Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 66

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 66
70 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Eitt vitni í viðbót má færa fram, sem varpað gæti enn skýrara ljósi á þetta undarlega mál. í reikningum Hólastóls 1628-32 er svolátandi klausa: „Reikningur okkar Brands fyrir prédikunarstólinn að gjöra að. Það kostaði alls 22 ríkisdali og einn hálfan. Þetta honum betalað, fyrst 4 rd og hálfan sem honum var betalaður fyrir fram. Þar næst á Hólum 7 ríkisdali. Item honum bítalað á Akureyri sama ár 1631: Tunnu lýsis og þrjár vættir smjörs. Sá reikn- ingur þar með klár og einn dalur yfir. 1631 9 august.”28 Þarna er þá reikningurinn fyrir prédikunarstólinn kominn. Andvirðið er rúmir 22 ríkisdalir eins og segir í úttektunum. Stóllinn hefur eftir þessu að dæma komið í dómkirkjuna 1631 eða skömmu fyrr. Mesta athygli vekur þó setningin ,,að gjöra að.” Hér virðist svo sem ekki sé um nýsmíð að ræða held- ur aðgerð, viðgerð, endurnýjun. Við vitum að stóllinn var brak eitt eftir fok Péturskirkju. Það kom í hlut Halldóru Guðbrandsdóttur að reisa nýja kirkju. Til þess naut hún aðstoðar Þorláks Skúlasonar frænda síns. ,,Var það mikið verk og kostnaðarsamt í hörðum árum,”29 eins og segir í Skarðsárannál. Dómkirkjan nýja er fokheld u.þ.b. sem Þorlákur sest á biskupsstól. Honum hefur verið það metnaðarmál að búa kirkju sína svo fljótt sem auðið var hinum besta skrúða og áhöldum. Eitt af því nauðsynlegasta í lútherskri kirkju var prédik- unarstóll. Til er brak úr gamla stólnum sem sjálfsagt þótti að nýta. Það er sent til viðgerðar og gert upp í tísku og tíðaranda nýrra tíma. En hvert hefur hann verið sendur? Hver er hann þessi Brandur? Hver ritar? Hvergi kemur það ótvírætt í ljós í reikningsbókinni hvað hann heitir höfundur hennar. Mjög lík- lega er það biskup sjálfur. Ráða má það af orðalagi ýmiskonar en einkum og sérílagi af rithöndinni. Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður fullyrðir reynd- ar að þarna sé komið skriftarlag Þorláks Skúlasonar. Tveim síðum framar en fyrrnefnd klausa er heil síða helguð Benedikt Páls- syni frænda Þorláks. Þeir eru systkinasynir. Hún hefst þannig: ,,Um sumarið anno 1628 tók ég umboð Benedikts Pálssonar af móður hans Sigríði Björns- dóttur yfir hans jörðum og því fríða.”30 Síðan telur biskup upp allt það er hann greiðir fyrir frænda sinn næstu þrjú árin. Eins og kunnugt er sigldi Benedikt uppá Hamborg að læra til bartskera, sem í þann tíð var hvortveggja í senn hárskeraiðn og sáralækningar. Biskup er því að greiða námskostnað Benedikts, sem farið hefur utan eftir þessu að dæma árið 1628, þá tvítugur. Inn í þessar athugasemdir slæðist svo æði oft fyrrnefndur Brandur, t.d. svona: ,,Anno 1631. Betalað fyrir Benedikt. Fyrst Brandi skipasmið.”31 Þá vitum við það. Brandur er skipasmiður. Og enn kemur Brandur við sögu í undarlegri setningu: ,,Item tók hann (þ.e.a.s. Benedikt) það sama ár 1630 við þeim 12 ríkisdölum sem ég hafði ætlað Brandi í Hamborg.”32 Hvernig á að skilja þessa setningu? Er Brandur þá í Hamborg líka? Eða er nafn hans inn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.