Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 23

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 23
Minningarhátíð EyjafjarBar. 25 En eigi er pess getið, að notkur Eyfirðingur hafi að forn- um sið stigið á stokk og strengt þess heit að vinna neina þá hjer- aðsbót, er minnileg mætti vera öldum og óbornum á síðan. Fólgið fje. Bóndi einn á E}'rarbakka, Yigfvís Halldórsson í Simbakoti, fann 15. marz peninga í leynihólfi í gafli á gamalli kistu, er hann átti og var að rífa sundur; voru pað alls 79 spesíus, 42 ríkisdalir, 1 fírskildiugur og 1 túskildingur; voru peningarnir alls 6 pd. að þyngd; elzta spesían var mótuð 1787, hin yngsta 1840, yngsti ríkisdalurinn var mótaður 1842, fírskildingurinn 1836 og túskildingurinn 1654. Kom pað síðar upp, að kistan bafði verið í eigu Hafliða Kolbeinssonar, pess er viðriðinn var Kambsmálið á öndverðri pessari öld (sbr. Ný Félagsrit Y.) og mundi hann hafa fólgið fje petta (ísaf. 1890, XVII, nr. 28 og 31-32). Slysfarir. Skipbrot og fjártjón. Manntjón af slysnm. Sjálfsmorð. Skipbrot og fjártjón. Með pví að tíðarfar var venjuleg- ast hagstætt, urðu slysfarir eigi miklar, hvorki á sjó nje á landi. en aptur á móti brunnu fleiri bæir og hús en að undan- förnu. Hinn 29. jan. braut kaupskip, »Málfríði«, í spón í Kefla- vík, menn allir komust af. 23. maí fannst kaupskip brotið við Meðalland, norskt, hlaðið kolum, menn allir dauðir. í júní fórst kaupskip, er 0. Wathne átti, í Lagarfljótsósi utanverðum. 21. júlí rak upp norskt timburskip, »Amalie«, í Höfn í Borgar- firði og brotnaði í spón; menn allir komust af. 13. ágúst sleit upp kaupskip, »Astu«, í Keflavík og rak á land, brotnaði í spón; menn allir björguðust. 8. sept. braut norst kaupskip, »Draupner«, á Skipaskaga á Akranesi. jlinn 2. jan. brann allur bærinn í Árbót í Aðalreykjadal

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.