Skírnir - 01.12.1916, Blaðsíða 49
'Skirnir]
Ðúna Kv&ran.
38&
Augu þeirra mættust, en hvorugt sagði orð. Þau
vissu bæði að björgun hans var að eins skammgóður
vermir. Þegar leggir hvannanna brotnuðu, var lif hans
^týnt. Hún vissi þetta eins vel og hann sjálfur, en
þ>að eitt að sjá hann lifandi, geta talað við hann, kældi
hjarta hennar aftur.
»Hafið þér nú séð«, ávarpaði hún hann, »hvað nauð-
ugur koss af vörum Dúnu Kvaran kostary«
»Eg þykist hafa séð það«, svaraði hann.
* »Eruð þér ánægður með kaupin?«
»Eg hugsa«, svaraði hann aftur, »að dauðinn hafi
.aldrei gefið neinum sætari koss«.
Hann brauzt um og tókst að snúa bakinu að hamrin-
um og dró undir sig fæturna, svo hann gæti stutt þeim
við bergið, til þess að spara stönglana lítið eitt lengur.
»Því sleppið þér yður ekki?« kallaði Dúna niður til
lians. »Þér vitið að þér hafið enga von um að bjargast«.
»Munduð þér gera það í minum sporum?«
Löng þögn fylgdi á eftir, þangað til Dúna spurði aftur.
»Hafið þér nokkrá von?«
»Nei«.
»Hvað haldið þér að stönglarnir endist lengi?«
»Sex eða átta mínútur, gizka ég á«.
Það fór hryllingur um Dúnu við að hugsa sér hann
Jhrapa fyrir augunum á henni, svo hún sagði mjög lágt:
»Þá er ekki neitt að gera«.
» . . . Ekki neitt að gera«, bergmálaði úr hamrinum.
Dúna Kvaran gat ekki þolað að dveljast þarna leng-
ur, en fætur hennar vóru þungir sem blý. Þá ávarpaði
dr. Espólín hana:
»Ég bið yður ekki fyrirgefningar. Ég fæ fyrirgefn-
ing þarna niðri. En þegar ég er dáinn, bið ég yður að
láta móður mína ekki gjalda þess, sem ég hefi gert yður
í dag. Sjáið þér um, að henni verði leyft að halda áfram
að lifa í litla tigla-húsinu ykkar, þar sem hún hefir alið
mestan sinn aldur«.
25