Skírnir - 01.12.1916, Blaðsíða 8
344
Tunglskinsnótt.
[Skíriur
'Inn fræðileitni hugur frétta spyr
um fólginn sann í hverri dularrún,
er álfabýlin opna sínar dyr
í endilangri dalsins hamrabrún.
Og jörðin virðist öll með svip og sál,
frá sjávardjúpi að hæsta jökultind,
I fossi lít eg tungu, auga í ál,
og andardrátt í kaldavermslulind.
*
* *
I þagnargildi þróast skynjun öll
og þá má rýna gegnurn yfirborð.
A náttarþeli andinn fer á fjöll,
við fótmál hvert er tvírætt dularorð.
Hið stjörnumikla, kalda vetrarkveld,
er kristallarnir sindra urn fjall og dal,.
í snjó og klaka augað sækir eld,
en eyrað hljóm í lýstan gýgjarsal.
Því vafurlogi verndar ás og dís
og vættirnar í jökli, gljúfri, ós,
og höllin þeirra, brösuð beiti-ís,
er björt sem fari um rjáfrið norðurljós.
En viljir þú að vættir láti í té
’inn vafurlogum gylta töfraseim —
i einrúminu krjúpa skaltu á kné
og kveðja dyra að lífsins undirheim.
Og þá er komið inn í dyngju draums,
því dagsins stöðvar liggja handan við,,
og lenzkan öll og tízka gleðiglaums,
er glepur æ hinn djúpa sálarfrið.
Við eldinn mána undirheima þrá
úr áttavillu kemst á rétta leið,