Fréttir frá Íslandi - 01.01.1883, Síða 57
BÓKMENTIR.
59
einkar-vel alpyðlegan rithátt og vísindalega efnismeðferð; er
þar einkarl-jóslega svnd barátta kristninnar á liinum fyrstu
öldum, meðan hún átti við ofurefli heiðindóms og harðstjórnar
að etja. Lúthers minning 400 árum eftir fceðing hans eftir
sama höfund kom og út rétt undir árslokin; það er fyrirlestur
hans á afmæli Lúthers um veturinn; fyrst er lýsing á afhök-
unum kathólskrar trúar á undan Lúther; síðan er æfi sjálfs
hans í fám orðum, og að síðustu álit um hann og rit hans.
Söngkenslubók fyrir börn og byrjendur, ogrit umnotkun
raddfœranna í söng komu út eftir Jónas Helgason. Söng-
kensluhókin er stutt ágrip af söngfræði, og allmörg lög með
nótum til æfingar í söng. Kver þessi þykja hentug til að kenna
hörnum eftir í barnaskólum, og unglingum, er hyrja söngnám.
Eitt einasta skáldskaparrit hefir komið út: Jökulrós,
tvær skáldsögur, eftirGuðmund Hjaltason. Sögurnareru: Sögu-
brot af Jókli Auðunnarsyni, og Hraunið, skáldleg lýsing.
Harla lítið mun skáldfróðum mönnum þykja koma til þessa rits.
í málfrœði hélt áfram orðasafn Jóns |>orkelssonar (óhyggi-
ligr — skyldingi), og svo kom út Enskunámsbók eptir Jón Ó-
lafsson, er þá kendi ensku í lærða skólanum, og er hókin ætluð
1. hekk skólans. Hún hefir þegar fengið góðan orðstír. Is-
lenszkt orðasafn með enskum þýðingum kom út eftir Jón A.
Hjaltalín; það á að vera mest fyrir þá, er vilja temja sér að
rita eða tala ensku.
Árna-Magnússonarnefndin í Kaupmannahöfn gaf út Orá-
gás: SkáJholtsbók og aðra handritaparta, sem til eru af henni.
Er þá húið að prenta öll handrit af Grágás, og það mjög vand-
lega, bæði Konungsbók, Staðarhólsbók og Skálholtshók og brot-
in. Aftan við bindi þetta er langt safn af skýringum yfir
ýmis orð og orðatiltæki hins forna lagamáls, alt ágætlega
ritað. Alt þetta hefir gjört dr. juris Yilhjálmur Finsen. J>ar
kom og út 2. hefti 2. bindis af hinni ágætu útgáfu Konráðs
Gíslasonar af Njálu. |>að eru skýringar á vísunum í Njálu,
yfir 300 bls.
Félagið til útgáfu norrœnna fornrita (Samfundet til
udgivelse af gammel nordisk literatur) lét prenta stafrétt
elzta liluta handritsins no. 1812 4to f hinu kgl. bókasafni í
Höfn, Fljótsdcelu eða Droplaugarsonasögu hina meiri,
V