Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 16

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 16
Í8 Monntun og menníng. aðra einkunn og 4 fengu priðju einkunn. Af þeim fóru 8 til háskólans, 8 á prestaskólann og 3 á læknaskólann. í hyrjun skólaársins 1890—91 voru lærisveinar 87. Sökum veikinda þeirra, kvefsóttarinnar, er geisaði í skólanum meðan vorpróf stóð, voru lærisveinar í 1.—3. og 5. bekk, er kennararnir töldu hæfa, fluttir upp, enda pótt peir hefðu ekki lokið prófi í öll- um námsgreinum, hinir urðu að ljúka við prófið um haustið. í forspjallsvísindum við prestaskólann luku 6 presta- og læknaskólastúdentar prófi. Einn gekk eigi undir próf sökum veikinda. Úr Möðruvallaskólanum útskrifuðust 4. í byrjun skóla- ársins 1890 — 91 voru nemendur par samtals 36; fleiri höfðu sótt um inntöku í skólann, en var vísað frá sökum rúmleysis. 1 Flensborgarskóla voru í byrjun skólaársins 1890— 91 21 nemendur. Barnaskólinn var og vel sóttur, 55 börn samtals. Kvennaskólarnir voru mjög vel sóttir petta ár eins og að undanförnu. í byrjun skólaársins 1890—91 voru í Reykjavíkur kvennaskóla 42 námsmeyjar í 3 bekkjum, í Laugalandskvenna- skóla um 30 og í Ytri-Eyjarkvennaskóla voru 39 1 3 deild- um; var við pann skóla aukið einni deild og þurltu pær stúlkur, er par voru, eigi að taka pátt í öllum námsgreinum. Yið sjómannaskólann í Rvík stunduðu stýrimannafræði 7 nemendur, allt nýsveinar nema einn, og varð pví eigi af prófi um vorið fyrir pá sök. 1 byrjun skólaársins 1890—91 voru par 7 nemendur og bættust 2 við síðar. Svo virðist sem búnaðarskólar landsins hafi verið allvel sóttir petta árið, enda heyrðust engar eða litlar kvartanir um ólag pað, sem við pá hefir pótt loða suma hverja, og er von- andi, að peir nái fylgi landsmanna, er fram í sækir og þeir hafa staðizt nokkur ár og bændur þykist ekki upp úr pví vaxn- ir að afla sjer svo lítillar kunnáttu í frumfræðum atvinnu- greinar sinnar. Úr Hólaskóla útskrifuðust4, en í byrjun skóla- ársins 1890—91 voru par 14 nemendur; úr Eiðaskóla útskrif- uðust 6, en 4 voru par í byrjun skólaársins 1890—91,áHvann- eyrarskólanum voru í byrjun skólaársins 1890—91 6 nemend- ur og úr Ólafsdaisskóla útskrifuðust 8, en 8 voru par i byrj- un skólaársins 1890—91.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.