Morgunblaðið - 10.11.2000, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Mikill ótti við kúariðusmit í Frakklandi og sala á nautakjöti hrapar
Bændur vilja
slátra meira en
milljón gripum
París. AFP.
Nautsskrokkar á kjötmarkaði í París. Nautakjötssala í frönskum versl-
unum hefur sums staðar minnkað um meira en helming.
VAXANDI ótti er við útbreiðslu
kúariðu í Frakklandi og fyrir
franskan landbúnað er hann þegar
farinn að hafa mjög alvarlegar af-
leiðingar. Er Spánn nú kominn í
tölu þeirra ríkja, sem bannað hafa
innflutning á sumu frönsku nauta-
kjöti, og franskir bændur hafa
hvatt til, að meira en milljón grip-
um, sem komnir eru á ákveðinn
aldur, verði slátrað og eytt.
Óttinn við kúariðuna og hugsan-
legar afleiðingar hennar, Creutz-
feldt-Jakob-sjúkdóm í mönnum,
hefur farið eins og eldur í sinu um
allt Frakkland. Margir skólar hafa
bannað nautakjöt í mötuneytum, í
verslunum hefur sala á nautakjöti
minnkað um allt að 60% og reglu-
lega berast fréttir um ný kúariðu-
tilfelli. Eru þau um 170 alls og þar
af 89 á þessu ári. Vitað er með
vissu um tvo menn, sem látist hafa
af völdum Creutzfeldt-Jakob-sjúk-
dómsins.
Yfirvöld á Spáni hafa bannað
innflutning á kjöti af frönskum
nautgripum, sem eru eldri en 20
mánaða, en áður höfðu Ungverjar,
Pólverjar og Rússar gripið til
sömu ráða. Spánska bannið er þó
sýnu alvarlegra fyrir franska
bændur því að Spánn er Evrópu-
sambandsríki og hluti af innra
markaðinum.
Ný stofnun fylgist
með öryggi matvæla
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins lagði til í fyrradag, að
komið yrði á fót sérstöku matvæla-
eftirliti fyrir öll ESB-ríkin til að
tryggja öryggi vegna matvæla.
Yrði það skipað sérfræðingum og
vísindamönnum og talið er, að allt
að 330 menn muni starfa við þessa
nýju stofnun og árlegur kostnaður
við hana verði um 5,2 milljarðar ís-
lenskra króna. Árlegt framleiðslu-
verðmæti í evrópskum matvæla-
iðnaði er meira en 44.000
milljarðar ísl. króna.
Kúariðukreppan í Frakklandi
hófst fyrir alvöru fyrir þremur vik-
um þegar það fréttist, að átta tonn
af hugsanlegu kúariðukjöti hefðu
verið seld í frönskum stórverslun-
um. Það varð síðan ekki til að slá á
kreppuna þegar franski heilbrigð-
isráðherra sagði sl. þriðjudag, að
líkega ættu tugir manna eftir að
deyja úr Creutzfeldt-Jakob-sjúk-
dómnum. Viðbrögð bænda voru að
krefjast þess, að meira en milljón
gripum, sem bornir hefðu verið
eftir 15. júlí 1996, yrði slátrað en á
þessum tíma var gripið til mikils
eftirlits með kúariðusmiti, jafnt í
lifandi gripum sem í fóðri.
Jean Glavany, landbúnaðarráð-
herra Frakklands, segir að slátr-
unin myndi kosta allt að 200 millj-
örðum ísl. króna en málið verði
skoðað í samráði við bændur.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, var í Frakklandi í gær
og skoraði þá á frönsk yfirvöld að
aflétta banni við innflutningi á
bresku nautakjöti. Það hafa þau
ekki gert þótt framkvæmdastjórn
ESB hafi skipað þeim að gera það
fyrir rúmu ári. Sagði hann, að ekki
kæmi til þess, að Bretar bönnuðu
innflutning á frönsku nautakjöti
þrátt fyrir kúariðumálið þar.
í Bretlandi hefur 81 maður látist
úr Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómn-
um, þar af flmm í litlu þorpi á Mið-
Englandi, Queniborough. Langlík-
legast þykir, að ástæðan sé kúa-
riðusmitað kjöt þótt ekki sé það
fullsannað.
Síamstvíburinn
Jodie
Lausúr
öndunarvél
London. AP.
UNGBARNIÐ Jodie, sem var
samvaxin systur sinni Mary
en var skilin frá henni með
skurðaðgerð í Bretlandi, er nú
á batavegi, að sögn lækna í
gær. Mary lést við aðgerðina
eins og vitað var fyrir fram að
myndi gerast. Ákvörðunin um
að skilja systurnar að olli
miklum deilum um siðferðis-
legt réttmæti hennar en for-
eldarnir voru andvígir aðgerð
af trúarlegum ástæðum.
