Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Ekki eingöngu Chopin“ PÓLSK tónlist á 19. öld verður ílutt í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á morgun, laugardag, kl. 17. Flytjendur: Mariola Kowalczyk, mezzósópran, Elzbieta Kowalezyk, píanó, Szymon Kuran, fiðla og Jacek Tosik-Warszawiak, píanó. Hversu vel þekkja Islendingar pólska tónlist? Flestir þekkja tón- listarsnillinginn Chopin en Pól- veijar eiga mörg önnur þekkt tón- skáld. Á tónleikunum 11. nóvember verður fjölbreytt dag- skrá þar sem stefnt er að því að veita áheyrendum betri innsýn í pólskt tónlistarlíf 19. aldar en þar verða flutt verk eftir Wieniawski, Oginski, Statkowski, Moniuszko, Karlowicz, Zelenski og Noskowski. Henryk Wieniawski var dáður fiðlusnillingur og hefur verið spil- aður á íslandi áður en pólonesur og mazúrkar eftir Michal Kleofas Og- inski og fallegir söngvar eftir Stan- islaw Moniuszko, Zygmunt Nos- kowski og Mieczyslaw Karlowicz hafa sjaldan verið flutt hérlendis. Þær systur Mariola Kowalczyk, mezzósópransöngkona og Elzbieta Kowalczyk píanóleikari flytja fyrri hluta dagskrárinnar. Þær hafa ver- ið búsettar á Islandi í nokkur ár en eru báðar virtar tónlistarkonur í sínu heimalandi og hefur Mariola starfað við óperuhús í Kraká og Systurnar Mariola Kowalczyk mezzósópran og Elzbieta Kowalczyk sem leikur á píanó. Bytom og komið fram sem ein- söngvari víða um heim. Szymon Kuran, fiðluleikari og Jacek Tosik- Warszawiak, píanóleikari sjá um seinni hluta dagskrárinnar. Sá síð- arnefndi hefur búið hér á landi síð- an 1992 en haldið tónleika víða um heim. Szymon Kuran þarf vart að kynna enda einn ástsælasti fiðlu- leikari þjóðarinnar. Tónleikamir, sem eni í sam- vinnu við Vináttufélag íslendinga og Pólverja, eru haldnir þennan dag til að halda upp á að 11. nóvem- ber 1918 öðlaðist Pólland sjálf- stæði á ný, en tónlistin átti stóran þátt í því að viðhalda þjóðarvitund Pólverja á 19. öld. Sýning í Sparisjóði Garðabæjar Afmælistón- leikar á Egils- stöðum Á ÞESSU ári eru þrjátíu ár liðin frá stofnun tónlistarskóla á Fljótsdals- héraði, sem eftir sameiningu sveitar- félaga heitir Austur-Hérað. I tilefni þess verður óvenju mikið um tón- leikahald á þessu skólaári undir heit- inu Tónleikar á afmælisári. Þeir fyrstu verða í Egilsstaða- kirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Þar munu nemendur með aðstoð kennara flytja fjölbreytta tónlist frá mismunandi tímabilum tónlistarsög- unnar. Aðgangur að öllum tónleikum skólans er ókeypis. Erlingur Jónsson með nokkur verka sinna. Trú og saga SÝNING á nokkrum verkum Erl- ings Jónssonar verður opnuð í sal Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun, laugardag, kl. 14. I fréttatilkynningu segir: „Tilefni sýningarinnar er 1000 ára afmæli kristni á íslandi. Erlingur Jónsson hefur verið búsettur í Noregi undanfarin ár og starfað hin síðustu ár sem lektor við Háskólann í Ósló auk þess að vinna að list sinni. Hann er félagi í samtökum norskra myndhöggvara og verk hans er m.a. að finna við opinberar bygg- ingar bæði hér heima og í Nor- egi.“ Sýningin stendur til 22. nóv- ember og er opin kl. 14-17 um helgar en kl. 16-18.30 á virkum dögum. SÝNING á verkum Bubba (Guð- bjöms Gunnarssonar) myndhöggv- ara og Jóhanns G. Jóhannssonar myndlistarmanns í Sparisjóðnum í Garðabæ, Garðatorgi 1, verður opn- uð á morgun, laugardag, kl. 13-15. Bubbi er fæddur í Reykjavík 17. apríl 1948. Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Islands 1988, árin 1990-1993 var hann í námi í The Nothingham Trent University England, fine art BA (hons). Megin- þema í verkum Bubba eru andstæð- ur íslenskrar náttúru í deiglu tímans, jarðlögin, eldur og ís, atvinna, saga landnáms. Hann notar sem megin- uppistöðu í verkum sínum efni eins og járn, stein og timbur og reynir að höfða til margbreytileikans sem býr í íslenskri náttúra. Bubbi hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis, nú síðast í Strandlengjunni 2000. Jóhann er fæddur í Keflavík 22. febrúar 1947. