Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 26

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 26
28 Heilsufar og mannalát. Almennt manntal var haldið 1. nóv. Taldist svo til eptir fljótlegri yfirsýn skýrslnanna, að hjer hafi pá verið alls 70,240 manns, og ef sú tala er nokkurn veginn rjett, sem varla mun purfa að efa, pá hefir fólkinu fækkað um rúmar 2,000 á hinu síðasta 10 ára tímabili (frá 1880), en mannfækkunin mun einna helzt stafa af fólksflutningum til Yesturheims, en aðalundirrót peirra var harðærið 1882 -87, mislingunum 1882 og kvefsótt- inni 1890. Fólkstala í Reykjavík einni var pá 3711. Hjer skal getið helztu merkismanna, karla og kvenna, er Ijetust petta árið. Af prestvígðum mðnnum dóu: Jón Bjarnason Straumfjörð, prestur í Meðallandspingum, anðaðist 28. jan. (f. 30. apr. 1840). Hann var nokkur ár í latínuskólanum (frá 1867), en lauk eigi stúdentsprófi, var síð- an mörg ár við verzlun í Hvík. Hann hafði mikla löngun til prestskapar og sótti prisvar (1871, 1873 og 1877) um að mega taka vígslu, pótt eigi hefði hann lokið prófi við latínuskóla eða prestaskóla, en var synjað pess; löngu síðar (1882) fjekk hann konungsleyfi til að stunda nám við prestaskólann og útskrifað- ist paðan 1887 og varð vorið eptir prestur í Meðallandsping- um. Hann gaf út nokkrar af ræðum Jóns biskups Yídalíns, er honum pótti bera langt af öðrum kennimönnum pessa lands. Hann var vandaður maður og vel látinn, trúmaður mikill. Lárus Eysteinsson, hónda á Orrastöðum, Jónssonar, prestur að Staðarbakka, andaðist 5. maí. Hann var fæddur á Refsstöðum í Laxárdal í Húnavatnssýslu 4. marz 1853, útskrif- aðist úr latínuskólanum 1879 og úr prestaskólanum 1881 með 1. einkunn í báðum prófum og vígðist samsumars prestur að Helgastöðum í pingeyjarsýslu, en fjekk Staðarbakka 1884. Hann var beztu hæfileikum búinn, en lagðist snemma í drykkju- skap og var fyrir pá sök protinn að heilsu. Kona hans var Sigríður Metúsalemsdóttir frá Einarsstöðum í Reyjadal. Jakoh Gvðmundsson, prestur að Sauðafelli, andaðist 7. maí. (f. 10. júní 1819p Hann var sonur Guðmundar bónda Jónssonar á Reynistað og Guðrúnar Ólafsdóttur. Fór í Bessa- staðaskóla 1844 og útskrifaðist úr Reyjavíkur latínuskóla 1847 og úr prestaskólanum 1849 með 1. einkunn. Hann vígðist til

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.