Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 VIÐSKIPTfl MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðiö/Sverrir Vilhelmsson Guðrún Ragnarsdóttir, Valur Valsson, heiðursfélagi Gæðastjórnunarfélagsins, og Guðjón Reynir Jóhannesson. Gæðavika Gæóastjórnunarfélags íslands Valur Valsson val- inn heiðursfélagi NÚ stendur yfír gæðavika Gæða- stjórnunarfélags íslands og ber hún yfírskriftina: Skiptir starfsumhverfí máli? Á miðvikudaginn hélt félagið námstefnu sem nefndist Líkami og sál og á ráðstefnu í gær var fjallað um heimilið ogvinnustaðinn. Valur Valsson, forstjóri íslands- banka-FBA, var útnefndur sérstakur heiðursfélagi Gæðastjómunarfélags- ins á ráðstefnunni í gær en þetta er í annað skipti sem það er gert. Valur hlaut útnefningu fyrii- að hafa verið frumkvöðull að því að taka Fyrsti erlendi þingaðilinn ^ skráður á VÞÍ STJÓRN Verðbréfaþings ís- lands samþykkti í vikunni um- sókn fyrsta erlenda þingaðilans um skráningu á þinginu. Þetta er dótturfélag Unibank í Dan- mörku sem gengur undir nafn- inu ArosMaizels. Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Verðbréfa- þings, segir góðar vonir um að fleiri erlend fyrirtæki sæki um aðild að þinginu nú þegar ísinn hafi verið brotinn. upp gæðastarf hjá íslandsbanka fyr- ir um áratug síðan en á þessum tíma hefur Valur verið mjög virkur þátt- takandi og mikill talsmaður gæða- hugsunar og íslandsbanki er þekktur fyiir að hafa unnið mjög gott gæða- starf á liðnum árum. Við val á heiðursfélaga koma til greina þeir sem hafa unnið mjög gott starf fyrir félagið, þeir sem unnið hafa að rannsóknum og kennslu á þessu sviði, frumkvöðlar sem inn- nleitt hafa nýjungar á sviði gæða- mála og starfsmenn og stjómendur sem hafa unnið að gæðamálum af heilum huga innan fyrirtækja sinna. félagsblað, Dropann, sem kemur út þrisvar til fjórum sinnum á ári. Guð- rún segir að það séu einkum íyrir- tæki sem eigi aðild að félaginu. Alls séu í félaginu um 270 fyrirtæki með samtals 700 einstaklingum sem flest- ir tengist fyrirtækjunum á einn eða annan hátt. SH með 217 millj onir í hagnað HAGNAÐUR af rekstri SH sam- stæðunnar fyrstu níu mánuði ársins nam 217 milljónum króna en á sama tímabili í fyrra nam tap félagsins 81 milljón króna. Hagnaður fyrir fjár- magnsliði nam 841 milljón króna en í fyrra nam hann 488 milljónum og hagnaður af reglulegri starfsemi nam 225 milljónum samanborið við 146 milljónir króna í fyrra. Rekstrar- tekjur námu 33,1 milljarði og veltufé frá rekstri 504 milljónum en það var 459 milljónir allt árið 1999. Afkoma þriðja ársfjórðungs undir væntingum I fréttatilkynningu kemur fram að afkoma þriðja ársfjórðungs nam þannig 28 milljónum og er það undir væntingum. Rekstrarafkomu tíma- bilsins má í meginatriðum skipta í tvennt. Annars vegar starfsemi dótt- urfélaga, markaðs- og framleiðslu- fyrirtækjanna, sem skilaði 89 milljón króna hagnaði, og hins vegar eignar- haldsstarfsemi en á henni varð 60 milljón króna tap. Það má rekja til hækkunar fjármagnskostnaðar og þá sér í lagi til gengistaps að fjárhæð 37 milljónir króna sem myndaðist vegna þess að skuldir móðurfélags í erlend- um gjaldmiðlum voru umfram pen- ingalegar eignir. „Eins og áður hefur komið