Fjölnir - 01.01.1845, Qupperneq 47
47
afi strjúka með. Kvennfólkið er vant að þvo fiskinn á
Isiandi, og lief jeg optast sjeð J>ær gjöra það í pollum
í fjörunni; vera má, að það sje opt nógu handhægt, eu
hætt er við fiskurinn liafi ekki ætíð ábata á því. Poll-
arnir eru optast svo litlir, að vatnið er orðið grnggugt
undir eins og búið er að skola í j)ví einn fisk, og samt
sem áður er haldið áfram að þvo 10, 20 og enn fleiri fiska á
sama stað, j)ótt nærri raegi geta, hvernig vatnið sje orðið, svo
j)að er ekki ýkt, jþó sagt sje, að flestir fiskarnir sjeu ekki
j)vegnir, heldur reknir ofan í skólp. Jeg held hverjum
manni muni geta skilizt, að af sh'kum j)votti standi ekkinema
illt eitt fyrir útlit og smekk fisksins; og víst er um j)að,
aö þótt fiskurinn hafi verið vel hirtur jaangað til, er
j>etta nóg til þess, að verkunin misheppnist. Jiað er
því nauðsynlegt að þvo og skola fískinn í hreinu vatni,
og, verði því með nokkru móti við komið, að taka helzt
til þess þá staði, þar sem straumur skiptir um það jafn-
óðum. Engiun má búast við sjer heppnist að verka full-
komlega hollan og góðan fisk, nema mesti þrifnaður sje
við hafður, bæði í þvotti hans og allri annari meðferð.
Nú hef jeg talið það, sem einkum er aðfinningar-
vert við fiskverkun á Islandi, og er því öllu svo varið,
að ráða þarf bætur á því, eigi íslenzkur fiskur að geta
komizt í það álit, sem þörf er á og vera ber. Að vísu
er enn margt annað, sem ýmislegt mætti að finna, við-
víkjandi söltun, stakkstæðum, stakkagjörð, o. s. frv.; en
þó sitt hvað sje ábóta-vant í þessum efnum, er ekkert
af því samt eins áríðandi og hitt, sem taliö er; og í þetta
sinn kemst jeg ekki til að vera langorður. Samt get jeg
ekki leitt hjá mjer að nefna, að jeg hef stundum sjeð
fisk, einkum harðan, sem svarta himnan hefur ekki ver-
ið tekin af þunnildunum á, og þó lýtir liún útlilið svo
mjög, að slíkur fiskur fær varla nokkurn kaupanda, og
kemst aldrei í fullt verð. Annað eins og þetta er tóint