Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 27

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 27
Heilsufar og mannalát. 29 Kálfatjarnar 1851, fjekk Ríp 1857 og Kvenuabrekku með Mið- dalaþingum 1868. Hann var fulltrúi Reykvíkinga á pjóðfund- inum 1851 og alpingismaður Dalamanna síðan 1883. Kona hans var Steinunn Guðmundsdóttir verzlunarmanns, Pjeturs- sonar, og Ragnheiðar systur Helga biskups. Hann var maður ör í lund og ljet allmikið til sín taka og fór snemma að hafa hug á allsherjarmálum og var jafnan frjálslyndur. Honum var einkar Ijett um mál og einarður vel; hann gerðist forkólfur ýmissa framfarafyrirtækja heima í hjeraði og lagði töluverða stund á lækningar, enda hafði hann fengið leyfi til pess. Hann gaf út 1850—51 Dndirbúningsblað undir pjóðfundinn með Halldóri Friðrikssyni og búnaðarritið Bónda 1851 og ritaði par að auki smágreinir margar í blöðunum og nokkra aðra bæk- linga (um lækningar, búnað o. fl.). Stefán Árnason, Halldórssonar, uppgjafaprestur í Bagra- skógi, andaðist 17. júní, 83 ára gamall (f. 15. júlí 1807). Lærði í heimaskóla hjá síra Hálfdáni Einarssyni og síra Búa Jónssyni og útskrifaðist á Bessastöðum 1838. Hann var vígð- ur aðstoðarprestur föður síns að Tjörn í Svarfaðardal 1840, Ijekk Fell í Sljettuhlíð 1847, Kvíabekk 1860, Háls í Fnjóska- dal 1873, en lausn frá prestskap 1883. Hann var búhöldur góður og fróður um margt, tvíkvæntur og eru mörg börn hans og stjúpbörn á lífi. íinnbogi Rútur Magnússon, prestur í Húsavík, andaðist 28. júní. Hann var fæddur á Brekku í ísafjarðarsýslu 23. febr. 1858, útskrifaðist af latínuskólanum 1880 og af presta- skólanum 1882, var s. á. vígður til Kirkjubólspinga í ísafjarð- arsýslu, fjekk Otrardal í Barðastrandarsýslu 1884 og Húsavík 1886. Kona hans var Jónína Markúsdóttir, kaupmanns á Geirseyri, Snæbjörnssonar. Hann var maður vinsæll, gleði- maður mikill og góður drengur. Jön Sveinsson, landlæknis Pálssonar, og Jmrunnar Bjarna- dóttur, uppgjafaprestur á Nautabúi 1 Skagafirði, andaðist 8. ágústm. (f. 23. okt. 1820 eða að sjálfs hans sögn 20. nóv. 1815). Útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1839, skipaður prestur til Grímseyjar 1841, vígðist pangað 1842, og fór þaðan aptur 1843, fjekk Hvanneyri 1844 og Mælifell 1866 og pjónaði pví

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.