Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000
BREF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ
Manndómsmaður
Hraðinn eykur líkur á slysi og skemmir bílinn meira.
Hvers vegna ökum
við hratt?
Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
HVAÐ er manndómur? Þeirri
spurningu er þarflaust að velta
lengi fyrir sér. Manndómur fer ekki
leynt. Hann felst í mörgu að sjálf-
sögðu. Fyrst og fremst í því að gera
kröfur til sjálfs sín. Sá sem það ger-
ir, er trausts verður á hverjum
tíma.
Ég hef unnið með mörgum um
mína daga. Yfirleitt hafa það verið
menn, sem hvergi hafa dregið af sér
og ekki hugsað fyrst og fremst um
endurgjald fyrir vinnu sína. Ömur-
legt er að hugsa til þess, að menn
geti svikið vinnu sína - heimt inn
meira en sem nemur vinnuframlag-
inu. Einhvern tíma var sagt, að
verður væri verkamaðurinn launa
sinna. Jú, það er rétt og satt, en þó
því aðeins að hæfileg vinna hafi ver-
ið að leyst af hendi á móti þeim
launum, sem við var tekið.
Ég er ekki spennusagnahöfund-
ur. Ég held ekki lesandanum lengi í
' Frá Hlyni Jónssyni Arndal:
FYRIR nokkru sá ég í Morgunblað-
inu að fyrir Alþingi lægi frumvarp
þess efnis, að taka upp sumartíma á
Islandi eftir áratuga hlé. Ég vil
benda á að með því fyrirkomulagi að
hafa „Greenwich Meantime" í gildi
á íslandi allt árið hefur tímareikn-
ingur á Islandi öll þessi ár í raun
verið færður í átt til þess sem gildir
á meginlandi Evrópu um 1 klst.,
miðað við þá lengdargráðu sem ís-
land liggur á. Það væri því nærtæk-
. ara að seinka klukkunni á veturnar
og hafa „Greenwich Meantime“ ein-
göngu á sumrin.
Með upptöku sumartíma sam-
kvæmt frumvarpinu er gengið
lengra í þessa átt. I greinargerð
með frumvarpinu, sem er ákaflega
einsleit og illa unnin, er ekki minnst
á óhagræði þeirra sem eiga mikil
samskipti við Norður-Ameríku.
Undirritaður hefur talsverð sam-
skipti við Bandaríkin og sama á við
samstarfsmenn mína þar sem ég
starfa. Verði frumvarpið samþykkt
mun mikið af samskiptum í síma
þurfa að eiga sér stað á kvöldin, ut-
an vinnutíma, því nú þegar er 4 klst.
tímamunur á sumrin.
Mikið hefur verið rætt um hversu
háð þjóðin er orðin viðskiptum og
samskiptum við Evrópu og sýnist
sitt hverjum. Æskilegt er að flestra
mati að auka viðskipti við ríki Norð-
ur-Ameríku til að hafa eggin í fleiri
körfum. Aukinn tímamismunur mun
ekki auðvelda markaðsstarf í þess-
um löndum. Að mínu mati er nóg að
tyggja upp allar reglugerðir
Évrópubandalagins, en of langt
gengið að taka upp sama tíma og
gildir þar.
I greinargerð með frumvarpinu
er tíðrætt um fótbolta og flug
Frá Iðunni Steinsdóttur:
Fjölmiðlar greindu nýlega frá því að
deilt hefði verið á Alþingi um þá til-
lögu að íslendingar taki upp einnar
klukkustundar sumartíma til viðbót-
ar við þann sumartíma sem við nú
höfum í gildi. Það mun hafa verið
Benjamín Franklin sem á 18. öld
fyrstur setti fram hugmyndina um
sumartíma, en Þjóðverjar sem fyrst-
ir hrintu henni í framkvæmd árið
1915. En menn hafa áður deilt um
^ tíma hér á landi. í bréfadagbók
sýslumanns Eyjafjarðar má finna
bréf sem Jónas Sigurðarson í Hrísey
skrifar hinn 27. maí 1889 til Jónasar
Gunnlaugssonar hreppstjóra á
Þrastarhóli og kvartar hann þar
undan því að nágrannar Hríseyinga
á vesturströnd Eyjafjarðar fari ekki
eftir settum veiðireglum við línuveiði
. í firðinum. Fari þeir fyrr á stað og
séu búnir að leggja línuna fyrir kl.
óvissu um það, sem ég er að fara.
Þess vegna kem ég beint að efninu,
þó að það þyki víst ekki skáldlegt.
En mannlífið er einmitt það, sem ég
kem hér inn á.
Fyrir um tveimur áratugum vann
ég um sumartíma í fiski hjá Bæjar-
útgerð Reykjavíkur, sem var þá
með starfsstöðvar við Meistaravelli
hér í borg. Þar unnu meðal annarra
margir unglingar á skólaaldri.
