Skírnir - 01.12.1916, Blaðsíða 56
392
Nýjar uppgötvanir um mannsröddina.
[Skírnir
4) raddbanda-r: þrengdin verður milli raddband-
anna, og titri r-ið um leið, líkist það froskakvaki
þetta r er ekki til í indógermönskum málum, en al-
gengt í arabisku og semítiskum málum.
Málfræðingar hafa búið til kerfi yfir ö!l hljóð tungu-
mála, er þeir þektu, af því að þeir héldu, að nefnd at-
riði eingöngu yllu þeim breytingum á hljóðum og tungu-
málum, sem kunnar eru. Raunar er þetta rétt að mestu
leyti, því að ekkert tillit hefir verið tekið til hreyfinga
líkamans og þó einkum sumra vöðva, er valda ýmsum.
breytingum, og skal drepið á það nánar. Einkum er
hljómblærinn mjög mismunandi hjá ýmsum þjóðum
og þarf ekki annað en benda á t. d., hve Frakkar tala
dimmra og mýkra en við Islendingar. Rödd Islendinga
er aftur á móti björt og hörð. Og ef við virðum fyrir
okkur flestar Evrópuþjóðir verðum við varir við, að róm-
önsku þjóðirnar hafa yfirleitt dimma og mjúka rödd, Þjóð-
verjar t. d. bjarta og mjúka rödd, Norðurlandabúar bjarta
og harða rödd og enn aðrir dimraa og harða rödd. Gæt-
um við því greint á milli 4 aðalflokka:
I. aðalflokkur hefir dimma og mjúka rödd (rómönsku
þjóðirnar).
II. aðalflokkur hefir bjarta og mjúka rödd (Þjóðverjar t.d.)..
III. aðalflokkur hefir bjarta og harða rödd (Norðurlanda-
búar).
IV. aðalflokkur hefir dimma og harða rödd (ýmsir ein-
stakir menn, en ekkert þjóðareinkenni).
Ekki er hægt að svara því, hvernig á þessum mis-
mun standi, öðruvísi en að ólíkt landslag, loftslag og ætt-
erni valdi. Suðurlandabúar lifa yfirleitt þægilegra lífi en
Norðurlandabúar og er því eðlilegt, að rödd þeirra sé
mýkri. Suðurlandaletin, »dolce far niente«r kemur einnig
fram í málrómnum, eins og hún kemur fram í málinu
sjálfu (sbr. allar hljóðlíkingarnar). En íslendingar hafa
rödd, sem sköpuð er af óblíðri náttúru og allSkyns örðug-
leikum og virðist útlendingum sumum sem grjót eða stái
væri, er Islendingar hrópa húrra. íslemzk tunga er liörð*