Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Tæki til beinþéttni- mælinga tekið í notkun INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra Iét í gær gera á sér beinþéttnimælingu í verslun- inni LyQu á Laugavegi og var þar með tekið í notkun nýtt tæki sem mælir beinþéttni. Við- skiptavinum verslunarinnar er nú boðið upp á slíka mælingu. Þessi nýja þjónusta er í sam- vinnu við Beinvernd og rennur hluti þess gjaids sem tekið er fyr- ir hverja mælingu til Beinverndar og verður til notað forvarnar- starfa. Ólafur Ólafsson formaður, Beinverndar, og Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lyfju, undir- rituðu í gær samstarfssamning um þetta verkefni og hafa verið birtar upplýsingar um beinþynn- ingu og beinþéttnimælingu bæði á beinvernd.is og lyfja.is. Einar Oddur Kristjánsson um útgjöld heilbrigðisstofnana Verða að bera umfram- hækkanir launa sjálfar EINAR Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis, segir að heilbrigðisstofnanir verði að fylgja þeim ramma sem þeim séu settar í fjárlögum. Hafi launaskrið orðið innan stofnana umfram umsamda launataxta verði stofnanirnar að bera þær hækkanir sjálfar. Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, telur það ekki viðunandi ef stofnanir hafi farið fram úr fjárlögum og telur að ástæður verði að skoða í fjárlaganefnd. í Morgunblaðinu á miðvikudag kom fram að ríkisendurskoðun meti það svo að launaútgjöld heilbrigðisstofnana gætu orðið 1,1 milljarði meiri á þessu ári en reiknað var með í fjárlögum. Auk þess séu horfur á að önnur útgjöld heilbrigðis- stofnana fari 400 milljónir fram úr fjárlögum. Einar Oddur bendir á að við afgreiðslu fjárlaga á síðasta ári hafi stjómvöld lagt sjúkrahúsunum til verulega aukið fjármagn auk þess sem þeim hafi verið gert kleift að greiða upp skuldahala. Hafi þá verið gerðar þær kröfur til sjúkrahúsanna að fjár- lögunum yrði fylgt. Af þeim sökum standi ekki til að bæta sjúkrahúsunum umframfjárþörf vegna al- menns reksturs á fjáraukalögum þessa árs. Hann bendir þó á að til standi að bæta sjúkra- húsunum upp kostnað sem komi til vegna villna í forsendum sem gefnar voru upp á síðasta ári og notaðar voru við mat á fjárþörf spítalanna og enn- fremur að til standi að bæta sjúkrahúsunum upp kostnað vegna sérverkefna sem komið hafa upp á árinu í samráði við stjórnvöld. Auk þess er í fjár- aukalögum gert ráð fyrir því að tæpar 100 milljón- ir fari til sjúkrahúsanna í Reykjavík vegna aukinn- ar slysatíðni. Annan umframkostnað fái sjúkrahúsin ekki greiddan. Kemur á óvart Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylkingar- innar í fjárlaganefnd Alþingis, segir í samtali við Morgunblaðið það ekki vera viðunandi að heil- brigðisstofnanir stefni í að vera 1,5 milljarða um- fram fjárlög á þessu ári. „Þetta kemur mér á óvart því ég lagði mig allan fram um að fá allt upp á borðið þegar gengið var frá leiðréttingu á fjárþörf sjúkrahúsanna á síðasta ári.“ Gísli segir að ef um skekkjur hafi verið að ræða á útreikningnum í fyrra þá verði að leiðrétta og bæta þær en sé um umframkeyrslu heilbrigðis- stofnananna að ræða, verði að fai-a nánar yfir það mál í fjárlaganefnd. „Eg tel þó að heilbrigðisstofn- unum beri skylda til að taka ábyrgð á því sem þær hafi gert.“ Landspítali - háskólasjúki’ahús er ein þeirra stofnana sem gerir ráð fyrir að fara fram yfir áætl- anir í fjáriögum. Segir Magnús Pétursson for- stjóri sjúkrahússins að spítalann vanti um 350 til 400 milljónir króna á þessu ári til að endar nái saman. Segir hann að þetta hafi verið kynnt fyrir heilbrigðisyfirvöldum. „Við teljum að í þessum tölum séu tiltekin atriði sem stjómvöldum beri að líta til,“ segir hann og bendir á að hluti af umfram milljónunum komi til vegna hárrar slysatíðni, leiðréttingar á kjaramál- um og vegna verðlagsáhrifa, þ.e. verðlagsbreyt- ingin sé meiri en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyr- ir. Þá sé inni í þessum tölum tilflutningur á starfsemi frá Tryggingastofnun