Jodie er ekki lengur í önd-
unarvél og nærist með eðlileg-
um hætti en er þó enn í lífs-
hættu. En læknar hennar
segja að líkurnar á því að hún
nái fullum bata aukist dag frá
degi. Jodie mun þurfa að
gangast undir margar aðgerð-
ir en lifi hún af er sagt að hún
verði með eðlilega greind, geti
gengið og jafnvel eignast
börn.
Stúlkurnar fæddust með
samvaxnar mænur og voru
fastar saman á neðri hluta
líkamans. Mary var hvorki
með eigin lungu eða hjarta.
Læknar fullyrtu að ef ekki
yrði gripið til aðgerðar myndu
þær báðar deyja fljótlega en
stúlkurnar fæddust fyrir
þremur mánuðum.
Þjóðverjar minnast örlagadagsins 9. nóvember
Fjöldaganga í Berlín
geg n nýnazisma
Berlín. Reuters, AFP.
Reuters
Þátttakandi í inótmælagöngunni gegn nýnazisma í Berlín í gær heldur á
táknrænni mynd af yfirmáluðum hakakrossi við upphaf göngunnar fyr-
ir framan bænahús gyðinga, sem nazistar skemmdu á „kristalsnóttinni**
fyrir 62 árum.
Réttarhöld í stóru smyglmáli í Kína
Talið að háttsett-
um embættismönn-
um verði hlíft
Peking. AFP.
TUGÞUSUNDIR þýzkra borgara
tóku í gær þátt í fjöldagöngu í
Berlín til að lýsa áhyggjum sínum
af ofbeldisbrotum nýnazista gegn
útlendingum og öðrum minnihluta-
hópum í landinu. Gerhard
Schröder kanzlari og Paul Spiegel,
formaður samtaka gyðinga í
Þýzkalandi, fóru fyrir göngunni
frá bænahúsi gyðinga við Oran-
ienburger-stræti að Brandenborg-
arhliðinu, en dagsetningin 9. nóv-
ember vekur minningar um skin
og skúrir í sögu Þýzkalands á 20.
öld:
Þennan dag árið 1938, „kristals-
nóttina** svokölluðu, náðu ofsóknir
nazista gegn gyðingum í fyrsta
sinn svo langt, að guðshús og
verzlanir gyðinga um allt Þýzka-
land voru eyðilagðar (í „hefndar-
skyni“ fyrir morð á þýzkum
stjórnarerindreka í París sem gyð-
ingur framdi). Þennan dag árið
1918 lagði keisari Þýzkalands, Vil-
hjálmur II, niður völd og fyrsta
þýzka lýðveldið var stofnað, og
þennan dag árið 1923 gerði Adolf
Hitler valdaránstilraun í Munchen,
sem hann var dæmdur til fangels-
isvistar fyrir, en meðan á henni
stóð skrifaði hann bókina Mein
Kampf. Síðast en ekki sízt var það
þennan dag árið 1989 sem Berlín-
armúrinn féll og járntjaldið í
Evrópu þar með.
„Níundi nóvember er dagsetning
í þýzkri sögu, sem minnir okkur á
skyldu okkar til að standa vörð um
lýðræðið," sagði í tilkynningu
þeirra sem að fjöldagöngunni
stóðu. „Við stöndum fyrir mannúð-
legt og umburðarlynt Þýzkaland,
sem er opið fyrir heiminum."
„Hinn pólitíski lærdómur sem
okkur ber að draga af þessum degi
(í sögu Þýzkalands) er skyldan til
að gera allt sem við getum til að
hindra að öfgamönnum takist
nokkru sinni aftur að komast til
áhrifa í landinu," sagði Angela
Merkel, leiðtogi stjórnarandstöðu-
flokks kristilegra demókrata.
í fyrradag ákvað þýzka stjórnin
að fela stjórnarskrárdómstólnum
að skera úr um hvort banna skuli
„Þjóðernislega lýðræðisflokkinn**,
NPD, lítinn flokk hægri öfga-
manna. Stjórnin sakar flokkinn um
að hvetja ofbeldishneigð ung-
menni, einkum í austurhluta lands-
ins, til árása á útlendinga, helgar
byggingar gyðinga og minnismerki
um helförina. Sambandsráðið, efri
deild þýzka þingsins, tekur afstöðu
til þess í dag hvort það fari einnig
fram á að NPD verði bannaður.
