Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Qupperneq 22

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Qupperneq 22
24 Minningarhátíð Eyjafjarðar pitt strið hefir kennt oss að standast það vel, er sterkustu köppum jók þrautir og hel; hver villa þín veginn oss kenndi. En jafnframt vjer minnumst, að listin er löng, en lífið svo fljótt og svo torveld og ströng vor farleið und forlaga hendi. Að því búnu var hinum ákveðnu ræðum lokið (um nón- bil) og skemmtu menn sjer síðan eptir pví sem hver vildi og kostur var, við ræðuhöld, dans, sýningu og margt fleira. Tvo hina næstu daga, 21. og 22. júní, stóð hátíðin með líkum hætti: tölur taldar fyrir minni fornmanna (síra Jónas Jónasson), fyrir framtíð Eyjafjarðar (Skúli sýslum. Thoroddsen), o. s. frv., dansað og drukkið. Tvo fyrri dagana fóru og auk pess, sem nú var getið, fram kappreiðir lítilsháltar, kappróður, glímur og knatt- leikar og aðrir fimleikar sýndir, en síðasta daginn var kapp- sigling. öll kvöldin var og sýndur sjónleikurinn «Helgi hinn magri», er Matth. Jochumsson hafði samið og pótti að góð skemmtun. En sýningin varð eigi svo fullkomin sem til var ætlazt og varð tíminn of naumur til pess viðbúnaðar, sem purfti, enda ljetu sumir hjeraðsbúar sjer hægt, pótti hún hafa of mikið umstang í för með sjer, en lítil von verulegs ávaxtar. Tvo fyrri daga hátíðarinnar stóð sýningin. Fyrri daginn var sýndur kvikfjenaður allskonar, nema hestar, en síðari daginn voru sýndir smíðisgripir, prjónles, vefnaður og aðrar hannyrðir; verðlaun voru veitt fyrir pað, er bezt pótti vera. J>egar í byrjun hátíðarinnar var par saman kominn múgur og margmenni; fjölmenntu pó einkum Eyfirðingar, enda hafði par sig nálega hver maður á kreik, sem vetlingi gat valdið, og var pað að vonum; Suðurpingeyingar voru par og allfjöl- mennir og eigi allfáir Skagfirðingar og Húnvetningar. Nokkrir menn voru par og staddir af austurlandi og vesturlandi. Tald- ist mönnum svo til, að hátt á 4. púsund manna muni hafa komið til hátíðarinnar og mun hún fyrir margra hluta sakir hafa verið önnur hin mesta, er haldin hefir verið hjer á landi á pessari öld, og pótti, er alls er gætt, hafa farið svo vel sem vænta mátti. Heillaóskir bárust til hátíðarinnar úr ýmsum áttum, par á meðal ein frá landshöfðingja og önnur frá all- mörgum (50—60) Reykvíkingum.

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.