnaeldsneyti séu tak-
markaðar hafa knúið fólk til að velta
fyrir sér framtíðarmöguleikum m.a.
í byggingariðnaði. Hams segir
auknar kröfur vera gerðar til arki-
tekta og byggingarverktaka að líta
til þessara þátta og leita lausna fyrir
framtíðina.
„Það er engin ein einföld eða al-
gild regla um hvernig vistvænar
byggingar skulu vera. Taka þarf til-
lit til loftslags, landsvæðis, veður-
fai-s og annarra aðstæðna sem geta
verið afar ólíkar á milli landa og
landssvæða."
Harris segir nokkur atriði vera
notuð til leiðbeiningar. „Þar ber
hæst byggingarefnið sem notað er.
Efnið þarf að vera endurvinnanlegt
eða a.m.k. þannig að ekki sé gengið
á birgðir þess í heiminum þ.e. það sé
sjálfbært. Þetta sama gildir ekki
eingöngu um efnisöflun heldur einn-
ig um vatnsnotkun, orkunotkun og
landnýtingu. Því næst þarf að líta á
þá orku sem þarf til að byggja húsið.
Þar er átt við kostnað við hrávinnslu
efnis, efnisflutninga, kostnað við
geymslu og verndun bygg-
ingarefnis. Hér er einnig reiknað
með hvað verður um efnið þegar
húsið hefur skilað hlutverki sínu og
er rifið, er efnið endurvinnanlegt,
lífrænt og brotnar niður í náttúr-
unni eða þarf að brenna það eða
urða sem rusl. Þessi greining er
kölluð „frá vöggu til grafar" og með
henni er hægt að komast að orku-
notkun frá frumvinnslustigi hráefnis
til notkunar og að lokum til eyðing-
ar. I þriðja lagi þarf að reikna með
mengunarvöldum og í fjórða úrg-
angi og hvemig hægt er að minnka
hann með aukinni endurvinnslu. Að
síðustu er hönnun hússins hugsuð út
frá heilsu íbúa þess. Við eyðum 90-
95% tíma okkar inni í húsum og því
þarf okkur að líða vel þar. Svo köll-
uð húsasótt er sívaxandi vandamál
þar sem fólk verður fyrir endur-
teknu áreiti og uppsöfnun mengun-
ar. Vistvæn hús eiga a.m.k. að hafa
hlutlaus áhrif á heilsu fólks og í
besta falli jákvæð.“
fslenskar aðstæður
Oft er skammt öfganna á milli I
veðurfari á Islandi. Náttúruöflin
sýna mátt sinn og megin og þjóðin
treystir á að rammbyggð stein-
steypt jái’nbundin húsin standist öll
áhlaup.
- Hvernig ætlar CAT að hanna
vistvæna byggingu sem stenst ís-
lenskt loftlags og veðurfar?
„Vissulega búið þið við harðara
veðurfar en aðrir Evrópubúar en á
móti kemur þessi ótrúlega náttúra-
auðlind ykkar í heita vatninu sem er
hrein orka, ódýr og algerlega endur-
nýtanleg."
- Standast þessi hús byggingar-
reglugerðir?
„Já, það hafa aldrei verið vanda-
mál með slíkt enda leyfum við opin-
beram eftirlitsmönnum að fylgjast
með öliu ferlinu við byggingu hús-
anna. CAT hefur reist vistvæn hús í
20 ár og því hefur mikil reynsla
safnast sem hefur skilað sér í þróun
nýrra hugmynda og efnistaka. Viða-
mikil undirbúningsvinna á burðar-
þynd húsanna hefur einnig veríð
unnin.“
- Eru vistvæn hús dýrari en aðrar
byggingar?
„Nei þau era fyllilega sambærileg
í byggingarkostnaði við önnur hús.
