Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 8

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 8
10 Samgðngur. er líkur eru til að magnist, er fram líða stundir, sú skoðun, að fyrst af öllu beri að aptra farartálma þar, sem mest er utn- ferðin og mestir flutningar, landssjóður eigi einnahelzt að kosta landvegi um fjölbyggð hjeruð og auðsælar sveitir, en síður fjallvegi og aðra vegi um pær byggðir, er lítil umferð er um, og greiða enn fremur af alefli fyrir samgöngum á sjó milli peirra staða, er mundu hafa þeirra mest og bezt not. Til endurbóta á aðalpóstleið um Kambshóla í Barðastrand- arsýslu var varið 3373 kr. 85 a. og til framhalds vegagerðar á Mosfellsheiði 7165 kr. 95 a., en par að auki var og nær jafn- miklu fje samtals varið til endurbóta á öðrum vegum, pótt minna færi í hvern stað. ölfusárbrúnni miðaði pað áfram petta árið, að steinlím (400 smálestir) kom til Eyrarbakka í júním. og var þegar flutt upp á brúarstæðið, en stöplarnir hlaðnir um sumarið; nokkru síðar (í ágústm.) kom efnið í sjálfa brúna ogvar pað dregið á sleðum af Eyrarbakka upp á brúar- stæðið og var pví verki að mestu lokið fyrir árslokin; var pað hínn pvngsti og að sumu leyti hinn erfiðasti flutningur, sem farið hefir verið með hjer á landi; aðalbrúarstrengurinn var t. d. fluttur á 18 sleðum, er festir voru hver aptan í annan, og gengu 2 menn með hverjum, en 4 með hinum fremsta; álíka mannafla purfti og til að færa úr stað ýmsa aðra hluta brúar- efnisins. Um ísafjarðardjúp og nokkurn hluta Vestfjarða gekk í fyrsta sinn mikinn hlut sumarsins og fram á haust nýr gufu- bátur, er Ásgeir kaupmaður Ásgeirsson hafði keypt, og fjekk til peirra ferða styrk af sýslusjóði (600 kr.) og landssjóði (3000 kr.). Kirkjumál. Prestastefna var haldin í Reykjavík 30. júním. og voru par saman komnir 15 prestar og prófastar, auk biskupanna. J>eim 3000 kr., er síðasta alpingi veitti til styrktar uppgjafa- prestum og prestaekkjum, var útbýtt og enn fremur vöxtum af prestaekknasjóðinum, er nú var orðinn 18,148 kr. 15 a. og var

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.