Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 60
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sæmilegur.” Þetta er árið 1603.7 Krossinn smelti kemur þá í Mosfell í tíð
Odds biskups Einarssonar.
Við höfum hér að framan séð að frá Mosfelli fer krossinn í Skálholt 1642.
En hvenær kemur hann í Tungufell? Vorið 1670 er Brynjólfur biskup á
yfirreið í Ytrihrepp og kemur þann 9. maí í Tungufell. Kirkjan þar er
bóndaeign að þremur fjórðu en í vörslu biskups að einum fjórða. Fyrir þessu
gerir Brynjólfur Sveinsson nákvæma grein að vanda. „Kirkjunnar
inventarium í vörslum og varðveislu Ásmundar Guðnasonar að þrem hlutum
en riú biskupsins M Brynjólfs SS að fjórðungi þar á móti; til er krossmark
yfir altari, en Ásmundur varðveitir nú instrumenta og ornamenta innan kirkju
fyrir báða”8
Nú vaknar sú spurning hvort kross þessi sé sá gamli góði Limogeskross eða
sá litli kross sem getið er um yfir altari í Gíslamáldaga9 1570? Hefur meistara
Brynjólfi snúist hugur frá því hann var á Mosfelli tæpum þrjátíu árum áður?
Er hann með smeltikrossinn í pússi sínu? Er hann að efla hlut stólsins í
Tungufellskirkju? Ekki verður þessum spurningum svarað með neinni vissu.
Af orðalagi Þórðar biskups Þorlákssonar í vísitasíu hans árið 1679, sem fyrr
er getið, verður ekki annað ráðið en krossinn smelti sé þegar í Tungufelli að
hans „meiningu,” að hans áliti. Þórður biskup hefur ekki látið krossinn
þangað, það er eins og hann hafi frétt það. Tungufellskirkja er ekki vísiteruð í
tíð Þórðar Þorlákssonar að því ég fæ best séð. Þess vegna er ekki hægt að
hlera nánar eftir því hvenær krossinn kemur þangað. Elsta vísitasía, sem ég
hef rekist á eftir daga Brynjólfs biskups er frá árinu 1704.10 Þá er meistari Jón
í Tungufelli en getur ekki krossins. Kirkjan þar er þá mjög illa til reika.
Hugsanlegt er að krossinn hafi verið geymdur annars staðar. Fimmtán árum
síðar er Jón biskup Vídalin aftur á yfirreið í Hreppum og kemur i Tungufell
6. október 1719. Þá lætur hann rita skýrt og skilmerkilega í bók sína „Crusifix
af messing amúlerað”11 Eftir þetta er þráfaldlega minnst á krossinn. Árið
1756 er þess getið að hann sé yfir kórdyrum.12 Um miðja 19. öld er hinsvegar
búið að slátra honum. í prófastsvísitasíu 1844 stendur þessi klausa:
„Altarisbrík með gylltum listum máluð, og er í þessa brík sett það sem til var
af því gamla emaileraða krusifixi á eirfæti”13
Þannig til reika hafnaði þessi gamli góði gripur á Þjóðminjasafni íslands
árið 1915.
3. ,,Ein fjöl með bíldhöggvaraverki”
Eftirmáli um Hóla í Eyjafirði
í fræðunum líkt og á öðrum sviðum mannlifsins gildir gömul regla sem ein-
hver hefur í fyrndinni orðað þannig: Lengi er von á einum.
Oft trúir maður því að tilteknu rannsóknarverki sé endanlega lokið, allt tínt