Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 39 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SJÓNARMID FORMANNS LÍÚ KRISTJÁN Ragnarsson, for- maður LÍÚ, gerði skýrslu auðlindanefndar að umtals- efni í setningarræðu sinni á aðalfundi LIÚ í gær og sagði m.a.: „Svo virðist að megináherzla nefndarstarfsins hafi snúizt um auðlindir í sjó, þótt í þingsályktunartillögunni, sem er er- indisbréf nefndarinnar, sé henni ekki síður ætlað að fjalla um orku í renn- andi vatni og jarðhita. Aðkoma nefndarinnar að þessu viðfangsefni er með gjörólíkum hætti. Annars vegar er lagt til, varðandi auðlindir í sjó, að farin verði afskriftarleið, þ.e. að útgerðinni verði gert að skila til ríkisins hluta af aflaheimildum í áföngum og þær síðan seldar á upp- boði og andvirðið renni til hins opin- bera eða veiðigjaldsleið er standi undir tilkostnaði við rannsóknir og eftirlit og að hluta renni gjaldið til hins opinbera ... Viðhorf nefndarinn- ar til vatnsorku og jarðhita er, að engin auðlindagjöld eigi að taka af núverandi orkuverum og rökin eru þau, að þau séu í eigu ríkis og sveitar- félaga.“ Þessi ummæli formanns LIÚ benda til þess, að hann telji að jafn- ræðis sé ekki gætt í skýrslu auðlinda- nefndar á milli atvinnugreina. í ályktun stjórnar LIÚ frá 29. sept- ember sl. segir hins vegar í 3. tölulið: „Stjórn LÍÚ er sammála nefndinni og fagnar því, að umræða um auðlinda- gjald snúizt um að fullkomins jafn- ræðis atvinnugreina verði gætt varð- andi greiðslu slíks gjalds.“ í ræðu sinni vitnaði Kristján Ragn- arsson til samþykktar stjórnar LIÚ og sagði: „Stjórnin telur mikilvægt að ná sátt um fiskveiðistjórnunina og fellst því á að mæta þessum sósíal- ísku viðhorfum með því að greiða hóf- legt gjald ef og þegar aðstæður gera það mögulegt." í samþykkt stjórnar LÍÚ segir: „Þrátt fyrir ofangreint er stjórn LÍÚ reiðubúin til viðræðna við stjórnvöld um greiðslu hóflegs auðlindagjalds enda megi það verða til að ná víð- tækri sátt um stjórn fískveiða.“ Hvað sem líður vangaveltum um sósíalísk viðhorf er ljóst af ræðu Kristjáns Ragnarssonar að hann, sem forystumaður samtaka útgerðar- manna í áratugi, er ásamt samstarfs- mönnum sínum í stjórn LÍÚ tilbúinn í viðræður við stjórnvöld á grundvelli tillagna auðlindanefndar og því ber sérstaklega að fagna. Kristján Ragnarsson hefur alveg rétt fyrir sér í umfjöllun sinni um Is- land ogESBÍ setningarræðunni á að- alfundi LÍÚ. Hann segir m.a. um það efni: „Enginn deilir um það, að aðild fylgdi að ákvörðun um leyfilegan hámarksafla á miðum við Island yrði tekin af ráðherraráði sambandsins í Brussel. Hvað sem sagt er um mögu- legar undanþágur er deginum ljósara að þær fást ekki varðandi þetta atriði enda reyndi sérstaklega á þær þegar Norðmenn sóttu um aðild að sam- bandinu og fengu ekki undanþágur nema um örstuttan tíma.