fram var um sl. áramót gerð sú breyting á starfsemi móðurfélagsins að það er nú eingöngu eignarhaldsfé- lag. Félagið hefur leitast við að draga úr gengisáhættu með því að hafa eignir og skuldir í erlendum gjaldm- iðlum sem næst því í jafnvægi. Þann- ig hafa eignir félagsins, sem að mestu eru eignarhlutar í erlendum dóttur- félögum, að hluta til verið fjármagn- aðar með lánum í erlendum myntum. Við gerð reikningsskila fá eignar- hlutirnir og skuldirnar ekki sömu meðferð. Gengistap vegna skulda er fært í rekstrarreikning og nam það 66 m. króna á árinu. Þess má geta að óinnleystur gengishagnaður vegna eignarhluta í öðrum félögum, sem færður er beint á eigið fé, nam 268 m. króna. Veiking krónunnar á árinu hefur þannig haft neikvæð áhrif á af- komu SH hf,“ að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þar kemur enn fremur fram að gengissveiflna muni enn gæta þótt dregið hafi verið úr vægi þeirra meðal peningalegra eigna og skulda og ljóst er að áhrif nýlegra fjárfestinga í erlendum sjáv- arútvegsfyrirtækjum, 1,8 milljarðar, munu koma fram í auknum fjár- magnskostnaði á næstu misserum hjá samstæðunni auk þess sem vextir hafa almennt verið að hækka. Gert er ráð fyrir að hagnaður af reglulegii starfsemi á síðasta árs- fjórðungi verði svipaður og á þeim þriðja. ---------------------- Afkomuviðvör- un Fiskiðjusam- lags Húsavíkur AFKOMA Fiskiðjusamlags Húsa- víkur hf. á síðasta reikningsári, frá 1. september til 31. ágúst 2000, verður mun lakari en áætlanir ársins gerðu ráð fyrir, samkvæmt tilkynningu til Verðbréfaþings íslands. Megin- ástæður fyrir slakri afkomu má rekja til niðurfærslu á kröfum og eignarhlutum í öðrum félögum, gengismun vegna gengistryggðra lána og lækkandi framlegðar í rækjuvinnslu. Aðilar eru 270 fyrirtæki með samtals 700 einstaklingum Gæðastjómunarfélag íslands var stofnað árið 1986 og að sögn Guðrún- ar Ragnarsdóttur, formanns stjórnar félagsins, er eingöngu um sjálfboða- starf að ræða innan félagsins, menn standi í þessu af hreinum áhuga og eins vegna þess að þeir vilji vinna að framgangi gæðamála hér á íslandi. Árið 1997 hafi starfsemi félagsins verið útvíkkuð og það sé nú fagfélag um stjómun almennt og heiti þess lýsi því starfseminni ekki fyllilega eins og hún er nú. Á vegum Gæðast- jórnunarfélagsins era starfandi tólf faghópar sem halda fræðslufundi en auk þess heldur félagið námstefnur, ráðstefnur og námskeið og gefur út Bankastarfsmenn á Islandi vel upplýstir „ÉG er sammála manninum um það að starfsmenn verði að vera með frá upphafi," sagði Stefán Pálsson, aðal- bankastjóri Búnaðarbankans, þegar hann var inntur álits á ummælum Dag Áme Kristensen, formanns Fé- lags starfsmanna á fjármálamarkaði á Norðurlöndum, um samrana banka. Kristensen segir að til að ár- angur verði af samrana banka þurfi starfsmenn að vera vel upplýstir um gang mála og taka þátt í samrana- ferlinu frá upphafi. Kristensen lýsir einnig þeirri skoð- un sinni að ekíd hafi verið nægilega vel staðið að sameiningu Búnaðai'- banka og Landsbanka að þessu leyti og að starfsmenn virðist hafa fengið upplýsingar um einstaka þætti í gegnum fjölmiðla. Um þetta segist Stefán vera algerlega ósammála og segir þessu þveröfugt