Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Page 60
64 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sæmilegur.” Þetta er árið 1603.7 Krossinn smelti kemur þá í Mosfell í tíð Odds biskups Einarssonar. Við höfum hér að framan séð að frá Mosfelli fer krossinn í Skálholt 1642. En hvenær kemur hann í Tungufell? Vorið 1670 er Brynjólfur biskup á yfirreið í Ytrihrepp og kemur þann 9. maí í Tungufell. Kirkjan þar er bóndaeign að þremur fjórðu en í vörslu biskups að einum fjórða. Fyrir þessu gerir Brynjólfur Sveinsson nákvæma grein að vanda. „Kirkjunnar inventarium í vörslum og varðveislu Ásmundar Guðnasonar að þrem hlutum en riú biskupsins M Brynjólfs SS að fjórðungi þar á móti; til er krossmark yfir altari, en Ásmundur varðveitir nú instrumenta og ornamenta innan kirkju fyrir báða”8 Nú vaknar sú spurning hvort kross þessi sé sá gamli góði Limogeskross eða sá litli kross sem getið er um yfir altari í Gíslamáldaga9 1570? Hefur meistara Brynjólfi snúist hugur frá því hann var á Mosfelli tæpum þrjátíu árum áður? Er hann með smeltikrossinn í pússi sínu? Er hann að efla hlut stólsins í Tungufellskirkju? Ekki verður þessum spurningum svarað með neinni vissu. Af orðalagi Þórðar biskups Þorlákssonar í vísitasíu hans árið 1679, sem fyrr er getið, verður ekki annað ráðið en krossinn smelti sé þegar í Tungufelli að hans „meiningu,” að hans áliti. Þórður biskup hefur ekki látið krossinn þangað, það er eins og hann hafi frétt það. Tungufellskirkja er ekki vísiteruð í tíð Þórðar Þorlákssonar að því ég fæ best séð. Þess vegna er ekki hægt að hlera nánar eftir því hvenær krossinn kemur þangað. Elsta vísitasía, sem ég hef rekist á eftir daga Brynjólfs biskups er frá árinu 1704.10 Þá er meistari Jón í Tungufelli en getur ekki krossins. Kirkjan þar er þá mjög illa til reika. Hugsanlegt er að krossinn hafi verið geymdur annars staðar. Fimmtán árum síðar er Jón biskup Vídalin aftur á yfirreið í Hreppum og kemur i Tungufell 6. október 1719. Þá lætur hann rita skýrt og skilmerkilega í bók sína „Crusifix af messing amúlerað”11 Eftir þetta er þráfaldlega minnst á krossinn. Árið 1756 er þess getið að hann sé yfir kórdyrum.12 Um miðja 19. öld er hinsvegar búið að slátra honum. í prófastsvísitasíu 1844 stendur þessi klausa: „Altarisbrík með gylltum listum máluð, og er í þessa brík sett það sem til var af því gamla emaileraða krusifixi á eirfæti”13 Þannig til reika hafnaði þessi gamli góði gripur á Þjóðminjasafni íslands árið 1915. 3. ,,Ein fjöl með bíldhöggvaraverki” Eftirmáli um Hóla í Eyjafirði í fræðunum líkt og á öðrum sviðum mannlifsins gildir gömul regla sem ein- hver hefur í fyrndinni orðað þannig: Lengi er von á einum. Oft trúir maður því að tilteknu rannsóknarverki sé endanlega lokið, allt tínt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.