Skírnir - 01.12.1916, Blaðsíða 18
354
Landið og þjóðin.
[Skirnir
serai, fegurð og samræmi við loftslag og svip náttúrunnar
umhverfis. Og hver veit nema vér eigum eftir að finna
byggingarefni i landinu sjálfu.
Ef vér lítum á landbúnaðinn, verðum vér enn hins
sama varir. Það er enn að miklu leyti efaraál, hvaða
búskaparlag' borgar sig bezt. Menn eru ekki enn á eitt
mái sáttir, hvort betur eigi við kúarækt eða sauðfjárrækt
í sumum sveitum. Menn eru að fálma um það, hvaða að-
ferðir séu beztar til að vinna jörðina og bæta, og ekki
þarf að nefna það, að aldrei hafa verið gerðar nákvæm-
ar athuganir og tilraunir til að finna beztu aðferð við
hvert verkið.
í fiskiveiðunum hefir hvað rekið annað síðustu árin:
róðrarbátaútgerð, þilskipaútgerð, vélbátaútgerð, botnvörpu-
útgerð. Alt hafa þetta verið tilraunir, sem svna að vér
erum nú fyrst að átta oss á því til fulls hvernig vér eig-
um að fiska.
Eg tala ekki um það, livort ísland eigi að verða iðn-
aðarland, hvernig fossarnir verði notaðir, hvaða iðnaður
sé heppilegastur fyrir heimilisiðnað o. s. frv. Það eru.
alt óráðnar gátur enn þá. Eins er um samgöngufærin.
Það er rifist um það, hvort járnbrautir eigi við hér á landi,
og fiestir eru ekki búnir að átta sig á því enn þá. Svona-
er það um öll þau efni sem snúa að landinu sjálfu. Vér
vitum ekki á neinu sviði hvort vér höfum fundið þá lifn-
aðar- og atvinnuhætti sem eru í beztu samræmi við landið,
sem vér byggjum. Og um margt vitum vér að svo
er ekki.
En hvernig horfir svo landið við andlegum þörfum
barna sinna? Býr það vel í haginn fyrir æðri menningu,.
vísindi og listir? Því hefir reynslan svarað að nokkru
leyti. Hér hefir dafnað menning er ber öll einkenni
mannvits og snildar, svo langt sem hún náði. Forfeður
vorir sköruðu á sínum tíma langt fram úr öllum samtíð-
arþjóðum í bókmentum, í list orðsins, og hún lifir enn hjá
oss í blóma. Þeir fylgdust og vel með í þeim vísindum
er þá voru tíð og lögðu í sumu sjálfstæðar rannsóknir til.