“ Um þetta atnði eru Morgunblaðið og formaður LIÚ algerlega sammála. Það er ljóst, að Island gæti ekki orðið aðili að ESB án þess að formleg yfir- ráð yfir fiskveiðilögsögu okkar færð- ust til Brussel og það er einfaldlega óhugsandi. Af yfirlýsingum ýmissa forystu- manna í sjávarútvegi nú í haust um erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi er ljóst, að um það mál eru skiptar skoðanir innan LIÚ. I ræðu sinni lýsti Kristján Ragnarsson þeirri skoðun, að engin ástæða væri til að heimila erlendar fjárfestingar í sjáv- arútvegi og bætti við: „Aðalatriðið er að við höfum ekki þörf fyrir erlendar fjárfestingar í íslenzkum sjávarút- vegi.“ I umræðum á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva fyrir nokkrum vik- um sagði Róbert Guðfínnsson, stjórn- arformaður Þormóðs ramma- Sæbergs, að erlend eignaraðild mundi styrkja íslenzk sjávarútvegs- fyrirtæki fjárhagslega. Á sama fundi sagði Gunnar Tómas- son, stjórnarformaður Þorbjarnar hf. í Grindavík, að þótt útlendingum yrði heimiluð eignaraðild að íslenzkum sjávarútvegsfyrirtækjum þyrfti ekki að óttast yfirtöku erlendra stórfyrir- tækja og vísaði í þeim efnum til reynslu Norðmanna. Á sama fundi lýsti Björgólfur Jó- hannsson, forstjóri Síldarvinnslunn- ar hf. í Neskaupstað, þeirri skoðun, að sjávarútvegurinn gæti ekki staðizt samkeppni á hlutabréfamarkaði án erlendrar fjárfestingar. Forystumenn sjávarútvegsfyrir- tækja, sem töluðu nokkrum dögum áður á fundi greiningadeildar Kaup- þings um sjávarútveg, töluðu flestir með áþekkum hætti um þetta atriði. Af þessu er ljóst, að umtalsverður stuðningur er innan LÍÚ við þá hug- mynd að leyfa erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. Þótt menn láti ýmis ummæli falla um skýrslu auðlindanefndar fer tæp- ast á milli mála, að með þeim tillög- um, sem þar eru lagðar fram og sam- staða náðist um innan nefndarinnar, er lagður grundvöllur að friði um fiskveiðistjórnarkerfið. Það er mikil- vægt fyrir sjávarútveginn að slíkur friður verði. Þess vegna var sam- þykkt stjórnar LÍÚ frá 29. septem- ber, sama dag og skýrslan var gerð opinber, sérstakt fagnaðarefni. Hún var staðfesting þess, að útgerðar- menn væru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þess að sættir gætu tekizt. Tillögur auðlindanefndar varðandi sjávarútveginn eru alveg skýrar. Nefndin leggur áherzlu á að greiðsla auðlindagjalds taki mið af af- komu greinarinnar hverju sinni og að sjávarútvegurinn fái eðlilegan aðlög- unartíma áður en til greiðslu auð- lindagjalds komi. Vonandi staðfestir aðalfundur LÍÚ með samþykktum sínum afstöðu stjórnar samtakanna frá 29. september sl. Þeir menn eru vafalaust til bæði í sjávarútvegi og ekki síður í stjórn- málum, sem vilja fyrir hvern mun að þessar deilur haldi áfram. Þeir hinir sömu bera ekki þjóðarhagsmuni fyrir brjósti heldur sérhagsmuni eða þrönga pólitíska eiginhagsmuni. Engum þarf að koma á óvart þótt slíkar raddir heyrist en þær eiga ekki að fá að ráða ferðinni. Samþykki allir aðilar að reisa nýtt hús við norðurenda Kringlunnar verður það hugsanlega komið í gagnið eftir þrjú ár. Nýbyggingar við Kringluna í undirbúningi og endurnýjun innan dyra Áform um átján hæða hótel- og skrifstofuhtís Þyrping hefur sett fram hugmynd um fleiri nýbyggingar vestan við Kringluna. Meðal breytinga sem standa fyrir dyrum í Kringlunni er að bæta þriðju hæðinni ofan á suðurhlutann, færa einn innganginn og hressa upp á útlit sameignar og