Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 93
STÓLLRAFNSBRANDSSONAR
97
er basiliskusdrekinn vængjuð vera. Sú mynd hans þekkist að skeytt er saman
hana og slöngu. Skrautið á höfði hins fræga dreka Fáfnis, sem nefndist ægis-
hjálmur, bendir til að hann sé af ætt basiliskusdrekanna. En Fáfnir er einnig
nefndur lyngormur, og hefur verið vængjalaus samkvæmt því. Frá því segir í
Völsunga sögu, eftir fall Fáfnis, að skjöldur Sigurðar hafi verið „margfaldr
ok laugaðr í rauðu gulli ok skrifaðr á einn dreki.” Um Brynhildi segir: ,,Hún
kunni meira hagleik en aðrar konur. Hún lagði sinn borða með gulli ok
saumaði á þau stórmerki, er Sigurðr hafði gert, dráp ormsins ok upptöku
fjárins ok dauða Regins.” Drekinn stóri vinstra megin á efri bakslá Grundar-
stóls Þjóðminjasafns er með einkennum smákonungsdrekanna. Þessarar teg-
undar gætir mjög í rómanska stilnum. Gert er hátt undir höfði tengslum milli
drekanna og gróðurs jarðar, birtast slík tengsl á báðum brúðum, og þrír smáir
drekar í stjörnumerkjabilunum eru samkynja gróðri. Þessi ætt kynjadýrsins
kemur snemma fram og sést víða. Ef litið er á gripi í Þjóðminjasafninu sem
eiga hér samstöðu með stólnum verður fyrir lítil drekamynd, fundin í Stein-
grímsfirði, nr. 14855, hún er úr eir, með leifum gyllingar, drekinn af hinni
rómönsku gerð, og er talið að þessi gripur sé ekki yngri en frá 12. öld. Á það
er bent í bókinni Die Island-Túr eftir Peter Paulsen að einkenni basiliskuss
séu á hala drekans sem er skorinn í efri kringlunni á Valþjóðsstaðahurð, nr.
11009 meðal safngripa, en hurð þessi, eitthvert ágætasta dæmi um hinn róm-
anska stíl í tréskurði, mun vera frá um 1200. Sporður drekans er oddmjór og
þéttir undningar á næst oddi, dýrið vængjað og tvífætt. Höfundur bendir á að
sömu einkenni séu á hölum drekanna í neðri kringlu. Á þeim eru vængir og
tveir fætur. Þá má greina smákonungsdreka efst á fjölinni frá Munkaþverá,
nr. 964, og hanaeinkenni birtast á höfði drekans sem riddarinn heyr einvígi
við í kringlu hjá fjalarmiðju. Þarna sjást einnig drekar með jurtagróður í gin-
inu. Loks má geta myndskurðarins á fjölinni frá Árnesi á Ströndum, nr. 678 í
safninu, framan á henni, langsum, er skorinn dreki með einkennum hana á
höfði sem maður sést berjast við, efst til vinstri verður greint höfuð annarrar
veru, og svipar því til hanahöfuðs.
Þegar Matthías Þórðarson lýsir Grundarstólunum í Árbók árið 1917 segir
hann um kringskerðurnar á fremri stoðum stólsins sem kominn er í eigu Þjóð-
minjasafnsins að fuglarnir tveir séu „svipaðir hana og hænu.” Er haninn þá
myndin ofan á vinstri stoð, sú sem er lítið eitt stærri. Fuglarnir snúa hvor gegn
öðrum og standa nokkurn veginn i fæturna. Ekki verður sagt að þeir séu
raunsæislegir útlits að öllu leyti. Myndirnar hafa skemmst, dottinn er lítill
tlaski úr þeirri sem er hægra megin í stól og höfuðið er brotið af hinni. Ef litið
er á myndina til hægri virðist sennilegast að hún sýni hænsn af erlendu kyni,
jafnvel hana, og hið sama virðist mega segja um myndina á vinstri stoð. Þessir
fuglar kynnu að eiga að tákna tilurð drekanna tveggja sem lýst er á brúðun-
7