Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 19

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 19
Menntim og menning. 21 sjómðnnum ráð til að forðast slys í sjávarháska með pví að nota olíu eða lýsi og margt fleira. Eru pessi og önnur ráð hans svo þjóðnýt og ugglaus, að allar líkur eru til, að peim verði fyllilega gaumur gefinn. At ræðum um almenn málefni, er haldnar voru á pessu ári, má uefna sögukorn pað, er Gísli Jónasson frá Svínárnesi sagði (í Rvík 15. júlí), um för sína til Vesturheims og veru sína par í landi nærfellt eitt ár og skal pess síðar getið, hvern- ig bann bar iöndum par vestra söguua. Hinn 6. des. flutti Bjarni Jónsson, austfirzkur að ætt og uppruna, skáldmæltur allvel, langa tölu um sveitalífið á íslandi, talaði mest um ó- kostina: leti og iðjuleysi, óprifnað og agaleysi, nurlunarsemi og nánasarskap, drykkjuskap og úlfúð milli húsbænda og hjúa o. s. frv., pó ljet hann og getið kostanna, er sjá má á hverju góðu heimiii, par sem húsbændur láta nokkuð til sín taka og eru menn með mönnum. Sjónleikafjelag Akureyringa ljet leika Hrekkjabrögð Scapins eptir Moliére, Æfintýri á gönguför eptir Hostrup og smáleik einn á dönsku og um vorið á hátíðinni var leikinn par sjón- leikurinn Helgi hinn magri eptir Matth. Jochumsson. Á Möðru- völlum var á jólunum leikið «ölnbogabarnið», frumsaminn gamanleikur. í Reykjavík gekkst J>orl. Johnson enn sem fyr fyrir «skemmtunum fyrir fólkið», myndasýningum og sögu- upplestri. Minningaiiuitíð nm 1000 ára bygging Eyjafjarðar. Síra Matthías Jochumsson hóf máls á pví í blaði sínu, «Lýð«, pegar fyrir áramótin, að heppilegt væri, ef Eyfirðingar gætu orðið samtaka um að minnast pess á einhvern hátt, að pá væru 1000 ár liðin frá pví, er Helgi hinn magri Eyvindar- son nam fjörðinn og skipaði par byggð frændum sínum og venzlamönnum. Lagði hann pað til, að haldin yrði hjeraðshá- tíð svo vegleg sem föng væru á og sýning, ef pess væri kostur. Var gerður góður rómur að tillögu þessari og á fundi, er haldinn yar á Akureyri 5. marz og til voru kjörnir 2 menp

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.