verslana. Aformað er að reisa átján hæða hótel- og skrifstofubyggingu við norðurenda Kringl- unnar efleyfífást. HUGMYND um nýja átján hæða hótel- og skrifstofubyggingu við Kringluna í Reykjavík var kynnt í gær á fundi eigenda Kringlunnar og verslunareigenda. Er í ráði að reisa hana áfast norð- urenda Kringlunnar á lóðinni í átt að bensínstöð Skeljungs við Miklu- braut og hefur Þyrping hf. átt sam- starf við Skeljung um hugmyndina. Byggingin yrði ívið hærri en Hall- grímskirkja sem er 75 m há. Jafnframt var kynnt sú hug- mynd Þyrpingar hf. að reisa at- vinnuhúsnæði á lóðum vestan við Kringluna þar sem nú eru Hús verslunarinnar, skrifstofubygging- ing Sjóvár-Almennra og Morgun- blaðshúsið. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Þyrpingar, segir málið á algjöru frumstigi en það hafi verið kynnt fulltrúum áðurgreindra fyrirtækja og eigi eftir að fjalla um það nánar. Sagði hann það hugmynd forráða- manna Þyrpingar að leita eftir því við fyrirtækin að stofna eins konar þróunarfélag um hvort og hvemig megi reisa fleiri byggingar á lóðun- um en á fundinum í gær var sýnd tillaga um fjórar nýjar byggingar sem Ragnar sagði vera fjögurra til sex hæða. Glerbygging með fjögurra metra lofthæð Kringlumenn hafa meðal annars unnið þessar hugmyndir í sam- starfi við Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, Studíó Granda og arkitektastofu í Boston, Arrow Street. Nýja byggingin við norðurenda Kringlunnar yrði sem fyrr segir 18 hæðir og alls um 18 þúsund fer- metrar. Til samanburðar má nefna að Kringlan var upphaflega um 30 þúsund fermetrar. Byggingin yrði að mestu úr gleri og lofthæð er ráð- gerð fjórir metrar. Nýja byggingin gefur möguleika á stækkun verslana Hagkaups og Nýkaups á neðstu tveimur hæðun- um en þriðja hæð byggingarinnar myndi tengjast þriðju hæð Kringl- unnar þar sem nú eru læknastofur. Segir Ragnar Atli að trúlega yrði að breyta nokkuð notkun hennar. Talið er að bæta þurfi við kringum 300 bílastæðum vegna nýja turns- ins og er jafnframt ráðgert að breyta þá útliti bflahúss Kringl- unnar. Turninn í notkun eftir þrjú ár Ragnar Atli segir að samkvæmt athugunum sé talinn vera markað- ur fyrir slíka byggingu, hótel- og eða skrifstofubyggingu eða bland- aða. Hann segir málið hafa verið kynnt borgaryfirvöldum en nú sé framundan að leggja málið form- lega fyrir skipulagsyfirvöld og vinna að grenndarkynningu. Hann telur raunhæft að ætla að hótel- og skrifstofubyggingin geti verið komin í gagnið eftir þrjú ár ef hún verður samþykkt og að hinar byggingamar muni geta risið jafn- vel innan sjö ára ef hugmyndir mótast fljótlega og leyfi fást. Á fundinum í gær voru einnig kynntar ýmsar breytingar á Kringlunni sem nú era í undibún- ingi innanhúss og utan. Munu þær koma til framkvæmda á næstu mánuðum að sögn Einars I. Hall- dórssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar. Einn innganga Kringlunnar verður færður, loft- lýsing verður endurskipulögð og hugmyndir eru uppi um að bæta heilli hæð ofan á suðurhús Kringl- unnar svo eitthvað sé nefnt. Ein af meginbreytingunum sem er í bígerð er á einum innganga Kringlunnar. Hugmyndin