Fjölnir - 01.01.1845, Page 24
J>ORKELL ]>U\M
Friðar biðjum ]?orkeIi þunna ,
þagnar er hann seztnr við brunna;
óskemmtileg æfi mun vera,
ekkert sjer til frægðar að gera.
Fyrrnm hann í söngmanna sessl
sagt er gæti tekið á vessi,
há-beljandi glumdi við gleði,
golufylltur naumast sjer rjeði.
Uppstigningar æðstum á degi
engin von er söngmaður þegi.
Hermdu Bragi! höfðingi Jjóða :
hvernig gekk þá „Skrimslinu góða’’ ?
Að er komið útgöngusálmi;
eins var það sem gneistar í hálini,
þegar rauðum þeytir upp glóðum:
3>orkell verður allur að hljóðum.
Ilausinn upp að kórstaf hann keyrir,
kúgast, svo úr nefinu dreyrir,
úr sjer másar óskapa-roku,
álíkt dimmri leirhverastroku.
Eins og þegar flugdrekar forðum
fleyttu um loptið glóandi sporðum ,
skyggðu fyrir sólina sælu,
sátu menn í gjörningabrælu;