ríkisins inn á spítalann. Samanlagt séu allir þessir þættir nokk- uð stór þáttur í umfram milljónunum. Hve hár hann sé nákvæmlega vill hann þó ekki nefna. „En við teljum að nokkur góður skerfur af þessu sé byggður á mjög réttmætum forsendum." Morgunblaðið/Golli I haldi í tvær vikur enn Kröfu um að varðhaldsbeiðni yrði synj- að vegna yfírvinnubanns var hafnað HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær til 23. nóvember gæsluvarðhald yfir 40 ára gömlum manni sem grunaður er um aðild að innflutningi á um 20 kg af hassi til landsins. Dómari hafnaði kröfu verj- anda um að varðhaldsbeiðninni yrði synjað, en krafan var byggð á því að óforsvaranlegt væri að yfirvinnubann á fiíkniefnadeild lögreglunnar leiddi til þess að gæsluvarðhald og einangrun drægjust á langinn. Maðurinn var handtekinn og úr- skurðaður í gæsluvarðhald 19. októ- ber og rann það út í gær. í úrskurði Kristjönu Jónsdóttur héraðsdómara frá í gær kemur fram að við fyrirtöku vegna kröfu lögreglunnar um fram- lengt gæsluvarðhald hafí komið fram að frá 19. október og til dagsins í gær hafi lögreglan tekið eina skýrslu af hinum grunaða. Sveinn Andri Sveinsson hrl., rétt- argæslumaður mannsins, mótmælti kröfu lögreglu um framlengt varð- hald og benti á að þeir rannsóknar- hagsmunir, sem krafan byggðist á, væru ekki til staðar ef rannsókn máls- ins hefði gengið eðlilega. Maðurinn hefði þegar setið í gæsluvarðhaldi í 3 vikur í einangrun. Fram hefði komið í svörum fulltrúa lögreglustjóra að fjárveitingar til yfirvinnu fíkniefna- deOdar væru uppumar- og hefði það væntanlega haft áhrif á rannsókn mála án þess að fullyrt væri hvort það ætti við um þetta mál. Hafi verj- andinn talið óforsvaranlegt að tak- markanir á yfirvinnu lögreglumanna leiddu til þess að gæsluvarðhald og einangrun drægjust á langinn. Sfmhleranir og vitnafram- burður benda til aðildar í úrskurði dómara er vitnað til þeirra sjónarmiða lögreglu að fyrir liggi grunur með beinum hætti og framburði vitna og símhlustun um að maðurinn tengist innflutningi á 10 kg af hassi með ms. Skógarfossi og til- raun til að flytja inn a.m.k. sama magn með Mánafossi. Maðurinn kannist við að hafa komið að skipulagningu og inn- flutningi á 10 kg af hassi. Mikið verk sé hins vegar óunnið varðandi þátt kærða og eigi eftir að bera undir hann talsvert af símtölum hans við aðra aðila í málinu og fram- burð annarra um aðild hans. Rann- sókn málsins sé hvergi nærri lokið og Ijóst að maðurinn hafi enn öll tök á að torvelda rannsókn málsins. Síðan segir í úrskurðinum: „Fram hefur komið að fjárveitingar til yfir- vinnu starfsmanna fikniefnadeildar lögreglunnar séu uppumar og hafi það væntanlega áhrif á rannsókn þeirra mála sem eru í gangi hjá deildinni. Hins vegar verður ekki fullyrt að þessi staðreynd hafi haft áhrif á rann- sókn þessara mála. Með því að skil- yrði a liðar 103. gr [laga um meðferð opinberra mála] teljast uppfyllt ber að taka kröfu lögreglustjóra, um að kærði sæti gæsluvarðhaldi til fimmtu- dagsins 23. nóvember nk., til greina." Guðmundur Daðason 100 ára Vel ern og fer í göngutúr á hverjum degi GUÐMUNDUR Daða- son, fyrrum bóndi á Ósi á Skógarströnd, verður hundrað ára næstkomandi mánu- dag. „Kirkjubækurnar segja 13. nóvember en móðir mín sagði við mig að ég væri fædd- ur 12. og ég trúi því eiginlega ekkert síður en hef þó ekkert verið að breyta þessu í þeim,“ sagði Guð- mundur í viðtali við Morgunblaðið. Snemma á árinu flutt- ist hann f dvalar- heimilið við Holtsbúð í Garðabæ og kveðst kunna vel við sig þar, það sé miklu fremur heimili en stofnun. Fleiri eru langlífir í ætt Guðmundar sem sjálfur er næst- yngstur 15 systkina. „Þrjú dóu í æsku en við vorum 12 sem kom- umst til fullorðinsára. Við erum bara tveir eftir, yngsti bróðir minn og ég, en hann er orðinn 94 ára,“ segir Guðmundur en móðir hans náði 106 ára aldri, ein systir- in varð 103 ára og hann á frænku sem varð 106 ára á liðnu sumri. Stundaði landbúnað frá barnæsku „Ég stundaði