Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 26
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
í báðum gerðunum eru grjótveggirnir skýrir vel og ógrónir, en samt þessleg-
ir að talsvert gamlir séu.
D. Byrgi. Rétt fyrir norðan nyrðra gerðið er svolítill grjóthlaðinn kofi, að
nokkru grafinn í jörð. Má vel kalla þetta byrgi og ef til vill hefur það verið
fiskbyrgi.
Þá er lýst þessum minjum eins og þær koma nú fyrir sjónir. Vitanlega mætti
fá af þeim skýrari mynd með því að grafa í þær og fróðlegt væri það minja-
fræðilega. Ekki virðist útilokað að búðin að minnsta kosti gæti verið frá tíð
kaupmanna á þessum stað og gerðin jafnvel líka. En hugsanlegt er að búðin sé
sjóbúð frá Blikastöðum og gerðin standi í sambandi við fiskverkun. Það
virðist Björn í Grafarholti hafa haldið. Hugsanlegt er að uppgröftur gæti
skorið úr þessu, en víst er það ekki. Ef einhverntíma yrði grafið í þessar minj-
ar þyrfti að setja þær í samt lag aftur, enda eru þær friðlýstar og mjög
skemmtilegar á að horfa eins og þær eru.
2. Þerneyjarsund
Þerneyjarsund heitir sundið milli Þerneyjar og lands á Kjalarnesi. Þar í
sundinu þótti framúrskarandi góð höfn eða skipalægi fyrr á tíð. Skúli Magn-
ússon fer um það eftirfarandi orðum í lýsingu Gullbringu- og Kjósarsýslu
(Landnám Ingólfs I, Reykjavík 1935-36, bls. 37);
Þerneyjarsund milli Þerneyjar og jarðarinnar Álfsness á meginlandinu;
þar er mjög góð höfn vetur og sumar skipum, sem rista 12-13 fet. Um fjöru
er dýpið 2Vi-3 faðmar, botninn svartur leirborinn sandur, en grjótlaus.
Þarna geta 6 skip legið hæglega, ef þau eru réttilega bundin. Innsiglingar-
leiðin er milli Viðeyjar og Lundeyjar, en út má sigla við hvorn enda Þern-
eyjar sem vill, allt út til hafs, einnig norðan við Lundey.
Og ekki sakar að birta einnig ummæli P. de Löwenörns í Beskrivelse over
den islandske Kyst, sem kom út í Kaupmannahöfn 1788, enda þótt eitthvert
samband virðist geta verið milli þeirra og lýsingar Skúla. Löwenörn segir (bls.
29);
Tærnöe- Sund skulde uden Tvivl blive den bedste Vinter-Havn for större
Fartöier, da midt í Löbet er med lavt Vande 2Vi til 3 Favne; man ligger her
meget sikker, baade for Söe og Storm, men det dybe Löb er kun smalt,
man kunde da fortöie agter og for ... Indseilingen er saa let, at den behöver
ingen videre Anviisning end Kaartet. Man kan gaae Sundet ind og ud, baade
Norden og Sönden om Öen, ligeledes kan man gaae Öerne og Landet her
omkring meget nær, undtagen Syd-Ost Enden af Lundöe.