Gjörvulegt fólk að ytri sýn, af báð-
um kynjum. En því miður voru
vinnubrögðin ekki upp á það besta
hjá mörgum þeirra. Þau hentu salti
í hvert annað, reyndu jafnvel að
koma því niður á hálsinn hvert á
öðru. Verkstjórinn réð ekki neitt við
neitt - gæflyndur maður. Mér
blöskraði að sjá þetta háttalag.
Þarna á vinnustaðnum var ungur
piltur, sem ekki tók neinn þátt í
fíflalátum vinnufélaga sinna. Hann
vakti athygli mína fyrir prúð-
mennsku og vinnusemi. Var kominn
snemma á morgnana. Þetta er að
mínu mati fáránlegar röksemdir.
Lega landsins á að ráða hvaða tíma
við notum. Við búum í harðbýlu
landi þar sem við verðum að laga
okkur eftir aðstæðum, veðri og fleiri
þáttum sem íbúar á meginlandi
Evrópu þurfa lítið að leiða hugann
að. Éf það hentar fyrirtækjum í
miklum samskiptum við Evrópu að
starfsfólk þess sé til staðar á
evrópskum skrifstofutíma geta þau
fyrirtæki samið við sitt fólk að
mæta kl. 7 á morgnana en aðrir
haldið sínum venjum. Sveigjanlegur
vinnutími er orðinn mjög víða.
Það kann vel að vera að ég til-
heyri fámennum hópi sem er and-
vígur þessu fikti stjórnmálamanna
með daglega líf fólks. Þrátt fyrir að
áratugir séu liðnir frá því að hringl
með klukkuna tíðkaðist hér á landi
minnist ég mikils rifrildis og
óánægju í hvert sinn þegar klukk-
unni var breytt á vorin og haustin.
Ég hef ekki orðið var við neina um-
ræðu um að núverandi fyrirkomu-
lag væri slæmt fyrr en þessi hópur
þingmanna lagði fram ft’umvarpið.
Tilgangur þessarar gi’einar er
hins vegar sá að vekja athygli fólks
á því hvað sé að gerast þannig að
það geti brugðist við og látið frá sér
heyra sé það á móti þessum breyt-
ingum.
Ég legg til að þeir þingmenn sem
leggja þetta frumvarp fram finni
sér eitthvað nytsamlegra til að sýsla
við. Annars er hætta á því að þeim
kjósendum fjölgi sem kunna að vera
þeirrar skoðunar að þingmenn séu
of margir og hafi of lítið að gera.
HLYNUR JÓNSSON ARNDAL
framkvæmdastjóri fjármálasviðs
SR-mjöls hf.
þrjú, sem sé hinn tiltekni tími í
reglunum. En síðan kemur eftirfar-
andi athugasemd:
„Þess skal getið að við hjer förum
eftir klukku sem sett er 12 þegar sól
er SV til S. Sömu reglu fylgja Aust-
urlendingar. Það mun vera nokkrum
mínútum á undan miðdags eða
rjettri klukku eða því sem næst því
að vera rétt.
Svarfdælingar segjast setja sínar
klukkur einum tíma fljótari en rétta
klukku. Eiga ekki allir að hafa
klukkur sínar eins eða eftir hverju á
að fara?“
Svo mörg voru þau orð. Ekki er
upplýst hvenær sami tími var tekinn
upp við Eyjafjörð og e.t.v. láta menn
sig ennþá litlu varða norður þar, hve-
nær sólin skín í hádegisstað á stór-
borgir meginlandsins.
IÐUNN STEINSDÓTTIR,
rithöfundur
nokkuð yfir fermingu, þegar hér var
komið, hár vexti og þroskalegur. Ég
tók að ræða við hinn unga pilt og
ræddum við nokkuð um vinnu, eða
réttara sagt vinnuleysi unglinganna
á þessum stað. Okkur kom saman
um, að þetta fólk væri ekki fyrst og
fremst komið til að vinna heldur til
að fíflast og láta illa. Áberandi var,
hversu margir af þessum unglingum
reyktu, og það innan um fískinn
sem verið var að gera að mannamat.
Þá var ekki enn hafíð andóf gegn
þessum ósið hér á landi.
Ég spurði unga manninn að heiti,
því að mér var í mun að vita hvað
hann héti og veldur því meðfæddur
áhugi minn á persónusögu. Hann
sagðist heita Eyþór Arnalds og vera
sonur Jóns Laxdals Arnalds, ráðu-
neytisstjóra, og Sigríðar Eyþórs-
dóttur, konu hans. Mér varð á að
hugsa eftir að samtali okkar Eyþórs
lauk, að þarna færi maður sem
vekja mundi eftirtekt og verða
þekktur borgari.
