Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 9

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 9
Kirkjumál. 11 meiri hluti han9 fyrir áramótin lagður í Sðfnunarsjóð íslands. Hlutu 23 uppgjafaprestar og 75 prestaekkjur styrk af pessu fje. L fundinum var og rætt um að koma á fót kirkjulegu tíma- riti, en eigi voru gerð nein ákvæði um, hvernig stofnun pess skyldi hagað eður hverjir skyldu gangast fyrir pví, enda mun sú fyrirætlun hafa dottið niður. Hallgrímur Sveinsson, biskup, fór í júnímánuði vísitazíu- ferð um Dalapró-fastsdæmi og í júlímánuði um Múlasýslur og kom heim úr peirri ferð 12. ágústm. Samdist pá svo um með biskupi og prestum peim tveimur, síra Stefáni Sigfússyni og síra Stefáni Halldórssyni, er vikið hafði verið frá embættum 8. febr. og 22. marz »um stundarsakir vegna drykkjuskapar og annars hneykslanlegs athæfisc, að peir skyldu eigi hætta á máls- sókn og heldur afsala sjer prestsembætti. Var peim síðan veitt lausn af landshðfðingja án eptirlauna. í einu prófastsdæmi, Húnavatnssýslu, var um haustið hald- inn hjeraðsfundur 7. og 8. sept, meiri og með margvíslegra verkefni fyrir hðndum en tíðkazt hefir bæði par og annars stað- ar allt til pessa. Fundinum var í mörgu hagað á líkan hátt sem árspingum kirkjufjelags íslendinga fyrir vestan haf. Auk annara venjulegra mála, er rædd eru á slíkum fundum, hjeldu 2 prestar allskörulegar tölur um kirkjulíf Islendinga nú á tím- um og báru flest af pví til baka, er íslenzku prestarnir í Vest- urheimi höfðu borið prestastjettinni og söfnuðunum hjer á landi á brýn, kváðu sumar sakargiptir peirra vera ýkjur einar eða heldur ósannindi, smnt aptur, er peir hefðu um vandað, væri pess eðlis, að eigi yrði bót á pví ráðin að svo komnu, enda pótt pess gerðist full pörf; en allir luku upp samamunni, »að æskilegt væri, að meir væri rætt opinberlega um kristin- dóms- og kirkjumál pjóðar vorrar en hingað til hefði verið* (ísaf. nr. 89). Kirkjurnar að Steinum og Skógum í Rangárvallaprófasts- dæmi voru eptir ósk peirra, er hlut áttu að máli, lagðar niður (12. marz), og sóknirnar sameinaðar Eyvindarhólasókn; par skyldi og reisa nýja kirkju fyrir allar prjár sóknirnar af efn- um hinna fyrri kirkna. |>á voru og höfð makaskipti á kirkju- jörðinni Höfða í Höfðahverfi og bændaeigninni Grenivík og skal

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.