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum að Bifröst í Borgarfirði árið 1965. Jóhann gerð- ist tónlistarmaður að atvinnu 1966 með stofnun hljómsveitarinnar Óð- menn, sem söngvari og bassaleikari. 1971 hélt hann sína fyrstu mynd- listarsýningu í Casa Nova M.R. og upp frá því hefur hann unnið jöfnum höndum að myndlist og tónlist. Jó- hann hefur haldið yfir 20 einkasýn- ingar og tekið þátt í nokkrum sam- sýningum. I myndlistinni hafa hughrif íslenskrar náttúru verið að- alviðfangsefni hans undanfarin ár. Sýningin verðui’ opin á afgreiðslu- tíma Sparisjóðsins kl. 8.30-16 alla virka daga til 21. desember. Karlakór Eyjafjarðar í Ýdölum SKEMMTUN Karlakórs Eyja- fjarðar verður í Ýdölum annað kvöld, laugardagskvöld, kl. 20.30. Söngdagskráin er byggð upp á lögum sem kórinn hefur flutt á síð- ustu 2-3 árum. Fimn einsöngvarar úr röðum kórfélaga koma fram, þeir Bryngeir Kristinsson, Har- aldur Hauksson, Snorri Snorrason, Stefán Birgisson og Þorsteinn Jós- epsson. Undirleikari verður Daníel Þorsteinsson. Starfandi kórfélagar era nú í upphafi vetrar liðlega fjörutíu. Fyrirhuguð er söngferð á Suður- land næsta vor, og heimsóttir verða tveir karlakórar, á Selfossi | og í Ai’atungu. Þá er framtíðar- | mark ferð til Danmerkur vorið 2002. Stjórnandi kórsins er Björn Leifsson og formaður Páll E. Jó- hannsson. ------UH-------- Nýjar geislaplötur • ÚT er komin geislaplatan Sum- arkvöld. Eiríkur Hreinn Helga- son, baríton syngur. Tónlistin á geislaplötunni er mestmegnis íslensk einsöngslög. Á plötunni er eitt erlent lag, fær- eyska lagið Sumarkvöld við sæinn sem diskurinn dregur nafn sitt af en texti þess lags er þýðing texta- skáldsins góðkunna, Gunnlaugs V. Snævarr á færeyska textanum eft- ir Chr. Matras. Þá er þess að geta að einnig er að finna á diskinum tvo dúetta sern Garðar Thor Cort- es, tenór, syngur með Eiríki. Þá eru á diskinum þrjú lög sem tekin voru upp með karlakór sem var skipaður atvinnusöngvurum og vönum kórmönnum. Upptökur fóru fram í Lang- holtskirkju. Meðleikari var Bjarni Jónatansson, píanóleikari, og Jón Stefánsson, organisti stjórnaði karlakórnum. Bjarni útsetti tvö af ; lögunum sem sungin voru með karlakórnum, Ætti ég hörpu og Sumarkvöld í Færeyjum. Utgefandi er Eiríkur Hreinn Helgason. Skífan dreifir diskinum. Morgunblaðið/Þorkell Katrín Þorvaldsdóttir, sem gerði leikbrúðurnar, er hér ásamt leikend- unum Erling Jóhannessyni, Gunnari Helgasyni og Björk Jakobsdóttur. Jólaandakt í Hafnar- fj ar ðarleikhúsinu HAFN ARF JARÐ ARLEIKHÚ SIÐ Hermóður og Háðvör, í samstarfi við Fríkikjuna í Hafnarfírði frum- Ilytur Jólaandakt nk. laugardag kl. 14. Andaktin hefst á því að tekið verður á móti börnunum með falleg- um söng sem þau öll geta tekið þátt í og siðan verður spjallað við börnin um jólaundirbúninginn. Þá verður lagt út af jólaguðspjallinu í formi sögustundar þar sem minnt verður á boðskap jólanna og verður sú stund skreytt fallegum myndum. Hápunktur andaktinnar verður svo þegar sögð verður, í máli og myndum, og með brúðuleik hin sí- gilda saga Litla stúlkan með eld- spýturnar eftir H.C. Andersen. Verður þar sérstök áhersla lögð á afskiptaleysi manna. Ætlunin er að eiga fallega og lágstemmda stund með sem flestum börnum á aldrinum 3ja til 10 ára án þess að til jólasvein- anna, Grýlu og jólakattarins komi. