Skírnir - 01.12.1916, Blaðsíða 76
412
Þjóðareignin.
[Skirnir
hafa verið ttuttar inn í landið 250,000 kr. í silfri. Eitt-
hvað hefir verið fyrir hendi áður, og svo vitanlegt sé er
hvorki silfur né kopar fiutt af landi burt. Silfur og kopar
í umferð mun mega áætla 700 þús. kr., og verður þá öll
upphæðin l'/a miljón króna.
Þá eru ótalin bókasöfnin, þjóðmenjasafnið og ýms
málverk, sem eru almanna eign. Þessi söfn gefa ekki af
sér neinar tekjur. Þab er erfitt að ákveða verð þeirra.
Þjóðmenjasafnið, forngripasafnið, eins og það hét áður, er
að líkindum ómetanlegt fyrir þjóðerni landsmanna. Mál-
verkin auka kjörvísi, og bókasöfnin fróðleik. En eigin-
lega mun vera réttast að skoða þau eins og vegina hér
að framan. Þau eru andlegar samgöngubætur, sem stytta
leiðina, eða spara þeim, sem þau nota, útgjöld, sem þeir
gætu ekki komist yfir að greiða, en nú geta fengið með
því að ganga á söfnin og leita þar uppi það, sem þeir
vilja sjá eða lesa. Þau eru því ekki tekin upp í þjóðar-
eignina.
L a u s a f é þjóðareignarinnar sett saman af þessum
upphæðum.
Skipaflotinn....................... 8,3 milj. kr.
Nautpeningur, sauðfé, hestar......29,5 — —
Vinnuvélar......................... 1,0 — —
Innanstokksmunir og fatnaður .... 17,5 — —
Vörubyrgðir........................ 3,0 — —
Peningar........................... 1,5 — —
Samtals 60,8 milj. kr.
Allar fasteignir voru..............58,5 — —
Þjóðareignin öli áður en lausar skuldir eru
dregnar frá...........................119.3 milj. kr..
C. Skuldir.
Innlendar skuldir eru hvorki frádráttur né viðbót við
þjóðareignina. Ef bankarnir hafa úti í umferðinni 3 milj-
ónir króna í seðlum, þá eru þeir í skuld við handhafa
seðlanna um þá upphæð, en handhafar seðlana eiga 3
miljónir króna hjá bönkunum. Ef þessum 3 miljónum er