Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 32

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1890, Blaðsíða 32
34 Heilsufar og mannalát. 1864); hún var ekkja 63 ár og blind síðustu ár æíi sinnar; einkabarn peirra hjóna var Grísli (Gíslason) Brynjúlfsson, kenn- ari við háskólann í Kmhöfn (d. 1888). Hún var gáfukona og svo fróð um margt, að Mn mun hafa átt fáa sína líka. Halldóra Asmundsdóttir á Einarsstöðum í Reykjadal, kona Jóns hónda Ólafssonar, andaðist 17. marz. Höfðu pau hjón lengi búið góðu búi að Rifkelsstöðum 1 Eyjafirði. Hún var systir Einars umboðsmanns Ásmundssonar í Nesi. Kristin Gunnarsdóttir, ekkja síra Snorra Sæmundssonar á Desjarmýri, andaðist á Seyðisfirði 11. apr. (f. 24. ág. 1801), móðir Lárusar kaupm. Snorrasonar á Isafirði og peirra systkiua. Ingibjörg Bergþórsdóttir, ekkja Jóns heitins Einnssonar að Langárfossi á Mýrum, andaðist 13. júlí (f. 1829), rausnar- kona. Sesselja Árnadóttir, ekkja þorsteins bónda porsteinssonar frá TJthlíð (d. 1875), andaðistað Mælifelli í Skagafirði 6. ágúst, rúmlega hálfsjötug, rausnarkona. Anna Guðnmndsdóttir, ekkja síra Jóns Guðmundssonar á Helgafelli (d. 1844), andaðist í Reykjavík 5. sept., rúmlega áttræð. Hún var systir Sveins heitins Guðmundssonar kaup- manns frá Búðum og peirra bræðra. Ingibjörg Briem, kona Eggerts sýslumanns Briems, and- aðist í Reykjavík 15. sept., 63 ára (f. 16. sept. 1827). Hún var dóttir Eiríks sýslumanns Sverrissonar. |>eim hjónum varð 19 barna auðið og lifa 11 peirra. Elín jjorleifsdóttir (frá Háeyri), kona síra Jóhanns por- steinssonar í Stafholti, andaðist í Rvík 24. sept., 24 ára. ÓlöJ Margrjet Blöndal, kona Benidikts Blöndals í Hvammi í Vatnsdal, andaðist 3. okt. (f. 1830). Faðir hennar var Sig- valdi prestur Snæbjörnsson í Grímstungum, Halldórssonar bisk- ups Bynjólfssonar; hún var hin mesta rausnarkona. Margrjet Jónsdóttir í Arnarnesi við Eyjafjörð andaðist 12. okt. 69 ára. Hún var dóttir Jóns bónda Jónssonar og Krist- ínar Eorleifsdóttur á Siglunesi og gipt Antoni bónda Sigurðs- syni í Arnarnesi, dugnaðarkona og skörungur mikill. Sigríður Jóhannesdóttir, kona Árna hjeraðslæknis Jónsson- ar, í Glæsibæ í Skagafirði, andaðist 26. okt. (f. 23. jan. 1851).

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.