Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 124
128
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Stóraborg
Stóraborg stóð á sandhól, sem sjórinn eyðir nú smátt og smátt, en bærinn
var fluttur lengra upp frá sjó árið 1834. Hefur sjórinn m.a. tekið öll efstu
mannvirkin á hólnum. Fjöldi muna, sem hefur verið safnað á staðnum yfir ár-
in, er nú á byggðasafninu í Skógum. Elsta heimild um Stóruborg er frá um
1200, er prest vantaði til að þjóna hálfkirkjunni þar, en bærinn mun þó eldri.
Kirkjan var lögð af um 1700 og fóru undirstöður hennar í sjóinn fyrir nokkr-
um árum. Sumarið 1978 hóf Þjóðminjasafnið uppgröft hér og var kirkjugarð-
urinn fyrst grafinn upp. Er rannsókn enn í gangi. Árið 1979 voru tekin sýni úr
uppgreftinum til að kanna varðveislu plöntu- og skordýraleifa. Reyndist hún
góð, og er Stóraborg nú hluti af stærra rannsóknarverkefni, sem felur m.a. í
sér rannsókn svipaðra sýna allt frá Hjaltalandi til Grænland. Sýni 1 er efst úr
ruslahaug beint suður af inngangi húss frá 17. öld, sýni 2 kemur úr gólfi húss
5, frá sama tíma. Úrvinnsluaðferðin er sýnd á mynd 3.
Niöurstöður
Margar plöntutegundanna á listanum frá Stóruborg, sem eru fyrst og
fremst illgresi, eins og brenninetla, túnsúra, blóðarfi, reiðingsgras og haug-
arfi, voru áður fyrr almennt notaðar til fæðu. Aðeins eitt kolað byggkorn
fannst í sorphaugssýninu, en neðar í haugnum fannst meira af byggi. Hluti af
kornbjöllunni Sitophilus granarius fannst á sama stað. Líklegast er að kornið
sé innflutt. Engar heimildir eru um kornrækt hér fram á 17. öld. í gólfi húss-
ins fundust þó frjókorn af kornstærð, en þau gætu verið annaðhvort af inn-
fluttu korni eða melgresi, sem oft var notað í stað korns. í sýni 2 fundust frjó-
korn, af mjaðarlyngi, sem hefur e.t.v. verið ræktað og notað í lyf eða til
bruggunar; þessi tegund fannst einnig i Skallakoti og í Borgarmýri.
Sömu plöntur og skordýr finnast að vissu marki í báðum sýnunum, þó
nokkur munur sé augljós, sérstaklega meðal jurtanna. Fjöldi frækorna gefur
þó ekki mikla hugmynd um tíðni plantna, heldur fer hann eftir vaxtar- og æxl-
unarháttum. Þannig gefa súra og arfi af sér mikið af frækornum og skarifífill
dreifist víða. Oftast finnast aðeins frjókorn smára, en frækornin varðveitast
sjaldan. Mikið fannst af krækiberjafræjum í sorphaugnum. Gætu þau hafa
borist þangað í saur manna, eða fugla, t.d. rjúpu og spóa, sem nærast á þeim.
Nokkra hugmynd má fá um umhverfi Stóruborgar af plöntulistanum, en
gróðurlendi skiptist lauslega í ræktað land 28%, haga og engjar 36%, og mýr-
ar og heiðar 32%. Flestar vaxa plöntutegundirnar ennþá nálægt bæjarstæð-
inu.
Margar bjöllur á listanum passa vel inn í þetta umhverfi, svo sem járn-
smiða- og jötunuxaættin, taðdýfill, smellibjalla og flestar tegundir
ranabjölluættarinnar. Fáar tegundir íslensku fánunnar eru háðar ákveðnum