farið við það sem Kristensen heldur fram. „Við höfðum formann starfsmannafélags- ins inni í málum alveg frá upphafi og ég vona að okkur takist að halda góðu sambandi við starfsfólk í gegnum ferlið,“ sagði Stefán. Oréttmæt gagnrýni Halldór J. Kristjánsson, banka- Hátíð ársins! ICELANDAJR HöTELS Upplýslngar og bókanlr f sfma 50 50 9 10 stjóri Landsbankans, sagði það rétt hjá Kristensen að starfsmenn eigi að taka þátt í samrunaferli frá upphafi. Hann segir þetta vera grandvallar- atriði til að samruni gangi vel fyrir sig og að í bönkunum hafi verið byrj- að fyrir allnokkru að búa starfs- mennina undir þetta og reyna að upplýsa þá sem allra best um gildi samrunans. Þetta sé starf sem hafi farið fram mánuðum saman í Lands- bankanum, enda segist hann telja að starfsmenn bankans séu jákvæðir gagnvart breytingunum og vel undir það búnir að taka þátt í því umbreyt- ingarferli sem samraninn sé. „Um leið og hið eiginlega sam- ranaferli hefst koma allir starfsmenn bankans inn í það af fullum þunga, en það hefst ekki fyrr en niðurstaða Samkeppnisstofnunar liggur fyrir og það er kannski það sem veldur ein- hverjum misskilningi," sagði Hall- dór. Hann sagðist hafa orðið hissa á þeim sjónarmiðum sem Kristensen setti fram um samrana Búnaðar- banka og Landsbanka. Kristensen hefði ekki haft samband við stjóm- endur Landsbankans til að kynna sér hvaða starf hefði farið fram innan bankanna til undirbúnings samran- anum og sagðist Halldór álíta gagn- rýnisvert fyrir mann í stöðu Kristen- sens að koma fram með slíka gagnrýni án þess að kynna sér málið. „Við höfum ávallt gætt þess,“ sagði Halldór, „að starfsmenn fái umfjöll- un og kynningu á öllum ákvörðunum fyrst innan bankans áður en þær eru kynntar utan hans. Umræður í fjöl- miðlum eða getgátur era hins vegar atriði sem ekki era á ábyrgð bank- anna.“ Valur Valsson, forstjóri íslands- banka-FBA, sagði að það gengi ekki þegar ákvörðun væri tekin um að sameina íyrirtæki á fjármálamarkaði að hafa samráð við stóran hóp, til dæmis alla starfsmenn. Þegai* ákvörðun um samrana hefði verið tekin væri hins vegar nauðsynlegt að starfsmenn væra vel upplýstir. Framkvæmd samrana sagði hann byggjast á mikilli vinnu mjög stórs hóps starfsmanna og að slík vinna væri nauðsynleg til að samruninn heppnaðist. Valur sagði einnig nauðsynlegt að sem skemmstur tími líði frá því að ákvörðun hefur verið tekin um sam- rana og þar til starfsmenn viti hver staða þeirra sé. Ákveðin óvissa um tiltekinn tíma sé óhjákvæmileg, en nauðsynlegt sé að hún sé sem minnst. Valur hefur farið í gegnum tvo bankasamrana, annan fyrir rúmum áratug þegar Alþýðubankinn, Iðnað- arbankinn, Útvegsbankinn og Versl- unarbankinn voru sameinaðir undir nafninu Islandsbanki og hinn fyrr á þessu ári er íslandsbanki og FBA sameinuðust undir nafninu Islands- banki-FBA. Valur sagði að nokkur munur hefði verið á þessum samran- um því í fyrra tilvikinu hefði verið ljóst að stefnt væri að fækkun starfs- fólks en slíkt hefði ekki verið í mynd- inni síðastliðið vor í samrana íslands- banka og FBA. Hins vegar hefði aðkoma starfsfólks að málinu og upp- lýsingar til þess verið mjög svipuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.