Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 72
76 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS seinni tíð af bændum landsins. Er mér næst að ætla, að Grænlendingar hafi lært notkun þeirra af norrænum mönnum á miðöldum, en dæmi eru um, að þeir hafi tekið upp áhöld og vinnuaðferðir norrænna manna. Sá ég slíka gildru á Grænlandi 1977 í grennd við forna rúst í Qordlortoq-dal, og virtist hún helst vera frá byggð norrænna manna, en einnig voru þar í notkun nýjar refagildrur af nokkuð annarri gerð. Sigurður Breiðfjörð lýsir grænlenskum gildrum í bók sinni Frá Grænlandi, sem kom út 18368, en einkennilegt er, að hann virðist ekki þekkja notkun slíkra gildra á íslandi og hvetur bændur hér til að setja slíkar skollagildrur, eins og hann nefnir þær, í landareignum sínum. Sumarið 1967 skoðaði ég tvær slikar gildrur i landi Hörgsholts í Hruna- mannahreppi í Árnessýslu. Stendur önnur þeirra á svonefndu Litla-Árfelli en hin á Húsafelli, sem eru háir klettakambar skammt innan við bæinn. Síðar- nefnda gildran er mjög heilleg og vel varðveitt og mældi ég hana nákvæmlega. Þar má gerla sjá, hvernig gildran var notuð, en aðrar slíkar gildrur, sem ég hefi skoðað og eru þó ekki jafnheillegar, eru á Gildruholti undir Hafnarfjalli í landi Hafnar í Melasveit og ofan við bæinn á Húsafelli í Hálsasveit. Ég hef ekki gert gangskör að því að kanna útbreiðslu þessara gildra, en við- búið er að langflestra þeirra sé getið í örnefnaskrám einstakra jarða, sem varðveittar eru í Örnefnastofnun Þjóðminjasafnsins. Árið 1964 var send út spurningaskrá frá Þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins þar sem spurt var auka- lega um slíkar refagildrur og hvað menn kynnu að segja um notkun þeirra. Bárust svör allvíða að af landinu og reyndust 20 heimildarmenn þekkja gildr- ur eða leifar þeirra eða þá örnefni, sem ótvírætt benda til að gildrur hafi verið á þeim stöðum, þótt þeirra sæjust stundum engar leifar nú. Eru þessir staðir dreifðir um allt land að kalla má, sumir úti við sjó en aðrir inn til landsins, venjulegast í grennd við bæi eða beitarhús, þar sem menn fóru oft um á vetr- um. Þannig er óskemmd refagildra á Kóngsbakka í Helgafellssveit og er vitað, að Pétur Narfason bóndi þar, d. 1909, veiddi síðastur í hana. — í Brokey er ósködduð refagildra á svonefndu Kollunesi, en þar er einnig örnefnið Gildru- tangi. — í Kolbeinsstaðahreppi er vitað, að menn veiddu í slíkar gildrur um miðja 19. öld og þar er örnefnið Gildrubót, þótt ekki sjái stað gildrunnar leng- ur. — Vitað er, að Jón Guðmundsson í Ljárskógum, alþekkt refaskytta (d. 1944), bjó til slíkar gildrur. — Ofan við veitingaskálann í Flókalundi á Barða- strönd er mjög heilleg gildra og þær eru einnig þekktar á Látrabjargi. — Þar sem ysta hús í ísafjarðarkaupstað stóð fyrir sl. aldamót var örnefnið Gildru- nes, en þar er allt löngu umbreytt nú. — Gildruklettar eru á Vatnsnesi og á hálsinum vestur af Kornsá í Vatnsdal er örnefnið Gildrumelur, í daglegu tali kallaður aðeins Gildra. Þar er allmikil grjóthrúga, sennilega leifar gildru, og Gildruhóll er örnefni uppi á múlanum fyrir ofan Sunnuhlíð í Vatnsdal og á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.