Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 135
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1979
139
ánægjuleg þróun, sem hefur gerst einkum fyrir mikinn áróður og fræðslu-
kynningu húsafriðunarmanna, en erlendis hafa menn lengi séð mikilvægi
menningarminjaverndar af þessu tagi og þar verið gerð stórátök í þessu skyni,
en íslendingar orðið með seinni skipunum á þessu sviði. Hins vegar ber að
gleðjast yfir þeirn góða og mikilsverða árangri sem víða hefur orðið hérlendis
á síðustu árum, og ber sérstaklega að geta framtaks Reykjavíkurborgar og
sumra sveitarfélaga, svo sem Seyðisfjarðar og ísafjarðar, en þessi sveitarfélög
hafa látið gera vandlega við ýmis gömul hús sín og tekið þau í notkun í sína
þágu.
Byggðasöfn
Á fjárlögum 1979 voru veittar kr. 20.450 þús. til sveitarfélaga, sem skiptist
skv. venju í byggingarstyrki og rekstrarfé byggðasafna og eins til viðgerðar
gamalla bygginga. Af þessari fjárhæð runnu kr. 11.700 þús. í beina styrki en
afgangurinn gekk til endurgreiðslu hálfra gæslulauna. Byggingarstyrkir til
safna og ýmissa gamalla húsa og annarra verkefna voru sem hér segir skv.
ákvörðun Fjárveitinganefndar Alþingis:
Byggðasafn Akraness og nærsveita, kr. 600 þús.; til viðgerðar kútters Sig-
urfara, kr. 800 þús.; til viðgerðar Norska hússins í Stykkishólmi, kr. 600 þús.;
minjasafnið á Hnjóti, kr. 700 þús.; Minjasafnið á Akureyri, kr. 700 þús.;
Safnastofnun Austurlands, byggingar- og rekstrarstyrkur, kr. 2,5 millj.;
Gamlabúð á Höfn, kr. 600 þús.; Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfell-
inga, kr. 200 þús.; Byggðasafn Vestmannaeyja, kr. 400 þús.; Byggðasafn
Árnessýslu, v. húss yfir skipið Farsæl, kr. 250 þús.; Byggðasafn Suðurnesja,
kr. 200 þús.; Sjóminjafélag í Hafnarfirði, kr. 300 þús.; til Sjóminjasafns,
einkum til viðgerðar gamalla báta, kr. 2 millj.; Þingeyrakirkja í Húnavatns-
sýslu, kr. 500 þús.; Vallakirkja í Svarfaðardal, kr. 300 þús.; Mosfellskirkja í
Grímsnesi, kr. 350 þús.; Gamlabúð, Eskifirði, kr. 400 þús.; Saurbæjarkirkja
á Rauðasandi, kr. 300 þús.
Helstu fréttir frá byggðasöfnunum eru þær, að Byggðasafn Dalamanna var
formlega opnað til sýningar 20. apríl. Safnið er að Laugum í Sælingsdal, í
kjallara nýja skólans þar, og er húsnæðið allgott miðað við aðstæður og
stærð safnsins. Þar hefur verið komið upp gamalli baðstofu frá Leikskálum,
en annars eru í safninu gripir áþekkir þeim sem víðast eru í byggðasöfnum,
búshlutir, áhöld og amboð, nokkuð af gömlum útskurði og nokkrir kirkju-
gripir, en einnig hefur náðst þangað talsvert af gripum og áhöldum frá Ólafs-
dal, frá skólahaldinu þar og búskap Torfa Bjarnasonar. Safnvörðurinn,
Magnús Gestsson, hefur gert við marga þessa gripi, sett upp baðstofuna og
lagfært Ólafsdalsáhöldin, eftir því sem þurfa þótti, en Pétur G. Jónsson og
Guðmundur Baldur Jóhannsson smiður dvöldust þar vestra í um vikutíma