Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Deilt um meintar brotalamir á framkvæmd forsetakosninganna í Flórída
Baráttan um
Hvíta húsið getur
dregist á langinn
Hugsanlegt er að málaferli vegna meintra
brota á kosningalöggjöfínni í Flórída verði
til þess að langur tími líði þar til úr því fæst
skorið endanlega hvort George W. Bush eða
A1 Gore tekur við forsetaembættinu í
Bandaríkjunum.
FRAM hafa komið ásakanir um
ýmsar brotalamir á framkvæmd
forsetakosninganna í Flórída.
Starfsmenn kjörstaða hafa verið
sakaðir um að hafa meinað blökku-
mönnum að kjósa, sagt er að kjörk-
assar hafi verið skildir eftir á kjör-
stöðum og kvartað hefur verið yfir
því að hönnun kjörseðla sem notað-
ir voru í Palm Beach-sýslu hafí ver-
ið ruglingsleg. Nokkrir íbúar sýsl-
unnar hafa höfðað mál og krafist
þess að kosningarnar verði endur-
teknar vegna þess að villandi upp-
setning kjörseðlanna hafí orðið tii
þess að þeir kusu annan frambjóð-
anda en þeir ætluðu sér. Demó-
kratar segja hugsanlegt að þetta
hafi kostað frambjóðanda þeirra, A1
Gore varaforseta, hundruð atkvæða
sem hefðu getað ráðið úrslitum í
kosningunum.
Meira en 19.000
ógild atkvæði
Embættismenn í Palm Beach-
sýslu sögðu að 19.120 kjörseðlar
hefðu ekki verið taldir þar sem
kjósendurnir hefðu valið tvo fram-
bjóðendur og atkvæði þeirra því
verið ógild.
„Þetta er há tala,“ sagði Carol
Roberts, formaður sýslunefndar
Palm Beach, en hann stjórnar taln-
ingunni 1 sýslunni. Hann bætti við
að aðeins 3.783 kjósendum hefðu
orðið á sömu mistök þegar þeir
kusu fulltrúa Flórída í öldungadeild
Bandaríkjaþings.
Ruglingurinn stafar af uppsetn-
ingu kjörseðlanna sem skiptast í
tvo dálka og á milli þeirra eru depl-
ar sem kjósendumir eiga að gata
til vinstri eða hægri við nöfn fram-
bjóðendanna.
Efsti depillinn er fyrir George
Bush, forsetaefni repúblikana, og
nafn hans er efst til vinstri á kjör-
seðlinum. Næstefsti depillinn er
fyrir Pat Buchanan, sem er skráður
efst til hægri á seðlinum, og þriðji
depillinn er fyrir A1 Gore, sem er
skráður undir nafni Bush í vinstri
dálkinum.
Örvar tengja nöfn frambjóðend-
anna við deplana en margir kjós-
endur hafa nú áhyggjur af því að
þeir hafí ekki tekið eftir örvunum
þar sem þeir eru ekki vanir þessu
fyrirkomulagi og hafi því kosið
Buchanan í stað Gore.
Jack Quinn, einn af samstarfs-
mönnum Gore, kvaðst hafa fengið
upplýsingar um að atkvæði „tug-
þúsunda manna“ hefðu ekki verið
talin þar sem þau hefðu verið göll-
uð. Hann sagði að margir kjósend-
ur hefðu áttað sig á því að þeir
hefðu kosið Buchanan fyrir mis-
skilning og gripið til þess ráðs að
merkja einnig við nafn Gore.
„í'að er einfaldlega ekki hægt að
leysa þetta mál á einum degi, það
er ógerningur," sagði hann. „Ef það
er rétt hjá mér að þessi atkvæði
hafi verið ætluð Gore þá hefðu þau
örugglega tryggt honum afgerandi
sigur í Flórída.“ „Ég fór á kjörstað-
inn í einum tilgangi, að kjósa Gore.
Ég gataði annan depilinn. Ég er
viss um að ég gerði það. Mér finnst
að atkvæðisrétturinn hafi verið tek-
inn af mér,“ sagði Lillian Gaines,
67 ára kjósandi, einn þriggja íbúa
sýslunnar sem höfðuðu mál í fyrra-
dag til þess að krefjast nýrra kosn-
inga.
I málsókninni er því haldið fram
að kjörseðlarnir hafi verið „villandi
og ruglingslegir".
„Þetta var óréttlæti. Þúsundir
manna vissu ekki sitt ijúkandi
ráð,“ sagði Niso Mama, 42 ára kona
meðal 50 kjósenda sem efndu til
mótmæla við skrifstofu kjörstjóm-
arinnar í Palm Beach í fyrradag.