er að loka inngangi við apótekið Lyf og heilsa. I stað hans yrði komið fyrir inngangi milli verslunarinnar Byggt og búið og Tekkhússins. Einar segir tilgang þessa tví- þættan. Annars vegar verði flæði fólks um húsið jafnað með breyt- ingunni. Hins vegar verði aðkoman stórum bætt. Einar segir hönnuði hafa lagt til að inngangurinn yrði fluttur, því með tilkomu nýbygg- ingarinnar hafi hlutföll í raun skekkst. Þeir töldu æskilegt að inngangurinn væri við enda húss- ins til að dreifa gestum Kringlunn- ar jafnar yfir allt svæði hennar. Komið verður upp barnalandi við nýja innganginn, þ.e. svæði þar sem yngra fólkið getur skemmt sér í ýmiss konar leiktækjum meðan foreldrarnir Ijúka af innkaupunum. Breytingum lýkur um mitt næsta ár Til stendur að taka norðurenda Kringlunnar, þ.e. eldri hluta Kringlunnar, í gegn. Lýsing fyrstu hæðarinnar verður bætt og hún gerð bjartari og hlýlegri. Komið verður upp nýju anddyri á annarri hæð við Hagkaup í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið á inngöngum fyrstu hæðar. „Verið er að færa húsið í nútíma- legra horf, gera það bjartara og léttara yfir því“, segir Einar. Einnig verður ásýnd Ki-inglunn- ar utanfrá gerð meira aðlaðandi, segir Einar. „Lífgað verður upp á aðkomu og lýsingu Kringlunnar og andlit hennar gagnvart umhverfinu bætt.“ Einar telur að þorra breyting- anna verði lokið um mitt næsta ár og muni þær kosta allt á annað hundrað milljónir króna. Veggmynd eftir Erró í Kringluna í suðurhluta Kringlunnar, þeim hluta sem áður var þekktur sem Borgarkringlan, verður einnig nokkur uppstokkun, að sögn Ein- ars. Á þriðju hæðinni verður áhersla lögð á verslanir ætlaðar ungu fólki. „Eins ætlar íslands- banki að breyta útibúi sínu hér í upphafi árs,“ segir Einar. I byrjun næsta mánaðar verður afhjúpað í þeim hluta Kringlunnar mikið listaverk eftir Erró við hátíð- lega athöfn. Um er að ræða 56 fer- metra veggmynd. Einnig er verið að skoða þann kostinn að byggja heila hæð ofan á suðurhúsið undir líkamsræktar- stöð. Ákvörðun hefur þó ekki enn verið tekin í þeim efnum. ,Aðalbreytingin sem við viljum ná fram í Kringlunni felst þó í út- litsbreytingum á verslunum henn- ar,“ segir Einar. Verslunareigend- ur hafa því verið hvattir til að endurskoða andlit verslana sinna og innréttingar. „Sumar búðir hafa verið óbreyttar frá árinu 1987 þeg- ar Kringlan var opnuð,“ segir Ein- ar. Ai'kitektinn Chris Wieszczycki hefur teiknað ýmsar hugmyndir sem verslunareigendur geta nýtt sér. Einar segir verslunareigendur hafa tekið vel í þessar hugmyndir. „Við ætlum að halda okkar hlut í markaðnum og það þýðir að menn verða að þróast með,“ segir Einar. Geðheilbrigðisvika barna 10.