Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Blaðsíða 34
38 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hafi fyrst verið notaður, né hver hafi átt hann, en vel fær það staðist að um stúdentafélagsfánann frá 1873 sé að ræða, þar eð nöfn ungmeyjanna fjögurra sem hún nefnir, benda til þess að þetta hafi gerst fyrir 1874, því að það sumar giftust tvær þeirra og fluttist önnur norður í land.10 Ekki segist Guðrún heldur muna hvort til sé ræfill af fánanum eða ekki,11 en í einni af áðurtöldum heimildum um fálkamerkið segir að fálkafáni stúd- entafélagsins sé glataður.12 Hins vegar er enn til skrúðgöngumerki Latínuskólans saumað af Ingibjörgu Johnson13 og sömuleiðis eftirmynd af útsaumsuppdrætti Sigurðar af fálka þeim sem á því er. Teiknaði hana, undir leiðsögn Sigurðar, Hólmfríður Björnsdóttir, ein af stúlkum þeim sem Guðrún Borgfjörð segir að hafi saumað fyrsta fánann (1. mynd).14 Auk þess er meðal teikninga Sigurðar málara í Þjóðminjasafni mynd af fána með sams konar fálka (2. mynd). Hefur Sigurður þar dregið lítinn danskan fána í efra hornið stangarmegin, en litað smáhluta af grunninum utan með bláan, trúlega í því skyni að gefa til kynna grunnlit fánans að öðru leyti. Fáninn er með kögri utan um á þrjá vegu; á merki Latínuskólans er hins vegar fremur mjór hvítur bekkur sem myndar umgerð utan um fálkann nokkuð innan við brúnir fánans, en engan danskan smáfána er þar að finna. Því má bæta hér við, að þegar ég kom í Hinn almenna menntaskóla í Reykjavík haustið 1936 eignaðist ég skólahúfu úr, að mig minnir, gráu flaueli15 með svörtu gljáleðursskyggni og merki framan á húfukollinum. Húf- an er nú löngu týnd, en merkið hef ég varðveitt: silfurfálka settan í borðarós í íslensku fánalitunum þannig að blá kringla lendir undir fálkamyndinni, en fjórar rendur, hvít, rauð, hvít og blá þar fyrir utan (3. mynd). Ber fálkinn mjög keim af fálkafánamerki Sigurðar málara, þótt ekki sé hann eins, og merkið er í eðli sínu raunar hið sama og húfumerki stúdenta 1860: hvítur silf- urfálki á bláum grunni. 29.11.1979 Framanskráðar athugagreinar setti ég á blað fyrir um ári síðan án þess þó að þær kæmust þá á þrykk. Nú fyrir skemmstu var mér bent á enn tvær heim- ildir þessu málefni viðkomandi.16 Er önnur í bréfi frá Sigurði málara til Stein- gríms Thorsteinsson, dagsettu 5. nóvember 1860, en þar segir meðal annars á þessa leið: nú vilja studentar hér fara að bera studenta húfur, og vona eg að eg komi bráðum hvítum silfur fálka fljúgandi á þeirra húfur sem hér verður til búin, þettað gétur orðið gott ef það tekst sem e^ vona, hér er maður sem heitir Arni sem eg hefi leingi sagt til með að grafa dir |þ.e. dýrj, og er hann að mörgu leiti eins góður í því og þeir í höfn [þ.e. Kaupmannahöfn] hann er að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.