Blake Smith, íbúi Boca Raton,
gataði rangan depil fyrir misskiln-
ing og þurfti því að biðja um annan
kjörseðil. „Þegar ég valdi forseta
hélt ég að ég ætti líka að gata ann-
an depil fyrir varaforseta. Ég áttaði
mig svo á því að ég hafði kosið
tvisvar fyrir misskilning.“ Einn
kjósendanna, 67 ára ellilífeyrisþegi
sem er nýfluttur til Flórída frá
New York, kvaðst hafa fengið rang-
ar leiðbeiningar frá konu, sem
starfaði á kjörstað hans, þegar
hann hefði spurt hvernig hann ætti
að kjósa Gore. Hún hefði þó áttað
sig á mistökunum og látið hann
hafa annan kjörseðil.
Buchanan fékk
mikið fylgi í sýslunni
The Washington Post segir að
fylgi Buchanans í Palm Beach-sýslu
hafi verið með ólíkindum í kosning-
unum. Atkvæði hans hafi reynst tíu
sinnum fleiri en skráðir félagar
Umbótaflokksins í sýslunni. Hann
hafi aðeins fengið 16.962 atkvæði í
ríkinu öllu og þar af hafi 3.407, eða
fimmtungurinn, verið greidd í Palm
Beach-sýslu. Margir þessara kjós-
enda séu frá stöðum þar sem aldr-
aðir stuðningsmenn Demókrata-
flokksins eru í meirihluta. Þá
bendir blaðið á að Buchanan fékk
sex sinnum fleiri atkvæði í þessari
einu sýslu en í stórborginni Miami
og nágrenni hennar.
Athygli vakti einnig að óvenju
margir, eða 9% kjósendanna, kusu
engan af frambjóðendunum í for-
setakosningunum og tóku aðeins
þátt í þingkosningunum.
Líklegt er að margir þeirra hafi
ekki getað gert upp hug sinn í for-
setakosningunum en einnig er
hugsanlegt að þeir hafi ekki gert
nógu stórt gat á kjörseðilinn til að
talningarvélarnar gætu numið það.
URSLIT F0RSETAK0SNINGA í
BANDARÍKJUNUM SÍÐUSTU ÁRATUGI
Forseta-
kosningar
Fjöldi kjörmanna
Demókratar
Repúblikanar
Hlutf. atkvæða
Dem. Rep.
1932
Franklin D. Roosevelt Herbert C. Hoover
57,4% 39,6%
'—Aðrin 3,0%
1936
Franklin D. Roosevelt Alfred M. Landon
60,8% 36,5%
Aðrin 2,7%
1940
Franklin D. Roosevelt
Wendell Wilkie
54,7% 44,8%
"-Aðrin 0,4%
1944
53,4% 45,9%
^Aðrin 0,8%
1948
Harry S. Truman Thimm»n<i Thomas E. Dewey
“TMI
49,6% 45,1%
'''-Mrir. 5,3%
1952
Adlai E. Stevenson Dwight D. Eisenhower
im
44,4% 55,1%
"-Aðrin 0,4%
1956
Adlai E. Stevenson Dwight D. Eisenhower
42,0% 57,4%
'—Aðrin 0,7%
1960
John F. Kennedy eynt Richard M. Nixon
49,7% 49,5%
^"Aðrin. 0,8%
1964
61,1% 38,5%
—Aðrin 0,5%
1968
, 42,7% 43,4%
'Wallace: 13,5% A0,4
1972
37,5% 60,7%
Aðrin 1,8%
1976
| 50,1% 48,0%
É^-Aðrin 1,9%
1980
41,0% 50,7%
'Anderson: 6,6% A: 1,7
1984
Walter F. Mondaie
Ronald Reagan
40,6% 58,8%
—Aðrin 0,6%
1988
Michael S. Dukakis
George Bush
45,6% 53,4%
Aðrir: 1,0%
1992
43,3% 37,7%
"RossPerot: 19,0%
1996
Bill Clinton
Bob Dole
50,0% 42,0%
- Ross Perot: 8,0%
2000
Al Gore
George W. Bush
48,3% 48,1%
^-Aðrin 2,6%
AP
Ibúi í Palm Beach-sýslu krefst þess að kosið verði að nýju í sýslunni
vegna meintra brotalama á framkvæmd kosninganna á þriðjudag.
Eina leiðin til að skera úr um þetta
er að handtelja atkvæðin.
Kosningaeftirlitsmaður sýslunn-
ar, demókratinn Theresa LePore,
sagði að þetta væri í fyrsta sinn
sem listanum yfir forsetaefnin væri
skipt í tvo dálka. Kjörseðlarnir
hefðu verið settir upp með þessum
hætti vegna þess að frambjóðend-
urnir voru margir og hún vildi að
letrið væri nógu stórt til þess að
gamalt fólk gæti lesið nöfnin.
