Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 28

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 28
30 Heiísufar og mannalát. brauði par til er hann fjekk lausn frá prestskap 1887; eptir pað dvaldist hann hjá Steinunni dóttur sinni, konu Arna bónda Eiríkssonar frá Skatastöðum. Hann var kvæntur (8. maí 1845) Hólmfríði Jónsdóttur, prests f>orsteinssonar frá Reykja- hlíð, er lifir hann. Einn af sonum peirra var Stefán prestur Jónsson, er síðast var prestur að |>óroddsstöðum (d. 1888). Páll Pálsson, prestur í pingmúla, drukknaði 4. okt. í Grímsá hjá Ketilsstöðum á Yöllum, 54 ára, (f. 4. okt. 1836). Eaðir hans var síra Páll Pálsson í Hörgsdal á Síðu; hann tók stúdentspróf 1858, útskrifaðist úr prestaskóla 1860 og vígðist árið eptir aðstoðarprestur föður síns, fjekk Meðallandsping 1862, Kálfafell á Síðu 1863, Kirkjubæjarklaustur 1869, Stafa- fell 1877 og J>ingmúla 1881. Yar pingmaður Vestur-Skapt- fellinga 1871 og 1875 — 79. Hann hafði rúm 20 ár (frá 1868) á hendi kennslu heyrnar- og málleysingja, hafði lært pað er- lendis (í Kmhöfn) og ritaði kennslubækur í peirri grein á ís- lenzku. Hann var tvíkvæntur; fyrri kona hans var Guðrún þorsteinsdóttir, lögreglupjóns í Reykjavík, Bjarnasonar; pau skildu; en síðari kona hans var Steinunn Eiríksdóttir frá Hlíð í Skapártungu; pær lifa hann báðar. Hann var gáfumaður mik- ill og flest til lista lagt, pótti við margt brugðinn. Markus Qíslason, prestur að Stafafelli í Lóni, andist 15. okt., 53 ára (f. 30. okt. 1837), Hann var sonur Gísla bónda Magnússonar á Hafpórsstöðum á Mýrum, útskrifaðist úr lat- ínuskólanum 1860, úr prestaskólanum 1862 og vígðist s. á. aðstoðarprestur Einars próf. Sæmundssonar í Stafholti, fjekk Bergsstaði í Húnavatnssýslu 1866, Blöndudalshólal869 og Stafa- fell 1881. Hann var kvæntur Mettu, dóttur Einars próf. Sæ- mundssonar. Hann var sgáfumaður, góður ræðumaður og lipur- menni*. Uppgjafaprestur Stefán Jónsson andaðist að Dölum í Fá- skrúðsfirði 29. okt. Hann var fæddur á Skeggjastöðum í Norð- ur-Múlasýslu 23. apr. 1818, vígðist 1844 aðstoðarprestur til föð- ur síns síra Jóns Guðmundssonar á Hjaltastað, fjekk Garð í Kelduhverfi 1855, Presthóla 1862 og Kolfreyjustað 1874, en lausn frá prestskap 1887.

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.