Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 34

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 34
86 Frá íslendingum í Vesturheimi. að öllu samtöldu fremur bágborinn og latti menn mjög að fara þangað; ágrip af skýrslu hans var prentað í ísafold, en blöðin vestra, einkum Lögberg, báru það allt til baka, er hann hafði sagt, og lofuðu vistina þar í landi á hvert reipi svo sem þeim er títt. Tíðarfarið varð bændum víða hvar næsta hvimleitt, kuldar miklir og þurrviðri fram eptir öllu vori, batnaði þó vel og sýndist svo sem uppskera mundi verða í góðu lagi og gras- spretta mikil, en er á leið sumarið, komu óþerrar svo miklir með frostum, að hveiti skemmdist víða, einkum í Dakota, og og varð því uppskera langt um rýrari og sumstaðar því nær engin og afurðir allar ljelegri en við mátti búast í fyrstu. Að öðru leyti sýnist svo sem hagur landa þar í mörgum byggðar- lögum sje í góðu lagi, en löndin eru næsta misjöfn að gæðum og misfelli eru þar eigi ótíðari eða minni en annars staðar; en svo er að sjá sem landar þar samir sjeu ærið lausir við jarðir sínar, dveljast eigi nema fá ár í suma stað og fara iðulega bú- ferlum úr einni sveit í aðra. Tveir íslendingar náðu kosningu á fylkisþingið í Dakota, Skapti Brynjólfsson, úr Húnavatnssýslu, og Árni porláksson, frá Fornhaga; eru þeir fyrstir íslendinga þar í landi, er til þess vegs hafa komizt; situr sá, er fyr var nefndur, í efri mál- stofunni, en hinn í hinni neðri. Hið 6. ársþing hins evangeliska, lúterska kirkjufjelags var haldið í Lundi við íslendingafljót í Nýja-íslandi 27. júní—3. júlí. Að eins einn söfnuður, Fljótshlíðarsöfnuður í Nýja-íslandi, hafð i gengið í kirkjufjelagið síðan á síðasta ársþingi og engir nýir söfnuðir myndazt þar vestra á þessu ári. En í söfnuðum kirkju- fjelagsins voru þá alls 5224'manns og er þar við er hætt ýms- um öðrum söfnuðum, sem ekki eru í kirkjufjelaginu, má óhætt telja, að 6000 íslendingar þar í landi hafi 1890 notið reglu- legrar prestþjónustu af íslenzkum prestum og í íslenzkum safn- aðafjelögum; verður það þá nær helmingnr íslendinga þar vestra, sem annaðhvort hafa snúizt til annarar trúar eða engrarprest- þjónustu notið. Nefnd sú, sem sett hafði verið til að íhuga skólamálið, lagði það til að reynt væri að koma á lítilsháttar kenpslu í bráðina, ráðast að svo komnu eigi í meiri kostnað,

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.