Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hún er búin að verða fyrir svo miklum pólitískum árásum að hún þorir ekki út fyrir dyr
nema í lögreglufylgd.
Missti barnabætur
vegna búsetu erlendis
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
lögraæti úrskurðar ríkisskattstjóra,
sem felldi niður skattskyldu ís-
lenskrar konu hér á landi þar sem
hún bjó í Bretlandi. Úrskurður ríkis-
skattstjóra hafði í för með sér að
konan var endurkrafin um bama-
bætur að upphæð tæplega ein millj-
ón króna.
Konan fluttist til Bretlands með
börn sm þrjú vorið 1996, en kom aft-
ur til íslands vorið 1999, auk þess
sem hún dvaldist hér á landi um tíma
árið 1997 þegar hún fæddi fjórða
barn sitt. Hún var allan tímann
skráð með lögheimili í Reykjavík.
Með úrskurði sínum í júlí 1998
felldi ríkisskattstjóri niður fulla og
ótakmarkaða skattskyldu konunnar
hér á landi, á þeim forsendum að hún
væri heimilisföst í Bretlandi og aflaði
sér þar tekna.
Skattskyld í Bretlandi sam-
kvæmt tvísköttunarsamningi
I málinu kom fram að konan
greiddi hvorki skatta í Bretlandi né
naut þar bóta, en hún hafi verið
skattskyld þar samkvæmt tvískött-
unarsamningi íslands og Bretlands.
Ráðstefna löggiltra endurskoðenda
Er líf eftir
vinnu?
Símon Á. Gunnarsson
DAG hófst tveggja
daga ráðstefna Fé-
lags löggiltra endur-
skoðenda á Hótel Loftleið-
um. Símon A. Gunnarsson
er formaður Félags lögg-
iltra endurskoðenda. Hann
var spurður hvað væri að-
alefni ráðstefnunnar?
„Aðalefnið í dag er verð-
bréfamarkaðurinn og fjár-
málamarkaðurinn á ís-
landi. Þar erum við
sérstaklega að fjalla um
þrjá meginþætti. í fyrsta
lagi hvaða reglur gilda um
innherjaviðskipti á ís-
lenskum hlutabréfamark-
aði. Við skoðum einnig sið-
ferðilega þáttinn á því máli
og hvernig eftirliti er hátt-
að. í öðru lagi erum við að
velta fyrir okkur áhrifum
fjármálamarkaðar á hagkerfið,
þ.e. hvaða áhrif hafa vaxandi við-
skipti með innlend og eriend
hlutabréf á hagkerfið í heild sinni.
í þriðja lagi munum við skoða er-
lend fjárfestingafélög, hvernig ís-
lendingar eru að nota þau og
hvort nauðsynlegt sé að gera
breytingar á skattareglum hér á
landi til þess að standast sam-
keppni við eriend fjárfestingafé-
lög.“
-Hvað ætlið þið að gera á
morgun?
„Þá ætlum við að ræða málefni
sem standa nær hinum hefð-
bundnu verkefnum endurskoð-
enda. Fjallað verður um stefnu
stjómvalda í skattamálum, mæl-
ingar á mannauði íyrirtækja,
verðbólgureikningsskil og loks
eru endurskoðendur að velta fyrir
sér spumingunni „Er líf eftir
vinnu?“
- Hvemig er mannauður mæld-
ur?
„Endurskoðendur em að skoða
spurninguna hvernig hægt sé að
lýsa þeim verðmætum sem felast í
mannauði fyrirtækja í ársreikn-
ingum þeirra. Engar leiðir em
enn viðurkenndar í þessum efnum
en það er vaxandi þörf fyrir slíkar
mælingar þegar markaðurinn er
farinn að meta þessi verðmæti
þegar t.d.fyrirtæki em verðlögð."
- Hvað með verðbólgureikn-
ingsskilin?
„Þar verður sú spm-ning áleitn-
ari hvort íslendingar eigi að laga
sig að reikningsskilum annarra
þjóða með því að fella niður þær
verðbólguleiðréttingar sem gerð-
ar hafa verið í íslenskum reikn-
ingsskilum í rúmlega 20 ár.“
- Eru þau mjög frábrugðin því
sem annars staðar gerist?
