Skírnir

Árgangur

Skírnir - 02.01.1848, Blaðsíða 32

Skírnir - 02.01.1848, Blaðsíða 32
XXXII þjóberni sínu, og árií) sem leiö glettist lýíiurinn opt viB setuliö keisarans í Mailandi og vfóar, enda hóf- ust fyrst óeirðirnar í borg þessari þrem vikum eptir ab stjórnarbiltingin var orbin á Frakklandi. Keisar- inn hjet, ab Langbarbaland skyldi taka jafnan þátt í frelsi því, er stjórnarbót hans ákvæbi, en Italir vildu ekki láta sjer þetta lynda, og stribib hófst. SetuliS keisarans í borginni Mailandi var alls sextíu þús- undir, en fimm dögum sí&ar var lýburinn búinn ab reka þab gjörsamlega burt úr borginni, og menn fullyrba, ab þá hafi ekki verib eptir af því fleiri enn tuttugu þúsundir manns; margt var fallib, en sumt tlúib og sumt orbib hernuma. Um sama leyti hófst uppreisnin í Feney, en foringi setulibsins, sem þar var, greifi Zichy, sá ab eins myndi fara fyrir sjer, og hins vegar vildi hann ekki skjóta meb fallbissum í borginni, svo myndastytturnar yrbu ekki skemmdar. Hann gafst þess vegna upp meb þeim skilmála, ab setulibib mætti í fribi hverfa heim til Austurríkis, en fyrir alla þessa frammistöbu var greifanum stefnt fyrir hermannadóm í Yínarborg, þegar hann kom þangab. Nú er komin þjóbstjórn á í Feney. Aust- urríkiskeisara vill fyrir öngvan mun láta Langbarba- land, nje Feney, og þess vegna hefur hann lengi verib ab draga saman ógrynni libs til ab kúga þab til hlýbni, en hann þarf ab berjast vib alla Italíu til ríkis þessa, og, ef til vill, Frakkland. Mikib er þá undir því komib, hvort Englendingar sitja hjá, eba veita honum lib. Geta má þess, ab herlib keisarans í Langbarbalandi hefur átt nokkrar smáorustur vib landsmenn, en í ílestum hefur þar bebib ósigur.

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.