Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLUN Dagblaðahönnun í örri þróun í takt við tímann Dagblaðahönnun er í örri þróun og tekur mið af örum breytingum á sviði fjölmiðlun- ar, að sögn Ron Reason dagblaðahönnuðar. Hann hélt námskeið á vegum Prenttækni- stofnunar 6.-8. nóvember sl. og fræddi ís- lenska útlitshönnuði og efnishöfunda um nýja strauma og möguleika. RON Reason starfaði sem blaða- maður og hönnunarstjóri um árabil áður en hann sneri sér alfarið að ráðgjöf og kennslu. Hann kenndi m.a. við The Poynter Institute í Flórída og stýrði þar deild um myndræna blaðamennsku (visual journalism). Undanfarið hefur hann starfað sjálfstætt og aðstoðað við endurhönnun margra bandaríski'a dagblaða. Aukin samvinna Reason leggur áherslu á aukið samstarf allra sem koma að efnis- vinnslu dagblaða. Höfundar texta, ljósmyndarar, myndskreytar, höf- undar skýringarmynda, útlitshönn- uðir og ritstjórar þurfi að hafa náið samráð við frágang efnis. Hann leggur áherslu á að efni dagblaða sé sett þannig fram að það auðveldi lesendum að gera sér grein fyrir inntaki og aðalatriðum greina. Það má gera t.d. með markvissri letur- notkun, myndrænni framsetningu, úrdrætti kjarnaatriða og notkun skýringarmynda. Það sé mikilvægt að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og vera óhræddur við að reyna nýjar leiðir. Áhrif Netsins Ron Reason var spurður hvaða breytingar væru mest áberandi í útlitshönnun dagblaða vestanhafs. Hann sagði að mörg dagblöð væru farin að skipuleggja fram: setningu efnis betur en áður. í þeim efnum hefðu þau ýmislegt lært af Netinu, án þess þó að apa beinlínis eftir því sem þar er að finna. Dæmi um þetta væru skýrar tilvísanir á forsíðum sem vísuðu á áhugavert efni inni í blaðinu. Efnið væri einnig sett fram á fjölbreyttari hátt en áður, sem auðveldaði lestur. Hönnun og ritstýring efnis væri að renna saman, sem einnig kæmi les- endum til góða. „Mörg dagblöð eru farin að tengja vefsíður sínar við prentuðu Hönnun- arslóðir Ron Reason er með heimasíðu <www.ronreason.com> og þar er að finna nánar upplýsingar um starf hans. Hann kenndi við Poynter- stofnunina í Flórída <www.poynter.org> sem rekur skóla fyrir fjölmiðlafólk, gefur út fræðibækur og efnir til nám- skeiða. Einnig má benda á Society for News Design < www.snci.org> sem er al- þjóðasamtök fagfólks í frétta- miðlun. í þessum samtökum er norræn deild og er vísað á slóð hennar á heimasíðu samtak- anna. útgáfuna, vísa þar í efni á vefsíð- unni og birta jafnvel lengri útgáfur greina á vefnum en eru prentaðar í blaðinu. Einnig er í prentútgáfunni vísað í ítarefni á vefnum.“ -Hefur tilkoma Netsins haft mikil áhrif á nútímahönnun dag- blaða? „Já, en sum dagblöð hafa verið sein að læra af Netinu. Haft það viðhorf að þau hafi verið komin á undan og kunni vel að miðla upp- lýsingum, eða að þau hafi átt þátt í að búa Netið til.“ Reason telur að nútímalegustu dagblöðin líti á Netið sem nýjan miðil sem þau geti lært af, þau hafi sett upp vefsíður og næsta skref sé að bæta prentuðu útgáfuna. Við þá vinnu sé tekið mið af ýmsum kost- um vefsíðna. Sem dæmi nefnir Reason að vefsíður séu gjarnan byggðar þannig upp að á fyrstu síðu sé útdráttur úr efninu og síðan hægt að fræðast nánar um einstaka þætti á næstu síðum. „Þetta geta Morgunblaðið/Ámi Sæberg lYÚið'ro.