„Við höfum endurmetið eignir
og reiknað það sem kallað er verð-
breytingafærsla inn í rekstrar-
reikning en það hafa aðrar þjóðir
ekki gert. Úpphaflega var þetta
gert á þeim tíma sem verðbólgan
mældist í tugum prósenta á ári.
En eftir því sem verðbólgan hefur
minnkað og alþjóðleg samskipti
fyrirtækja hafa aukist hefur þetta
valdið ákveðnum vandkvæðum í
samanburði milli landa.‘
- Hver er þín skoðun
á áhrifum fjármála-
markaðar hér á hag-
kerfið?
„Mín skoðun er að
eftir því sem alþjóðleg
samskipti hafa aukist í
peningamálum séu það
fleiri hagstærðir sem
skipta máli heldur en áður voru
notaðar. Fjármagnsflutningar
hafa ekki minni áhrif en flutning-
ur á milli landa á vörum og þjón-
ustu og breytingar, t.d. í gengis-
málum, sýna svo ekki verður um
villst að við erum að upplifa nýja
tíma.“
► Símon Á. Gunnarsson fæddist í
Reykjavík 30. desember 1953.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla íslands 1964 og
cand. oecon-prófi frá Háskóla Is-
lands 1978. Þá lauk hann MBA-
námi frá University of Southern
California árið 1981. Hann fékk
löggildingu sem endurskoðandi
1980. Hann hefur starfað sem
endurskoðandi frá 1974, fyrst
hjá endurskoðunarskrifstofu
Manscher & Co en nú hjá KPMG-
endurskoðun. Símon er kvæntur
Guðrúnu Maríu Benediktsdóttur
skrifstofumanni og eiga þau þrjú
börn.
- Telur þú að viðskipti íslend-
inga við erlend fjárfes tinga l'élög
hafímikil áhrif á hagkcrfíð hér?
„Ég tel að að sumu leyti sé þessi
umræða á villigötum vegna þess
að menn hafa lagt það að jöfnu að
íslendingar stofni erlend fjárfest-
ingafélög og að peningar séu á
leiðinni út úr íslensku atvinnulífi.
Þar á millli þarf alls ekki að vera
samasemmerki, hins vegar er það
staðreynd að fjármagnseigendur
munu reka starfsemi sína á þeim
stöðum þar sem skattlagning er
hagstæðust. Fyrir Islendinga er
því mikilvægt að taka ákvörðun
um það hvort við ætlum að standa
í samkeppni á þessu sviði eða ekki.
Til þess að íslensk félög standist
samanburð við erlend fjárfest-
ingafélög þarf að laga reglur um
skattlagningu hér á landi.“
- Hvernig þá?
„Algengasti samanburður hér
er við eignarhaldsfélög í Luxem-
burg, þar sem fjárfestingafélög
sem kaupa og selja verðbréf eru
nánast skattlaus á sama tíma og
íslensk félög sem stunda sam-
bærileg viðskipti borga 30%
tekjuskatt og 1,45% eignaskatt.“
- Þið ætlið að velta sérstaklega
fyrir ykkur í dag hvort það sé „líf
eftir vinnu?" Hvert er þitt álit á
því?
„Sú ímynd sem að við teljum að
sé í hugum fólks á endurskoðend-
um er að þeir vinni myrkranna á
milli og eigi sér vart neitt einkalíf.
Við teljum þessa ímynd ekki rétta
og viljum þar af leið-
andi breyta henni. Við
erum meðal annars að
velta því fyrir okkur
hvort þeir endurskoð-
endur sem horfið hafa
til annarra starfa sjái
endurskoðendastarfið
með þessum augum
eftir að hafa skipt um starfsvett-
vang. Um það fáum við upplýsing-
ar í dag. Jafnframt eru endur-
skoðendur að skoða hvernig
breyta megi vinnuumhverfinu
þannig að þessi ímynd eigi alls
ekki við og starfið verði álitlegra í
hugum ungs fólks.
Teljum ímynd
endurskoð-
enda ekki
rétta og vilj-
um breyta
henni