Skírnir - 01.12.1916, Page 21
Skírnir]
Landið og þjóðin.
35T
verður að lokum. Enginn smíðar »silfurskeiðar úr beini«r
þó svo standi í gamalli gortaravísu. En úr beini má
smíða skeið er sé jafn nothæf og eins mikið listaverk og
liver silfurekeið. I verkinu koma eiginleikar smiðsins
fram. Og eins og smiðnum fer fram á því að smíða v e lr
eins er það í öllum efnum. Mennirnir skapa sjálfa sig á
því að skapa eitthvað annað. Sá sem leysir snildarverk
af hendi hefir um leið gert sjálfan sig af snillingi.
Og nú ætti hlutverk vort að vera ljóst. Það er að
gera úr þessu landi listaverk mannvits og atorku og þar
með þjóðina sjálfa að öndvegisþjóð. Til þess þurfum vér
fyrst og fremst ljósan skilning á eðli lands og þjóðar í
öllum greinum. Land og þjóð eru samherjar. Hver góð-
ur bóndi finnur það ósjálfrátt í hugskoti sínu, að það er
metnaður hvers móa að verða gróin grund, og grösin sem
gróa á nýrri sléttu kinka kolli í blænum og þakka fyrir
hjálpina:
„Hvað gjörir þú mér, það gjöri ég þér“, —
svo greinir hin kalda mold;
' „et gleður þú mig, þá gleð ég þig,
þín gæfa er ég“, segir Fold.
„Hvert vallarstrá mína vottar þrá,
ef varirnar opna kann,
og augun öll, þau vakna um völl
til að vita, hver bezt mér ann“.
Landið mun borga oss alt sem vér gerum því tij.
góða. Náttúra þess ber í skauti sér óteljandi yrkisefni
fyrir önd og hönd. Því betur sem vér skiljum það og
breytum eftir því, því betur mun oss farnast. Og því
betur munum vér verðskulda að heita samverkamenn guðs..
Guðm. Finnbogason.