Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 107
MAGNUS GESTSSON
SETTORFUR
Fyrir nokkrum árum sá ég á prenti vitnað í landamerkjaskrá Dögurðarness i
Dalasýslu, sem prentuð er í íslensku fornbréfasafni, og ársett af fræðimönn-
um nálægt árinu 1245 með hliðsjón af mönnum er á skránni standa og vitað er
um hvenær voru uppi. (ísl. fornbréfasafn VI. bindi, bls. 1-3).
Land Dagverðarness liggur á eina hlið að landi Ormsstaða, þar sem ég er
fæddur og uppalinn. Og þessvegna fletti ég upp á landmerkjaskránni og las
hana. Landamerkin milli þessara jarða eru enn í dag þau sömu og tilgreind eru
í skránni gömlu, en örnefnin, sem getið er hafa týnst og önnur heiti komið í
staðinn.
Þvert yfir Dagverðarnesið efst er lægð, aðeins örfáa metra yfir sjávarmáli,
milli botns Álftavogs, sem svo hét til forna, að vestan, og Kjallaksstaðavogs
að austan. Þetta hefur verið sjávarsund þegar landið stóð lægra. í þessari
lægð eru tvö aflöng stöðuvötn, Ormsstaðavatn að vestanverðu, er á þrettándu
öld heitir Gjallkelsvatn, og að austanverðu Arnarbælisvatn. Um hvort vatnið
fyrir sig er lægðin breiðust og ofan við þau eru fúaflóar, en reiðingsrista góð á
blettum í flóunum.
í landmerkjaskránni segir: ,,..en Álftavogur fyrir vestan og fyrir norðan
upp að Rauðalæk.” Og er þá komið að Ormsstaðalandi sem nær að vogs-
botninum og mætir Dagverðarnesslandi í lægðinni hálfa leið yfir nesið.
Rauðilækur rennur um lægðina til sjávar úr vesturenda Ormsstaðavatns. Svo
segir áfram í landmerkjaskránni: ,,Þá skilur úr Rauðalæk sjónhending fram-
með Settorfnaholti og þar yfir þvera mýrina í Gjallkelsvatn.” Settorfnaholt er
sporöskjulöguð lág ávöl klapparbunga, að mestu hulin sandi og möl og hálf-
gróin, um 30 m á lengd og 20 m á breidd, og er í miðju flóasundinu sem þarna
er um 90 m á breidd. Austan við holtið tekur við breiður forarflóinn og
skammt er í vatnsendann. Þarna í grennd er besta reiðingsristan, og holtið er
besti og nærtækasti þurrkvöllurinn fyrir torfið, því beggja megin sundsins eru
brattar holtabrekkur. Og ekki eru meira en 30 metrar að bera torfið að góðum
hestavegi til flutning. Þarna var enn ristur reiðingur á þriðja tug þessarar aldar,
og að sjálfsögðu þurrkaður á þessu holti, sem á þrettándu öld hét Settorfna-
holt, en nú Stilluholt.