Embættismenn í Flórída sögðu
að hönnun kjörseðlanna væri ein-
föld og örvarnar sýndu greinilega
hvaða depla kjósendurnir ættu að
gata. Fulltrúar demókrata hefðu
lagt blessun sína yfir kjörseðlana
áður en þeir voru prentaðir og þeir
haft nægan tíma til þess að krefjast
breytinga fyrir kosningarnar.
„Þetta kosningafyrirkomulag hefur
verið notað í mörg ár í mörgum
sýslum," sagði Carol Roberts.
Lögfræðingar demókrata sögðu
hins vegar að hönnun kjörseðlanna
bryti í bága við kosningalög Flórída
og þeir kynnu því að óska eftir því
að kosningarnar yrðu endurteknar
í sýslunni. Lögfræðingur repúblik-
ana, Cleta Mitchell, kvaðst telja að
erfitt yrði að sannfæra dómara rík-
isins um að endurtaka þyrfti kosn-
ingarnar vegna þessa máls.
Blökkumönnum
meinað að kjósa?
Samtök blökkumanna í Banda-
ríkjunum hvöttu Janet Reno
dómsmálaráðherra til þess að
rannsaka ásakanir um að blökku-
mönnum hefði verið vísað frá
kjörstað í Flórída og sagt að skort-
ur væri á kjörseðlum. Nokkrir
hefðu fengið ónothæfa kjörseðla og
öðrum hefði verið sagt að þeir gætu
ekki kosið vegna þess að hörunds-
litur þein-a væri ekki í samræmi
við upplýsingar á kjörskránni.
Samtökin lögðu til að alríkisyfírvöld
fylgdust með endurtalningu at-
kvæðanna í Flórída.
„Þetta bendir til úthugsaðrar til-
raunar til að torvelda blökkumönn-
um að kjósa í þessu mikilvæga
ríki,“ sagði Julian Bond, formaður
samtakanna. „Ástæðan er sú að
svartir kjósendur styðja yfirleitt
demókrata." Blökkumannaleiðtog-
inn Jesse Jackson tók undir þetta
og sagði að nokkrum svörtum kjós-
endum hefði verið meinað að kjósa.
Þeim hefði ýmist verið sagt að
kjörseðlarnir væru uppurnir eða að
kjörfundi væri lokið.
Kjörkassa
saknað?
Sandy Galfond, framkvæmda-
stjóri samkunduhúss gyðinga í
Margate í Flórída, sem var notað
sem kjörstaður, hringdi í kosninga-
eftirlitsmenn til að skýra frá því að
kjörkassi hefði verið skilinn eftir í
húsinu. Hún kvaðst hafa séð um-
slag í kassanum en ekki vita hvort í
því hefði verið kjörseðill. Enginn
hefði þó komið til að sækja kass-
ann.
„Er glundroðinn svo mikill að
þetta hafi gerst á fleiri stöðum?"
spurði hún.
Lögreglufulltrúar vora á verði
við talningarstöð í Volusa-sýslu,
sem umlykur Daytona Beach. Dóm-
ari lét innsigla kjörseðla sýslunnar
og loka byggingunni eftir að einn
talningarmannanna sást fara út úr
henni með grunsamlegan pakka.
Lögreglufulltrúar fóra heim til
talningarmannsins en fundu enga
kjörseðla og komust að þeirri nið-
urstöðu að ekkert lögbrot hefði
verið framið.
Sjónvarpsstöðvar skýrðu einnig
frá því að nokkurra kjörkassa væri
saknað í Broward-sýslu, einu af
höfuðvigjum demókrata. Kosninga-
eftirlitsmenn ríkisins sögðu hins
vegar að þessar fréttir væra „al-
rangar".
Jeb Bush segir
sig úr kjörnefnd
Jeb Bush, ríkisstjóri Flórída og
bróðir forsetaefnis repúblikana,
ákvað að segja sig úr þriggja
manna nefnd sem á að staðfesta
niðurstöðu talningarinnar, „til að
tryggja að engar gransemdir vakni
um hagsmunaái’ekstra".
Hinir nefndarmennirnir tveir eru
báðir repúblikanar en æðsti emb-
ættismaður ríkisins úr röðum
demókrata, ríkissaksóknarinn Bob
Butterworth, kvaðst vera fullviss
um að endurtalningin færi heiðar-
lega fram. „Við geram okkur öll
grein fyrir mikilvægi þess að sér-
hvert atkvæði verði talið rétt,“