Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Qupperneq 56

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Qupperneq 56
58 BÓKMENTIB, og náði frá dauða Eobespierres til dauða Napóleons hins mikla. — Hafnardeildin gaf út Islenzkar fornsögur III. |>að er Svarfdælasaga og J>orleifs páttur jarlskálds. Finnur Jónsson hefir séð um útgáfuna. |>ar var og gefin út n/ útgáfa af Kvœðurn Jónasar Hallgrímssonar. |>ar eru prentuð upp hin fyrri kvæði hans, og örfá óprentuð kvæði, og svo er aftan við prentað flest pað, er hann hefir ritað í sundurlausu máli í i’jölni, og fáein sendibréf, sem hann hafði ritað kunningjum sínum. Með bókinni er andlitsmynd Jónasar, og sýnishorn af hendi hans, og framan við hana æfiágrip eftir Hannes Hafstein og álit á honum sem skáldi. I guðfrœði var með meira móti gefið út petta ár. Fyrst viljum vér telja Helgidagaprrdihanir eftir Helga byskup Thordersen (f 1867). Prédikanir pessar eru í alla staði vel úr garði gerðar, með steinprentaðri mynd höfundarins, ogæfiágripi eftir Steingrím Thorsteinson. Prédikanir pessar eru fullar af kennimannlegri mælsku, og bera alstaðar vitni um hið innra djúp andlegrar auðlegðar, sem hefir ótæmandi búið í brjósti höfundarins. Sannanir og dómar hans eru skarpir, og svo vel orðaðir, að ekki er hægt að víkja við meiningu hans. Orðin leyfa pað ekki. Kæðurnar eru reyndar nokkuð misjafnar, en ætíð er sami andi, sami maður og sama snild. J>ær eru auð- sjáanlega frá hans eigin brjósti runnar, en eigi aðfengnar. Hafa pær pegar fengið góðar viðtökur. Niutíu kvöldliugvekjur voru og gefnar út. Byskupinn sendi árið áður boðsbréf um land alt til presta, og bað pá að senda sér hugvekjur til prentunar; af pessum hugvekjum er petta safn til orðið; fékk hann síðan 600 kr. af landsfé til að gefa pær út. Hugvekjur eru par eftir 42 presta og andlegrar stéttar menn, og eru pær jafnbreytilegar bæði að lengd, efni og búningi, sem höfundar eru margir. Arið 1882 hafði Helgi Hálfdánarson prestaskólakennari fengið loforð fyrir 1200 kr. styrk af landsfé til pess að gefa út Almenna kirkjusögu frá upphafi kristninnar til vorra tíma, Bauð hann pá Bókmentafélaginu handrit sitt til prentunar á fundi, en fé- lagsmenn höfnuðu pví á fundinum með litlum atkvæðamun, prátt fyrir tillögur forseta. Síðan róðst hann í að láta prenta hana á eigin kostnað, og kom petta árút hið fyrsta hejti. |>að er 10 arkir, og nær fram undir árið 300. Saga pessi sameinar

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.