Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 11

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 11
13 Árferð, sífelldum hlýindum af suðri, nema ef telja skyldi dag og dag í bili, er frost gerði og snjó á suðurlandi og yesturlandi eink- um. Frost urðu á þessum vetri mest 16® R. og stóðu 2 eða 3 daga. Var vorið eitt hið bezta og svo sýndist sem grasvöxtur mundi verða mikill; á austurlandi var t. d. í miðjum maí (3 vikur af sumri) kominn svo mikill gróður sem opt 10 vikur af sumri og í Rvík var tún eitt (Austurvöllur) slegið í lok þessa mánaðar; en í byrjun júnímán. gerði íhlaup ákaft um land allt með fannkomu og harðviðri af norðri: gerði hnjesnjó jafnvel niður við sjó í lágsveitum á norðurlandi og austurlandi og fje fennti á afrjettum; en með pví að fardagahret petta stóð að eins fáa daga (frá 1—7. júní) og þegar á eptir brá til hlýinda og hita, pá varð pað eigi að svo miklu tjóni sem við mátti búast; pó mun pað hafa kippt að mun úr grasvexti, sem áður var í bezta horfi. Úr pví kom þurviðri og blíðviðri, er hjelzt út júlímánuð; en með ágústm. brá aptur til votviðra og rign- inga, er hjeldust út allan heyskapartímann með uppskotum og perridögum við og við; ágerðist úrkoman pví meir sem á sum- arið leið, einkum sunnan lands; með nóvemberm. tók veturinn að ganga í garð með hríðum og bleytukaföldum annað veifið, en tíðarfarið var frámunalega milt og frost mjög lítil, einkum á norðurlandi og austurlandi, enda sást par sumstaðar nýút- sprunginn grávíðir um jólaleytið. 1 febrúarm. varð vart við hafíshroða fyrir Horni og skömmu síðar (6. marz) rak nokkurt hrafl af honum inn á ísafjörð, en hann hvarf þaðan aptur áður langt um liði, aust- ur með landi, enda varð hann hvergi landfastur úr pví, en fram í lok ágústmánaðar voru pó við og við ísspengur á reki fyrir norðan land, eigi meir en 3—6 mílur undan yztu ann- nesjum. tíins og áður er ávikið kom kyrkingur í allan grasvöxt, er fardagahretið dundi yfir, og varð grasspretta varla meiri en í meðallagi á túnum og í löku meðallagi á engjum víða, eink- um barðvelli. Sláttur byrjaði víða nokkuð í 11. viku sumars og pó miklu síðar sumstaðar og bægði kvefsóttin mönnum eink- um frá verkum. 1 Rvík var farið að slá tún úr pví 5 vikur voru af. Varð nýting góð útallan júlímáDuð, en síður úr því,

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.