-17. nóvember Umræðadregur úr fordómum Geðheilbrigðisvika barna hefst í dag en með henni er ætlunin að vekja fólk til um- hugsunar um að börn, rétt eins og fullorðnir, geta átt við geðraskanir að stríða. Jóhanna K. Jóhannesdóttir ræddi við fólk sem tekur með ólíkum hætti þátt í verkefninu. UPPHAF geðheilbrigðis- vikunnar markast af námskeiði um „skörun námsvanda við erfið- leika í hegðun og athygli og önnur geðheilbrigðisvandamál barna“, sem Bamageðlæknafélag íslands og Fræðslustofnun lækna, í sam- vinnu við landlæknisembættið, Sálfræðingafélag Islands, For- eldrafélag misþroska barna og For- eldrafélag geðsjúkra barna og unglinga, býður til. Páll Tryggvason; formaður Barnageðlæknafélag Islands, hefur veg og vanda af skipulagningu námskeiðsins sem fer fram í Saln- um í Kópavogi í dag og á morgun. Páll segir undirbúning hafa staðið yfir í um ár þótt hugmyndin sé mun eldri. Þrír kanadískir vísindamenn halda kennsluerindi á námskeiðinu, þau Rhonda Martinussen, Abel Ickowicz og Rosemary Tannock sem hefur um árabil stundað rann- sóknir á athygli, lestri, hegðun og málþroska og samhengi þessara þátta. „Rannsóknirnar ná til barna með geðræn og hegðunarvandamál sem og barna sem eiga ekki við geðræn vandamál að stríða heldur bresti í málþroska, lesblindu o.s.frv. en rannsóknir benda til þess að 20% allra barna eigi við einhver slík vandamál að stríða og þurfi á sér- kennslu eða annarri aðstoð að halda. Geðræn vandamál og nám- sörðugleikar haldast oft í hendur þannig að ekki má líta á annað hvort sem einangrað fyrirbæri." Páll segir námskeiðið byggjast upp á því hvernig standa skuli að þverfaglegu mati þar sem kennar- ar, sérkennarar, sálfræðingar og læknar vinna saman til að skipu- leggja meðferð og önnur úrræði við hæfi. „Heilbrigðiskerfi, skólakerfi, félagskerfi og aðrir þeir sem koma að málefnum bama þurfa að vinna betur saman til að ná árangri." Þannig þarf að mati Páls að auka skilning fólks á mikilvægi skólans í þessu hlutverki. „Við viljum aðallega ná til kenn- ara, skólastjórnenda, sálfræðinga, heilsugæslulækna og skólahjúkrun- arfræðinga. Bömin verja stómm hluta tíma síns með kennaranum sem þarf að þekkja merki um erfið- leika barnsins og kunna að taka á þeim. í skólanum em gerðar ki’öfur til barna um vitsmuni, samskipti við jafnaldra og þá sem eldri em og kröfur um siðferðisþroska þannig að þar koma oft fyrstu merki um vandamálin fram. Það er mikfl ábyrgð lögð á kennarann þegar tek- ið er tillit til þess að tölur segja að 4-5 börn í hverjum einasta bekk þm’fi á sérstakri athygli að halda vegna ofvirkni, þunglyndis, skap- gerðarbresta og fleiri vandamála. Elín Elísabet Jóhannsdóttir Páll Tryggvason Þegar bömum líður illa leita þau einnig oft tfl skólahjúkranarfræð- inga sem er þá fyrsta skrefið í ferl- inu til betri líðanar og réttrar með- höndlunar bamsins. Það er nauðsynlegt að gera fólki grein fyr- ir að meðferð er til við mörgum þessara vandamála, hvort sem hún er í formi lyfja, ráðgjafar eða sér- stakrar kennslufræðilegrar með- ferðar en meðferðina þarf að sníða eftir þörfum hvers einstaklings fyr- ir sig.“ Foreldrum er boðið á tveggja tíma námskeið síðdegis á laugardag þar sem markmiðið er að sögn Páls að gera foreldra færari um að sinna heimanámi barna sinna sem og til þess að auðvelda samskipti foreldra við skóla þar sem skólinn er nauð- synlegur þáttur í allri meðferð. Páll segir að stórauka þurfi geð- heilbrigðisþjónustu við börn og fjölga þurfi barnageðlæknum til muna svo að hægt sé að greina börn fyrr og veita rétta meðferð. „Það er eins með geðræn vanda- mál og önnur að því fyrr sem maður fær þekkingu á þeim því betur stendur maður að vígi og getur bmgðist sem best við.