Fermetraverð vistvænna húsa í
Bretlandi er 900 pund en almennur
kostnaður er 1.000-1.200 pund
þannig að þetta er í lægri verðkann- :
tinum.“
- íslendingar gætu mögulega haft
áhyggjur af hvernig vistvænar
byggingar stæðust jarðskjálfta, haf-
iðþið tekið slíkt inn ímyndina?
„Timburhús hafa reynst vel í jarð-
skjálftum þar sem viður er sveigjan-
legt efni sem brotnar ekki heldur
bognar við mikil átök. Við eigum eft-
ir að vinna náið með íslenskum aðil-
um og byggja á þekkingu þeirra áð- L
ur en við komumst að niðurstöðu."
- Pið segið að timbur sé eina end- |
urvinnanlega byggingarefnið og því |L
það æskilegasta. Eins og þú hefur ‘
eflaust tekið eftir þá er Island ekki
skógi vaxið land og því nauðsynlegt
að flytja allt efni til landsins sem er
mjög orkufrekt.
„Þetta er hárrétt en hins vegar
fer meiri orka í að framleiða sement
íyrir steinsteypu heldur en flytja
inn timbur. Möguleg framtíðarlausn
ykkar er líka að rækta upp skóga
þar sem þið fáið ykkar eigið bygg- |
ingarefni auk þess sem tré binda
jarðveg og koma í veg fyrir örfoka L:'
land. Trjárækt vegur líka upp á
móti koldíoxíðmengun en Islending-
ar era í hópi mestu koldíoxíðmeng-
unarvalda í Evrópu. Þótt sumarið
hér sé stutt og vöxtur trjáa hægur
þá er þetta framtíðarverkefni þar
sem tíminn vinnur með ykkur.“
- Hver eru næstu skrefín í sam-
starfínu?
„Við komum til með að senda kalk
og lífræna málningu og þess lags
hluti til íslands þar sem þeir verða
prófaðir við íslenskar aðstæður. Við
verðum svo í stöðugu sambandi í
vetur og komum svo aftur til lands-
ins í vor og fylgjumst með fram-
kvæmdum."
Málræktarþmg 1
Haskola
ÍSLENSK málnefnd til málræktai--
þings laugardaginn 11. nóvember í
hátíðasal Háskóla Islands í tilefni af
degi íslenskrar tungu. Yfirskiift
þingsins er „íslenska sem annað mál“
og verður fjallað um sambúð fólks af
erlendum upprana við íslenskuna,
jafnt þeirra sem sest hafa að á íslandi
og þeirra sem nema íslensku á er-
lendri grandu.
í fréttatilkynningu segir að Bjöm
Bjarnason, menntamálai’áðhema,
muni ávarpa þingið og afhenda nýjan
styrk Mjólkursamsölunnar, sem
veittur er háskólanema sem vinnur að
lokaverkefni um íslenskt mál. Verð-
launahafar úr Stóru upplestrar-
keppninni lesa upp og Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri mun
flytja ávarp.
Dr. Birna Arnbjörnsdóttir, Há-
skóla íslands, mun flytja íyrirlestur
þar sem fjallað verður um áhrif tví-
tyngis á framvindu í lestri og námi
nemenda á grann- og framhalds-
Hestaskóli
HESTASKÓLINN á Ingólfshvoli
var í gær sýknaður í Héraðsdómi
Reykjavíkur af kröfum fjögurra
fyrrverandi nemenda sem kröfðust
endurgreiðslu námsgjalda. Byggðu
nemendurnir, sem hurfu frá náminu
rúmum mánuði áður en því lauk,
kröfu sína á því að kennsla við skól-
ann hafi ekki verið í neinu samræmi
við það sem auglýst hafði verið og
um samið. Þá hafi aðbúnaður verið
með öðrum hætti en lofað var.
Stefndi byggði vörn sína á því að
kennsla og aðbúnaður hafi verið í
fullu samræmi við það sem auglýst
Islands
skólastigi. Ingibjörg Hafstað
kennsluráðgjafi mun flytja erindi um
þróun kennslu tvítyngdra barna á Is-
landi og stöðu þessarar kennslu. Far-
ið verður stuttlega yfir helstu mistök
sem gerð hafa verið í nýbúafræðslu í
nágrannalöndum okkar undanfarin
ár og lagðar fram tillögur um hvað við
getum lært af þeim mistökum.