Eftir samtal okkar Eyþórs gaf ég
mig á tal við hóp af unglingunum
sem þarna áttu að vera að vinna en
lá það í léttu rúmi. Ég sagði þeim
hreint út að þess væri vænst að þeir
ynnu fyrir kaupinu sínu en létu all-
an leikaraskap niður falla. Þeim brá
heldur í brún, þegar þessi miðaldra
karl var að segja þeim jafn einfald-
an sannleika. Var líkast sem þeim
hefði ekki verið greint frá jafn aug-
ljósum hlut áður.
Eyþór hlýddi einnig á mál mitt.
Og vel að merkja, unglingarnir ráku
upp stór augu. Vafalítið muna
nokkrir sem þarna voru viðstaddir
orð mín eftir öll árin.
Oft hef ég hugsað um þetta mál
síðan. Og ég hef sannfærst um að
ábyrgðarkennd er ein af þeim
eigindum sem gera mann að manni.
Eyþór Arnalds, forstjóri íslands-
síma, hefur sýnt það svo að ekki
verður um villst. Hann valdi ungur
þá stefnu að vera ábyrgur maður og
er þess vegna á framabraut á ful-
lorðinsárunum. Með kveðju til hans,
hvort sem hann man eftir mér eður
ei. Fleiri orðum eyði ég ekki að
sinni. Þetta er víst nóg. Með þökk
fyrir birtinguna.
AUÐUNN BRAGI
SVEINSSON,
Hjarðarhaga 28, Reykjavík.
Frá Guðjóni V. Guðmundssyni:
ÞEGAR ófriðnum á Balkanskaga
lauk fengust sannanir fyrir því og
þær margar, að Serbar höfðu
framið mörg níðinsverk og þau
hroðaleg og heimurinn stóð á önd-
inni af hryllingi vegna þessa. Nú
hafa margir af þeim er ábyrgð
bera á þessum illvirkjum verið
handteknir og fengið þunga dóma
og er það að sjálfsögðu vel, en því
miður munu höfuðpaurarnir trú-
lega aldrei þurfa að svara til saka
og er það að sjálfsögðu ekkert
nýtt. Á sama tíma og fólk er agn-
dofa yfír þeim óhugnaði er þarna
átti sér stað eru atburðir að gerast
og hafa lengi viðgengist austur í
Palestínu sem eru svo hroðalegir
að glæpaverkin í Bosníu, Króatíu
og Kosovo eru hreinn barnaleikur í
samanburði við þá. Hinar virðu-
legu réttsýnu Vesturlandaþjóðir
loka augunum í reynd algerlega
fyrir þeim. Grimmdarverk Israels-
manna gagnvart Palestínumönnum
er slík að jafna má við nasista-
djöflana þar sem þeir höguðu sér
verst í seinni heimsstyrjöldinni og
neðar í fúlmennskunni verður ekki
komist.
í þau fáu skipti er leiðtogar
Vesturveldanna tjá sig þá er það,
að Arafat verði að hafa hemil á
sínu fólki. Fólkið á sem sagt að
láta kúga sig, misþyrma og drepa,
lifa í hreysum og kofaskriflum í
flóttamannabúðum til eilífðarnóns.
Hvenær hefur það gerst að fólk
sem býr við linnulausar kúgun
hernáms reyni ekki að rísa upp?
Frá Einari Guðmundssyni:
VIÐ ERUM tveir hópar sem sóttum
umferðarskóla Sjóvár-Almennra
íyrir unga ökumenn á Norðurlandi í
október. Við veltum fyrir okkur mik-
ilvægum þætti er snertir öryggi okk-
ar í umferðinni, hvers vegna við ök-
um svona hratt. Því viljum við benda
ykkur, kæru jafnaldrar, á nokkur at-
riði sem skipt geta sköpum í þessu
efni.
Margir telja að allt í lagi sé að aka
hratt. Það komi bara þeim einum við.
Við teljum að lendi fólk í árekstri á
miklum hraða sé líklegt að það slas-
ist alvarlega og bílarnir skemmist
örugglega meira. Það verður því
meira tjón fyrir okkur. Við höldum
því fram að það séu bara „töffara-
stælar" að keyra hratt, einhvers
konar spennufíkn. Því miður era
mjög margir að flýta sér og telja sig
geta unnið tíma með því að aka hratt.
En við höldum því fram að sparnað-
urinn sé ekki svo mikill, kannske
nokkrar sekúndur, þegar ekið er um
innanbæjar. Skyldu þetta kannske
bara vera of þungir skór sem öku-
menn nota?