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. Leikmyndahönnuður: Finnur Amar Arnarsson. Brúðugerð: Katrín Þor- valdsdóttir. Leikendur: Erling Jó- hannesson, Gunnar Helgason og Björk Jakobsdóttir. Prestur: Séra Sigríður Kristín Helgadóttir. Sýningar verða laugardaga og sunnudaga til jóla og fyrir hópa eftir samkomulagi á virkum dögum. Tónleikar unglingakóra í Dómkirkjunni UNGLINGAKÓR Selfosskirkju og Drengjakór Laugai-neskirkju munu halda sameiginlega tónleika í Dóm- kirkjunni í Reykjavík nk. sunnudag kl. 17. Tónleikarnir eru liður í tón- listardögum Dómkirkjunnar sem nú standa yfír. Unglingakór Selfosskirkju skipa 33 stúlkur á aldrinum 13-19 ára. Kórinn hefur starfað frá árinu 1993 og er framhald af starfi Barnakórs Selfosskirkju sem Glúmur Gylfason organisti stofnaði árið 1988. Margrét Bóasdóttir hefur verið stjórnandi Unglingakórsins frá haustinu 1997 og hefur hún m.a. lagt sérstaka áherslu á raddþjálfun og söngkennslu kórfélaga. Kórinn tek- ur þátt í helgihaldi kirkjunnai' með kórsöng, forsöng og einsöng við messur og aðrar athafnir. Einnig heldur hann sjálfstæða tónleika og hefur farið í tónleikaferðir, bæði inn- an lands og utan. Á síðasta starfsári flutti kórinn Ceremony of Carols eft- ir Benjamin Britten, tók þátt í jóla- tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Is- lands og söng við jólaguðsþjónustu Sjónvarpsins á aðfangadagskvöld. Kórinn fór í tónleikaferð til Banda- ríkjanna síðastliðið vor og söng m.a. í boði Landafundanefndar í Washing- ton og í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Einnig tók hann þátt í Kristnihátíð á Þingvöll- um í júlí, ásamt fjölmörgum barna- og unglingakórum landsins. Kórinn gaf út geisladiskinn „Söngur í Sel- fosskh'kju“ fyrir síðustu jól. Á efnisskrá kórsins nú era m.a. verk fyrir kór og orgel eftir l’rvggva Baldvinsson, Johannes Brahms og Gabriel Fauré en einnig sálmalög og útsetningar eftir Þorkel Sigur- björnsson, Elínu Gunnlaugsdóttur og Hjálmar H. Ragnarsson. Drengjakór Laugarneskirkju er 10 ára um þessar mundir. Kórinn var fonnlega stofnaður 6. október 1990 af Bandaríkjamanninum Ronald V. Tumer sem þá var organisti Laugar- neskirkju. Kórinn skipa í dag 35 drengir á aldrinum 7-14 ára auk deildar eldri félaga sem skipa níu ungir menn á aldrinum 16-22 ára. Friðrik S. Kristinsson hefur verið stjórnandi kórsins undanfarin sex ár en auk hans hefur Björk Jónsdóttir annast raddþjálfun. Kórinn tekur þátt í helgihaldi kirkjunnar með því að syngja við messur einu sinni í mánuði og stundum við önnur tæki- færi. Einnig heldur hann bæði jóla- tónleika og vortónleika. Kórinn hef- ur ferðast til Bandaríkjanna, Skandinavíu, Englands og síðastliðið sumar var farið til Austurríkis. Þar tók kórinn þátt í mikilli tónlistarhá- tíð og keppni. Drengjakórinn hefur komið fram við margvísleg önnm- tækifæri. Má þar nefna að árið 1991 söng hann í jólamessu biskups íslands í sjón- varpinu og hjá Forseta íslands á Bessastöðum. Þá söng kórinn á jóla- tónleikum með Karlakór Reykjavík- ur í Hallgrímskirkju 1995 og í beinni útsendingu á Evi'óputónleikum Rík- isútvarpsins í Hallgrímskirkju haustið 1997, sem útvarpað var sam- tímis til allra útvarpsstöðva í Evrópu. Árið 1998 söng kórinn á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Islands í Háskólabíói. Haldið var upp á 10 ára afmæli kórsins með glæsilegum afmælistónleikum í Langholtskirkju hinn 18. mars og loks má geta þess að kórinn tók þátt í viðhafnardagskrá kristnihátíðar- nefndar á Þingvöllum hinn 1. júlí síð- astliðinn. Drengjakór Laugarneskirkju hef- ur gefið út tvo geisladiska. Fyrri I diskurinn sem ber nafnið „Drengja- kór Laugarneskirkju" kom út haust- ið 1994 en síðari diskurinn „Hvað vit- ið þér fegra“ kom út fyrir jólin 1998. Á tónleikunum nú mun kórinn flytja undh' stjórn Friðriks S. Kristinsson- ar lög eftir G. Fauré, Mozart, E. Elg- ar, Þorkel Sigurbjörnsson og íleiri. Píanóleikari með kórnum er sem fyrr Peter Máté. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er Tryggvi Valdimarsson sópran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.