“ Rétt meðferð geðsjúkra barna er allra hagur Foreldrafélag geðsjúkra barna og unglinga var stofnað í fyrra og er Jenný Steingrímsdóttir formaður þess. Tæplega sjötíu fjölskyldur tengjast starfi félagsins og virðist þörfin fyrir slíkan stuðningshóp því hafa verið brýn. Jenný segir félagið einnig vera hugsað sem þrýstiafl til að fá betri og aukna þjónustu við geðsjúk börn þar sem biðlistar eftir meðferðarúrræðum séu langir, skólamál í ólestri og enn vanti hvíldarheimili til að létta tímabund- ið álagi af nánustu fjölskyldunni. Jenný segir að átak eins og geð- heilbrigðisvika bama sé afar já- kvætt þar sem slíkt auki alla um- ræðu um stöðu barnanna og aukin vitund almennings dragi úr fordóm- um gagnvart geðrænum vandamál- um. „Fólk er smeykt við það sem það þekkir ekki. Geðsjúkdómai- era enn mikið feimnismál og flestum reynist erfitt að viðurkenna fyrir Jenný Steingrímsdóttir Björk HreinsSóttir sjálfum sér og öðram að þeir eigi geðveikt bam. Við þurfum að læra að líta á geðræn vandamál rétt eins og aðra sjúkdóma. Fyrsta skrefið í rétta átt er stigið með viku eins og þessari þar sem viðurkenning er fengin á því að vandamálið sé raun- veralegt - að vandamálið sé til.“ Jenný leggur líka áherslu á að átáksvikan sé ekki eingöngu hugs- uð vegna veikra bama heldur sé geðheilbrigði barna almennt nokk- uð sem hlúa þurfi að. „Það gleymist oft í hraða nútímaþjóðfélags að gefa sér tíma til að sinna börnunum og veita þeim athygli og umhyggju. Líkamlegt heilbrigði er ekki nóg, við þurfum líka að huga að geðheils- unni.“ Björk Hreinsdóttir, ritari for- eldrafélagsins, tekur undir orð Jennýjar og segir enga spurningu vera um nauðsyn þess að opna um- ræðuna um geðheilsu barna. „Það er svo margt sem flokkast undir geðsjúkdóma, ofvirkni, lystarstol, þunglyndi, í reynd allt það sem við- kemur geði. Geðsjúkdómar eiga því ekki að vera neitt feimnismál og fólk sem á við geðraskanir að stríða er ekki einhverjir brjálæðingar sem era lokaðir inni í kjallara einhvers staðar,“ segir Björk og hlær. Þörfin á auknum skilningi í skól- unum er að sögn Bjarkar mikil. „Það er ekki bara bömunum með geðraskanirnar sem líður illa held- ur líka heilbrigðu bömunum því það þarf ekki nema eitt veikt barn í skólastofunni til að raska öllu starfi hinna barnanna þar sem aukinn tími kennarans fer í veika einstakl- inginn en hin verða afskipt. Skól- arnir þurfa því að taka sig á og hafa stuðningsfólk til að aðstoða við kennsluna og börnin. Sjúkdómur- inn er svo mismunandi og einstakl- ingsbundinn, allt frá því að vera mjög vægur og upp í að vera al- varlegur, þannig að fólk gerir sér oft ekki grein fyrir vandamálunum. Við, foreldrar geðveikra barna, ger- um okkur vissulega grein fyrir að börnin okkar eru mjög erfið og valda erfiðleikum í skóla. Það er því ávinningur fyrir alla að þau fái rétt- an stuðning." Björk segir langan biðtíma eftir greiningu einnig vera erfiðan en sú bið getur numið allt að ári. „Ef barnið þitt væri með óreglulegan hjartslátt fengirðu strax tíma hjá lækni en ef geðkvilla verður vart horfa hlutimir öðravísi við. Við þurfum fleiri innlagnir og fleiri pláss því fólk býr jafnvel vikum og mánuðum saman við hernaðar- ástand heima hjá sér sem bitnar auðvitað á öllum fjölskyldumeðlim- um.