Fjölnir - 01.01.1845, Page 59
jió er á siimum stöðiim hin elilri stafsetning við höfð,
einkum þar, sem hún er vel forneskjuleg. Merði er
gjört að 9J?0rbt (l4); og ætti eptir því að segja völli
f. velli, kötti f. ketti, skjöldi f. skildi (af völl-
ur, köttur, skjöldur), og fram eptir því. Hæingr
(seinna Hængr, seinast Ilængur) er lálið vera ^jeingur
(sjá 338), eins og það væri dregið af liengja. Vjer
tökum ekki fleira til dæmis; því það væri nóg til að
sprengja þrjá tilbera, ef þeiin væri skipað aö tína það
allt sainan, sera afbakað er í Viðeyjar-Njálti. er
hvorttveggja, að íslenzkar sögur eru sjaldan prentaðar á
Islandi; enda er bærilega frá þeim gengið, þá sjaldan
það er gert!!
3. 2ígríp af merfið ntburbum 5I?annft)n§ ©agunnar, ÚU
lagt, aufib og fojfab af fpáíi SJíelfteb, Cand. philos.
83íbei)ar ^íaujfri 1844, VIII og 336 blss. í 8. Kost-
ar 1 rd.
5ar er litli Kofod, kominn á íslenzku! Opt liöfum
vjer dáðst að Iitla Kofod ekki því hvað góður hann
væri, heldur að þessari lielgu elnfeldni (sancta simpli-
citas), sem hann hefur til að bera fram yfir flestar
mannkynssögubækur á sinni öld; þessvegna hefur oss
aldrei komið til hugar, að hann mundi verða fyrsta
mannkynssagan, sem snúið yröi á íslenzku og því síður,
að honum mundi verða svo vel snúið, sem nú ber raun
vitni. Vjer getum ekki skilið í, hvernig sami maðurinn
getur haft svo gott lag á að snúa, og svo lítið vit á að
velja, nema ef það keinur til af því — sem líklega
verður að vera — að hann hefur ekki átt kost betri
bókar á sagnalandinu; einkum þar eð hann mun ekki
liafa viljað taka aðra bók, enn þá, sem væri stutt og
hæfileg handa kennslupiltum. En hvernig sem því er
varið, þá er nú að láta vel yfir því, sem orðið er, og
taka fegins hendi við þessu ágripi mannkynssögunnar;
því það er þó skárra enn Galletti eða alls ekki neitt,