FYRSTU umferð réttarhalda, í
tengslum við eitt umfangsmesta
spillingarmál sem upp hefur komið í
Kína í rúmlega 50 ára stjórnartíð
Kommúnistaflokksins, er lokið. 84
voru sóttir til saka í þessari umferð
og voru 14 dæmdir til dauða. Þrátt
fyrir það efast stjórnmálaskýrendur
um að Kína sé þess reiðubúið að láta
hæstsettu embættismennina sem
málinu tengjast, svara til saka.
Spillingarmálið snýst um um-
fangsmikla smyglstarfsemi Yan-
Hua-fyrirtækisins. Það hefur haft
höfuðstöðvar sínar í Hong Kong en
smyglstarfsemin hins vegar farið
um höfn borgarinnar Xiamen í Fuj-
ian-héraði í suðurhluta Kína. Um
gífurlegar upphæðir hefur verið að
ræða, t.d. er talið að á fjögurra ára
tímabili hafi fyrirtækið smyglað
eldsneyti, tóbaki, bílum og öðrum
varningi að virði 6 milljarða dollara.
Það þýðir 3,5 milljarða tap fyrir rík-
issjóðinn.
Allt að 600 ríkisstarfsmenn eru
taldir tengjast smyglinu, þar á með-
al sumir æðstu leiðtoga Kína. Talið
er að um 200 verði sóttir til saka, og
sagði Bob Bradfoot, sem rekur ráð-
gjafafyrirtæki á sviði stjórnmála og
hagfræði í Hong Kong, í samtali við
AFP að honum sýndist enginn veru-
lega háttsettur hafa verið sóttur til
saka enn. Hann telur að um 200 rík-
isstarfsmenn verði yfirheyrðir.
Bradfoot telur þó mjög mikilvægt
að tekið hafí verið á málinu, a.m.k að
einhverju leyti. „Þetta hefur mikla
þýðingu vegna þess að þetta sýnir
að æðstu leiðtogar eru mjög á móti
spillingu."
Bradfoot segir að nú skipti öllu
máli að sjá hvort yfirvöld muni halda
rannsókn áfram eða láta sér nægja
réttarhöld yfir lægra settum ríkis-
starfsmönnum.
Önnur umferð réttarhalda hefst
bráðlega. Þrátt fyrir að yfirmaður
lögreglu og yfirmaður leyniþjónustu
hersins verði sóttir til saka er talið
að haldið hafi verið hlífiskildi yfir
fjölskyldum nokkuri’a annarra mjög
háttsettra yfirmanna.
He Yong, sem leiddi rannsókn
Xiamen-málsins, heldur því fram að
hún sanni að Kommúnistaflokkurinn
sé staðráðinn í að koma í veg fyrir
misferli og smygl. Andy Xie, hag-
fræðingur í Hong Kong tekur undir
það og segir að herferðin gegn
smyglurum hafi þegar skilað um-
talsverðum árangri og dregið úr
smygli og því vandamáli sem fjár-
magnsflótti er. Hann segir að út-
reikningar sýni að á síðustu árum
hafi vörum að andvirði um 20 millj-
arða dollara verið smyglað inn í
landið árlega en á síðasta ári hafi sú
upphæð fallin niður.
Minnkandi viðskiptahalli og
fjármagnsflótti benda til að
dregið hafi úr smygli
Þessar tölm- byggjast á minnk-
andi viðskiptahalla Hong Kong, sem
er um sex milljarðir dollara nú, bor-
ið saman við átján, þegar upp komst
um smyglið 1998. Hægt er að nota
viðskiptahalla í Hong Kong til að
mæla smygl í Kína þar sem margar
vörur eru fluttar inn til Hong Kong,
einungis til að „hverfa" og skilja þar
með eftir viðskiptahalla.
Fjármagnsflótti frá Kína, sem er
önnur óbein mæling á spillingu,
minnkaði um 40 milljarða í ár, borið
saman við 1999, þá minnkaði hann
um 55 milljarða í samanburði við
1998, segir Xie. „Ef litið er á þessar
tölur má segja að herferðin gegn
spillingu hafi verið mjög áhrifarík.“
Andófsmaðurinn Bao Tong sagði
að hann væri sleginn yfir umfangi
misferlisins en sagði að eingöngu
pólitískar umbætur og sjálfstætt
dómsvald myndu leysa vandamálið.
„Spillingin er vandamál kerfisins,
án endurbóta á kerfinu er ekki hægt
að uppræta spillinguna." Xie tekur
undir það og segir einsýnt að spill-
ingarmál muni koma upp aftur,
verði ekki gerðar umbætur á lögum
Kína.