-tiof)/ ■ '‘\mo.iW) t . CVPMSKa DAC.BI APFA. v,vS"'"V dagblöð aðlagað prentuðu útgáf- unni,“ sagði Reason. I Bandaríkjunum ríkir mikil sam- keppni á milli hinna ýmsu gerða fjölmiðla, dagblaða, útvarps, sjón- varps og Netsins. Reason segir að almennt hafi heldur dregið úr dag- blaðalestri vestanhafs og að sam- keppnin um athygli og tíma lesenda sé mikil. Fáein dagblöð hafi aukið útbreiðslu, flest haldi sínu og út- breiðsla annarra minnki. Dagblöðin leiti því leiða til að styrkja stöðu sína. „Það er mikið keppikefli dagblað- anna að vekja áhuga ungra lesenda. Það er ef til vill helsta áhyggjuefni þeirra dagblaða sem ég þekki til, Ron Reason dagblaðahönnuður. hvernig þau nái til ungra lesenda og veki áhuga þeirra. Þessu fólki býðst mikið úrval efnis í tímaritum, á Netinu og í ljósvakamiðlum. Við vitum að ungt fólk er hrifið af tækni og handgengið Netinu. Spurningin er hvort það leitar til dagblaðanna, eða vefútgáfna þeirra, til að afla sér upplýsinga af ýmsu tagi. Þetta eru miklir umbreytinga- tímar fyrir dagblöð.“ Að koma á óvart -Þú hefur nefnt að skemmtana- gildi sé mikilvægt. Hvað áttu við með því? „Dagblöð þurfa að skapa sér sér- stöðu. Ég tel að dagblöð eigi að vera skemmtileg, vissulega á að fjalla alvarlega og virðulega um al- varleg mál. En það er margt annað sem má segja frá á skemmtilegan hátt, til dæmis frístundaiðju fólks, mönnum og ýmsum málefnum. Les- endur vilja láta koma sér á óvart. Það er æskilegt að þeir nálgist hvert nýtt eintak dagblaðs með eft- irvæntingu og forvitni. Að þá langi að vita hvað þar sé að finna í þetta sinn? Þeir vilja einnig fjölbreytni og að efnið sé sett fram á nýjan og ferskan hátt. Að þeim sé sagt eitt- hvað nýtt!“ Ron Reason var spurður að því hvernig hann teldi að dagblöð yrðu eftir tíu ár. „Ég held að þau verði vandlátari varðandi það hvað verður prentað. Þá á ég við að það verði minna af löngum greinum í prentútgáfunni. Upplýsingar verða samþjappaðar, nákvæmar og skipulega fram sett- ar. í dagblaðinu verður prentaður útdráttur úr greinum og vísað í lengri útgáfu á Netinu eða í út- sendingar sjónvarpsstöðva tengdar útgáfu dagblaðsins.“ Matreiðslan getur skipt sköpum „MÉR fannst þetta gott. námskeið. Þar var fjallað um dagblaðahönnun á nýstárlegan hátt og komu fram margar góðar hug- myndir sem efalaust munu koma mér að gagni,“ sagði Hjörtur Gíslason fréttastjóri sjávarútvegsmála á Morgunblaðinu. „Ég vil sérstaklega nefna hugmyndir um samvinnu blaðamanna, ljósmyndara, korta- gerðarfólks og útlitshönnuða, en sé vel að henni staðið getur hún skilað sér ( betri framsetningu á efninu,“ sagði Iljörtur. „Það er ljóst að það er ekki bara inni- haldið sem skiptir máli, heldur hvernig það er matreitt en góð matreiðsla á því getur skipt sköpum um það hvort efnið er Iesið eða ekki.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjörtur Gíslason. Margt at- hyglisvert ÁSGEIR Hreiðarsson, prentsmiðjustjóri hjá Dagsprenti á Akureyri, sagðist vitaskuld hafa séð ýmsar nýjungar á námskeiðinu hjá Reason. „Ég er viss um að ýmislegt sem hann var með getur gagnast okkur, en samt. sem áður var margt mjög amerískt í þessu hjá honum; hlutir sem ég sé ekki að við kom- um til með að taka nákvæmlega upp, að minnsta kosti ekki strax,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið. „Margt af því sem hann ræddi um var at- hyglisvert. Sumt sé ég reyndar frekar fyrir mér varðandi almenna hönnun, tii dæmis í tímaritum frekar en dagblöðum, og ýmislegt fannst mér bera svolítinn keim af aukinni samkeppni prentmiðla við Internetið; það er einmitt einn þeirra þátta sem menn hljóta að horfa á í sambandi við prent miðlana. Mér fannst hann leggja skarpasta áherslu á það Ásgeir Hreiðarsson. að draga betur fram þær staðreyndir sem í blöðunum eru. Að þeim sé komið skipulegar á framfæri en verið hefur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.