landbúnað frá barnæsku og er fæddur á Dröng- um, flutti á fyrsta árinu með for- eldrum mínum að Narfeyri, sfðar að Setbergi þar til ég tók uppá því að gifta mig 32 ára,“ segir Guðmundur og fluttist þá að Ósi og allt er þetta á Skógarströnd- inni, Ós á Ytristönd eins og það heitir í þeirri sveit. Fyrstu búskaparárin voru Guð- mundi erfið. „Þá var nýbúið að flytja inn karakúlhrútana sem báru með sér garnaveiki og mæðiveiki og féð stráféll af völd- um þessara sjúkdóma, ekki síst í Borgarfirði og Þingeyjarsýslum. Vestfirðir sluppu hins vegar af því að Matthías í Kaldrananesi sá að eitthvað var að hrútnum sem fór til hans og setti hann í ein- angrun og fór síðan með hann út Guðmundur Daðason á haf og drekkti. Þannig bjargaði hann Vestfjörðum frá pestinni og veit ég ekki til að hann hafi samt hlotið neinar sérstakar þakkir fyrir það.“ Engar trygging- ar voru á þeim tíma sagði Guð- mundur sem mátti þola fækkun bú- stofns úr 120 í 60. Mest hafði hann 280 fjár. „Það þætti lítið í dag en þá var hægt að halda líftórunni með þessu þótt ekki væri hægt að mennta börnin," sagði Guðmund- ur. Mest var um fjárbú á Skógar- ströndinni en Guðmundur sagðist hafa notið hlunninda af bleikju og urriða í Ósá og lunda í Hríseyjum sem eru skammt undan landi. „En svo fluttu þeir inn minkinn og síð- an hefur ekki sést lundi á Skógar- strönd og fiskurinn hvarf úr ánni hjá mér.“ Yfir 50 afkomendur Kona Guðmundar var Sigurlaug María Jónsdóttir, sem hann sagði fædda á Innströndinni, en hún lést fyrir nærri áratug. Þau eign- uðust fimm börn og búa þrjú þeirra í höfuðborginni, eitt í Borgarnesi og eitt í Stykkishólmi. Guðmundur á 21 barnabarn og 29 barnabarnabörn. Guðmundur er ern og kveðst fara í göngutúr á hverjum degi, helst klukkutíma, ef veður Ieyfir og hann spilar, les, horfir á sjón- varp og teflir þegar svo ber und- ir. Segist þó lesa minna í senni tíð þar sem sjónin á öðru auganu er nánast horfin. En heimsækir hann ennþá Skógarströndina? „Já, ég fór þangað tvisvar í sumar, meðal annars á ættarmót. Eftir að við fluttum til Reykjavík- ur árið 1968 dvöldum við þar á hverju sumri þangað til konan dó en eftir það hefur það verið strjálla.“ Umboðsaðili Daewoo um gjaldþrot í Kóreu Eyðir óvissu í við- skiptum við Daewoo BENEDIKT Eyjólfsson, eig- andi Bílabúðar Benna og um- boðsaðili Daewoo á Islandi, segir að fréttir um gjaldþrot Daewoo Motor Company í Kór- eu séu þær jákvæðustu sem hann hafi fengið undanfarna mánuði enda sé nú óvissutíma- bil að baki og gjaldþrotið muni fyrst og fremst hafa jákvæð áhrif á þjónustu við eigendur Daewoo-bíla hér á landi. „Við erum alveg gríðarlega ánægðir með þetta. Við höfum verið í óvissuástandi og það er mjög slæmt gagnvart við- skiptavinunum. Við erum auð- vitað að panta bíla og varahluti og það er talað alveg sérstak- lega um það í einu skeytinu sem við höfum fengið að utan, að nú verði engin vandamál með pantanir á varahlutum." Að sögn Benedikts gerist það í framhaldi af gjaldþrotinu að nú verði mögulegt að reka Daewoo Motor-fyrirtækið á skilvirkari hátt. Undanfarið hafi ástandið verið þannig að margir aðilar hafi ekki viljað selja fyrirtækinu vörur og að víða hafi ríkt vantraust á því. Nú sé hins vegar kominn skipt- aráðandi að fyiirtækinu sem stjómi rekstrinum og að fyrir- tækið borgi öll aðföng. „Út úr öllum þeim bréfum og skilaboðum sem ég hef fengið að utan les ég bara jákvæð skilaboð. Þetta er það sama og gerðist hjá Kia, Hyundai og fleiri aðilum. Það er svo mikil markaðssetning á þessum vömmerkjum, að þeim er ekk- ert hent heldur koma bara nýir fjárfestar. Það er í rauninni ein- ungis verið að fá nýja fjárfesta inn í dæmið.“ Bílabúð Benna hefur nú selt 2.000 bíla hér á landi og segir Benedikt að uppgangur í sölu og þjónustu Daewoo hér á landi muni halda áfram. Hann segir að samkvæmt þeim upplýsing- um sem honum hafa borist að utan, sé líklegast að General Motors muni taka yfir Daewoo Motor Company á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.