Vitanlega aldrei. Var fólkið í and-
spyrnuhreyfíngum gegn Þjóðverj-
um í seinni heimsstyrjöldinni
hetjur? Jú, vitanlega. Fólkið í
þessum hreyfingum barðist af al-
efli með öllum tiltækum ráðum,
drap þýska hermenn hvar og hve-
nær sem til þeirra náðist með ber-
um höndum einum saman ef ekki
var annað hægt. Þegar Palestínu-
þjóðin rís upp er hún fordæmd af
stjórnendum heimsins eða í besta
falli skipta þeir sér ekkert af
þessu. Vopnuð andstaða gegn
hernámi er réttmæt samkvæmt
sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Pal-
estínufólkið hefur ekki vopn sem
neinu nemur, það kastar aðallega
steinvölum í áttina að kúgurum
sínum; að það geti skaðað best
búnu hermenn veraldar er eins lík-
legt og það skaði gæs að skvetta
yfir hana nokkrum vatnsdropum.
Eins og ég sagði hér að framan
eru engin viðbrögð hjá hinum vest-
ræna heimi að koma þessu hrjáða
fólki til hjálpar en það era auðvitað
ráðamenn þar, sem eru þeir einu
sem geti í reynd stöðvað ísraelsku
morðvargana og komið á réttlátum
friði. Islensk stjórnvöld bera hér
ábyrgð einsog kollegara þeirra í
nefndum löndum. Þeir studdu þeg-
ar í upphafi óréttláta skiptingu Pa-
lestínu. Vita menn ekki eða eru
þeir búnir að gleyma því að þegar
SÞ lögðu til að Palestínu yrði skipt
voru innan við 700.000 gyðingar í
landinu en arabarnir 1.400.000?
Gyðingar áttu að fá rúman meiri-
hluta landsins, svona var nú rétt-
Sumir halda að hraðakstur gangi í
augun á fólki. Hann gerir það ekki.
Við eram viss um að hraðinn drepi.
Því viljum við auka löggæslu, auka
hraðaeftirlit lögreglu, fjölga lög-
gæslumyndavélum og hækka sekth’
þeirra sem aka of hratt. Við viljum
banna radarvara og veltum því fyrir
okkur hvort ekki sé hægt að hafa
takmarkanir á vélarstærð nýliða í
akstri.
Eftir nokkur ár verða vonandi
komnar upp hraðbrautir sem auð-
velda þeim sem vilja aka hratt að
gera það en í dag eigum við að flýta
okkur hægt. Við spyrjum: Er betra
að keyra á ólöglegum hraða í gröf-
ina?
Það er sagt að konur aki hægar og
um leið og strákar séu komnir á fast
hægi þeir ferðina. Við ættum því oft-
ar að hafa konu við hliðina á okkur í
bílnum.
Með kveðju frá ungum ökumönn-
um í ökuskóla Sjóvár-Almennra á
Sauðárkróki og Akureyri í október.
EINAR GUÐMUNDSSON
forvamafulltrúi Sjóvár-Almennra.
lætiskennd þessara háu herra í þá
daga; hefur hún eitthvað lagast?
Dæmi hver fyrir sig. íslendingar
hafa lengi átt vinsamleg samskipti
við ísraelsmenn. Átakanlegt var að
lesa um það í blöðunum fyrir
nokkrum árum þegar einn af al-
bestu kirkjukórum landsins fór í
söngför þangað austur þá stóð ein-
mitt yfir fyrri uppreisn Palestínu-
þjóðarinnar á þessum seinustu
landskikum sem Israelsmenn her-
tóku árið 1967. í þessari ferð flutti
kórinn verkið Messías eftir Hand-
el, en eins og allir unnendur góðr-
ar tónlistar vita fjallar síðari hluti
tónverksins um atburði í Nýja
testamentinu sem er andstætt
trúarbrögðum gyðinga enda viður-
kenna þeir það ekki og þar með
ekki sjálfan Jesúm Krist.
Allir vita náttúrlega hvernig þeir
fóru með hann. Hvernig í ósköpun-
um geta menn réttlætt það fyrir
samvisku sinni að sækja svona
fanta heim og syngja þeim svona
unaðslega tónlist og láta sem ekk-
ert sé? Mér er gersamlega um
megn að skilja þetta. Þið vesælu
menn sem beint eða óbeint styðjið
þessa morðóðu hunda, megi blóð
Palestínuþjóðarinnar sem gyðinga-
þjóðin hefur úthellt steypast yfir
ykkur. „Vei yður, þér hræsnarar,"
sagði meistarinn forðum. Hvað
skyldi hann segja við þessa
ógjæfulegu hjörð í dag?
GUÐJÓN V. GUÐMUNDSSON
eftirlaunaþegi,
Helgalandi 5, Mosfellsbæ.
Sumartímafrumvarpi
laumað í gegnum þingið
Um hinn afstæða tíma
Bölvaðir hræsnararnir