“ Fræðsluefni fyrir foreldra barna í áhættuhópum „Rannsóknir hafa sýnt að börn- um með geðraskanir er hættara við að ánetjast áfengi og fíkniefnum þegar þau eldast,“ segir Elín Elísa- bet Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri bókarinnar „Skrefi á undan“, fræðslu- og forvarnarefnis sem ver- ið er að leggja lokahönd á þessa dagana. Bókin er einkum ætluð for- eldram barna með geðraskanir og er gefin út af Stórstúku íslands, IOGT, og unnin í samstarfi við For- eldrafélag misþroska barna og Geð- hjálp með styrk frá Áfengis- og vímuvarnarráði. Góðgerðarfélagið Stoð og styrkur hefur einnig gefið út geisladiskinn „Ljúf og létt“ en ágóði af sölu hans rennur til styrkt- ar gerðar forvarnarefnisins. „Allt efni og heimildir í bókina era sóttar til bestu sérfræðinga á sínu sviði hér á landi, sálfræðinga, * sérkennara, félagsráðgjafa, geð- læknis og annarra sem hafa með mál þessara einstaklinga að gera. Hér er um nýtt og alíslenskt efni að ræða sem sett er fram á einfaldan og skýran hátt svo að það henti okkur sem eram ekki fagfólk." Bók- in er uppflettirit fyrir foreldra sem vantar haldgóð svör og úrræði við spurningum sem varða geðheilsu bama þeirra, frá fæðingu fram á unglingsár. Elín segir viðbrögð foreldra sem taka eftir geðröskunum hjá bami oft vera vanmáttarkennd og sjálfs- ásökun, þ.e. að geðvandamálin séu vegna misbrests í uppeldinu. „For- eldramir verða óöruggir og vita ekki hvernig á að bregðast við. Þessar tilfínningar eru eðlilegar og afar algengar - en ekki réttmætar. F oreldrarnir hafa ekki gert uppeld- isleg mistök heldur hafa þeir eign- ast barn sem krefst mikils af þeim. Við foreldrarnir setjum bömin okk- ar í meiri áhættuhóp ef við viljum ekki horfast í augu við vandamál þeirra. Fyrsta skrefið er því að læra að viðurkenna vandann og leita svo aðstoðar. Við eram ekki aðeins að tala um ofvirk börn held- ur líka þau sem glíma við þunglyndi eða kvíða og aðrar geðraskanir.“ Elín segir mörg ofvirk börn vera svo hvatvís að þau séu búin að fram- kvæma hugmynd áður en þau hugsa um hana og því sé þeim hætt- ara við að ánetjast áfengi eða fíkni- efnum. „Mörg hafa þau mjög laka sjálfsmynd sem þarf að byggja upp. Þessi börn eru umhverfinu erfíð, þau era óþekk, og því gefur um- hverfið þeim alltaf neikvæð skila- boð og viðmót - þau eru stanslaust skömmuð, bæði af fullorðnum og öðram börnum. Þau era óvinsæl og þá hættir þeim við að leita á aðrar brautir. Þessir einstaklingar þurfa á markvissri uppbyggingu sjálfs- trausts að halda en hana fá þau með hvatningu og hrósi. Fólk með sterka sjálfsmynd er líklegra til þess að standa á sínu og geta sagt nei við fíkniefnum.“ Stefnt er að því að setja hluta „Skrefs á undan“ inn á vefsíðu Geð- hjálpar. Stórstúkan hyggur einnig á námskeiðahald í byrjun næsta árs þar sem foreldrar barna með geð- raskanir fá fræðslu og stuðning. >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.