Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 97
KRISTJÁN ELDJÁRN
USLARÉTTIR
Heimild um Uslaréttir á Ytri-Másstöðum í Skíðadal, Svarfaðardalshreppi,
Eyjafjarðarsýslu, er í bréfi dags. 11. júlí 1887, frá Þorsteini Þorsteinssyni
smið og bónda og þjóðsagnaritara, sem oftast er kenndur við Upsir á Upsa-
strönd, til Sigurðar Vigfússonar forstöðumanns Forngripasafnsins. Bréfið er
skrifað í Glæsibæ í Kræklingahlíð, þar sem Þorsteinn dvaldist eins árs tíma
eða þar um bil, en annars átti hann heima í Svarfaðardal alla sína tið meðan
hann dvaldist hér á landi. Hann fæddist á Ytri-Másstöðum 1. desember 1825,
en fluttist til Nýja-íslands í Manitoba 1889 og andaðist í Winnipeg 22. október
1912. Þorsteinn smiður var nafnkunnur maður á sinni tíð, fróður og athugull
og lagði sig meðal annars eftir fornfræði ýmiss konar (sjá ísl. æviskrár og
Björn R. Árnason, Sterkir stofnar, Akureyri 1960, bls. 28-41).
í bréfi sínu til Sigurðar Vigfússonar kemst Þorsteinn m.a. þannig að orði:
Hér með sendi ég yður sem formanni forngripa- og fornleifafélagsins tvo
uppdrætti, annan af Uslaréttum en hinn af Þingeyjunni í Þingeyjarsýslu
eða Skjálfandafljóti, sem báðir eru eftir Arngrím sál. Gíslason eins og þeir
sýna; einneigin skýringar yfir örnefni í Svarfdælu eftir mig, eins og ég veit
þau réttust...
Hvað Uslaréttum eða Uslatóttum viðvíkur, þá keypti ég Arngrím sáluga
til að gjöra uppdráttinn, af því að bæði mér og öðrum hafa þótt þær mer-
kilegar og enginn hefur enn getað sagt fyrir vissu til hvors þær hafi verið
brúkaðar. Að sönnu lítur út fyrir að stæðsta réttin hafi verið nátthagi, en
þá er undarlegast um þessar smáréttir, sem liggja hver útaf annarri og geta
þvi ekki líkst dráttarréttum eftir því sem þær eru nú, nefnilega allt um
kring aðalréttina; það er líka undarlegt að smáréttirnar eru upphækkaðar
og lítur helst út fyrir að það hafi verið oftar en einu sinni sem þær hafa
verið hlaðnar upp. Þessar umgetnu réttir eru austur frá bænum Ytri-
Márstöðum í Skíðadal.
Ég vil biðja yður gjöra svo vel að rita mér nokkrar línur og segja mér
hvaða álit þér hafið um réttirnar, til hvers þær hafi verið brúkaðar, jafn-
framt því sem ég sé þá hvort þér hafið fengið áðurnefnda uppdrætti.