Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 93

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 93
STÓLLRAFNSBRANDSSONAR 97 er basiliskusdrekinn vængjuð vera. Sú mynd hans þekkist að skeytt er saman hana og slöngu. Skrautið á höfði hins fræga dreka Fáfnis, sem nefndist ægis- hjálmur, bendir til að hann sé af ætt basiliskusdrekanna. En Fáfnir er einnig nefndur lyngormur, og hefur verið vængjalaus samkvæmt því. Frá því segir í Völsunga sögu, eftir fall Fáfnis, að skjöldur Sigurðar hafi verið „margfaldr ok laugaðr í rauðu gulli ok skrifaðr á einn dreki.” Um Brynhildi segir: ,,Hún kunni meira hagleik en aðrar konur. Hún lagði sinn borða með gulli ok saumaði á þau stórmerki, er Sigurðr hafði gert, dráp ormsins ok upptöku fjárins ok dauða Regins.” Drekinn stóri vinstra megin á efri bakslá Grundar- stóls Þjóðminjasafns er með einkennum smákonungsdrekanna. Þessarar teg- undar gætir mjög í rómanska stilnum. Gert er hátt undir höfði tengslum milli drekanna og gróðurs jarðar, birtast slík tengsl á báðum brúðum, og þrír smáir drekar í stjörnumerkjabilunum eru samkynja gróðri. Þessi ætt kynjadýrsins kemur snemma fram og sést víða. Ef litið er á gripi í Þjóðminjasafninu sem eiga hér samstöðu með stólnum verður fyrir lítil drekamynd, fundin í Stein- grímsfirði, nr. 14855, hún er úr eir, með leifum gyllingar, drekinn af hinni rómönsku gerð, og er talið að þessi gripur sé ekki yngri en frá 12. öld. Á það er bent í bókinni Die Island-Túr eftir Peter Paulsen að einkenni basiliskuss séu á hala drekans sem er skorinn í efri kringlunni á Valþjóðsstaðahurð, nr. 11009 meðal safngripa, en hurð þessi, eitthvert ágætasta dæmi um hinn róm- anska stíl í tréskurði, mun vera frá um 1200. Sporður drekans er oddmjór og þéttir undningar á næst oddi, dýrið vængjað og tvífætt. Höfundur bendir á að sömu einkenni séu á hölum drekanna í neðri kringlu. Á þeim eru vængir og tveir fætur. Þá má greina smákonungsdreka efst á fjölinni frá Munkaþverá, nr. 964, og hanaeinkenni birtast á höfði drekans sem riddarinn heyr einvígi við í kringlu hjá fjalarmiðju. Þarna sjást einnig drekar með jurtagróður í gin- inu. Loks má geta myndskurðarins á fjölinni frá Árnesi á Ströndum, nr. 678 í safninu, framan á henni, langsum, er skorinn dreki með einkennum hana á höfði sem maður sést berjast við, efst til vinstri verður greint höfuð annarrar veru, og svipar því til hanahöfuðs. Þegar Matthías Þórðarson lýsir Grundarstólunum í Árbók árið 1917 segir hann um kringskerðurnar á fremri stoðum stólsins sem kominn er í eigu Þjóð- minjasafnsins að fuglarnir tveir séu „svipaðir hana og hænu.” Er haninn þá myndin ofan á vinstri stoð, sú sem er lítið eitt stærri. Fuglarnir snúa hvor gegn öðrum og standa nokkurn veginn i fæturna. Ekki verður sagt að þeir séu raunsæislegir útlits að öllu leyti. Myndirnar hafa skemmst, dottinn er lítill tlaski úr þeirri sem er hægra megin í stól og höfuðið er brotið af hinni. Ef litið er á myndina til hægri virðist sennilegast að hún sýni hænsn af erlendu kyni, jafnvel hana, og hið sama virðist mega segja um myndina á vinstri stoð. Þessir fuglar kynnu að eiga að tákna tilurð drekanna tveggja sem lýst er á brúðun- 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.