Þóra Björk Hjartardóttir dósent,
mun fjalla um íslensku fyrir útlend-
inga í Háskóla íslands. Ulfar Braga-
son, forstöðumaður Stofnunar Sig-
urðar Nordals, mun fjalla um
Islenskukennslu við erlenda háskóla.
Þóra Másdóttir talmeinafræðingui’
fjallar um Tvítyngi og frávik í mál-
þroska og úrræði þar að lútandi. Er-
indi Matthew Whelptons lektors
nefnist Að tala íslensku, að vera ís-
lenskur. Mál og sjálfsmynd frá sjón-
arhóli útlendings.
Málþingið hefst klukkan 10.30.
Þingslit era áætluð kl. 14. Málþingið
er öllum opið á meðan húsrúm leyfir.
sýknaður
var og samið um. Dómurinn fellst á
það með stefnendum að stefndi hafi
ekki að fullu staðið við það sem lofað
var að því leyti að kerruakstur var
ekki meðal kennslugreina og tveir
dagar fóru til spillis þegar skipt var
um skólastjórnendur.
„Hins vegar“, segir í dómnum,
„ber að líta til þess að stefnendur
hurfu sjálfar af námskeiðinu án
nægilegs tilefnis að mati dómsins
þegar það var hálfnað án þess að
stefnda gæfist kostur á því að bæta
úr ágöllum námskeiðsins að þessu
leyti.“
Morgunblaðið/Knstinn
Vel fór á með Bubba Morthens og menntamálaráðherrunum Birni Bjarnasyni og
Tórbjorn Jacobsen á Hótel Borg í gær.
Aðdáandi Bubba Morthens
MENNTAMÁLARÁÐHERRA Fær-
eyja, Tórbjorn Jacobsen, hefur
inikið dálæti á tónlist Bubba Mort-
hens og á allar plötur hans. Það
vakti talsverða athygli að Jacob-
sen vitnaði í texta eftir Bubba
Morthens í ræðu sem hann hélt á
Norðurlandaráðsþinginu í vikunni.
„Ég var að ræða hvernig stjórn-
málin þurfa að breytast og stjórn-
málamennirnir með,“ segir
Jacobsen. Hann byrjaði ræðu sína
því á tilvitnun í texta eftir Bubba:
„Þeir sem enga hugsjón hafa
halda kannski að hamingjan sé
fólgin í að hreyfast ekki úr stað.“
Jacobsen vildi vita hvort hann
gæti hitt Bubba og fyrir milli-
göngu Björns Bjarnasonar
menntamálaráðherra hittust þeir
yfir kaffibolla á Hótel Borg í gær.
Þar ræddu þeir ýmis mál, einkum
tónlist, og Jacobsen notaði tæki-
færið og bauð Bubba að taka þátt í
listahátíð sem haldin verður í Fær-
eyjum næsta sumar. Ekkert var þó
ákveðið í þeim efnum. Auk Bubba
vonast skipuleggjendur hátíðar-
innar m.a. eftir að Bob Dylan láti
sjá sig.
Jacobsen heyrði fyrst af Bubba
þegar hann kom til Hafnarfjarðar
fyrir rúmlega áratug. Þá fór hann
í verslun og bað um einhverja ís-
lenska tónlist og afgreiðslustúlkan
benti honum á plötu með Bubba.
„Síðan þá hef ég hlustað mikið á
hann,“ segir Jacobsen og bætir við
að tónlist Bubba heyrist núorðið
talsvert í útvarpi í Færeyjum.
Aðspurður segir Jacobsen að
vinsældir Bubba í Færeyjum stafi
lfklega af því að Færeyingar og ís-
lendingar eigi svo margt sameig-
inlegt.