Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1980, Síða 34
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hafi fyrst verið notaður, né hver hafi átt hann, en vel fær það staðist að um
stúdentafélagsfánann frá 1873 sé að ræða, þar eð nöfn ungmeyjanna fjögurra
sem hún nefnir, benda til þess að þetta hafi gerst fyrir 1874, því að það sumar
giftust tvær þeirra og fluttist önnur norður í land.10
Ekki segist Guðrún heldur muna hvort til sé ræfill af fánanum eða ekki,11 en
í einni af áðurtöldum heimildum um fálkamerkið segir að fálkafáni stúd-
entafélagsins sé glataður.12 Hins vegar er enn til skrúðgöngumerki
Latínuskólans saumað af Ingibjörgu Johnson13 og sömuleiðis eftirmynd af
útsaumsuppdrætti Sigurðar af fálka þeim sem á því er. Teiknaði hana, undir
leiðsögn Sigurðar, Hólmfríður Björnsdóttir, ein af stúlkum þeim sem Guðrún
Borgfjörð segir að hafi saumað fyrsta fánann (1. mynd).14 Auk þess er meðal
teikninga Sigurðar málara í Þjóðminjasafni mynd af fána með sams konar
fálka (2. mynd). Hefur Sigurður þar dregið lítinn danskan fána í efra hornið
stangarmegin, en litað smáhluta af grunninum utan með bláan, trúlega í því
skyni að gefa til kynna grunnlit fánans að öðru leyti. Fáninn er með kögri
utan um á þrjá vegu; á merki Latínuskólans er hins vegar fremur mjór hvítur
bekkur sem myndar umgerð utan um fálkann nokkuð innan við brúnir
fánans, en engan danskan smáfána er þar að finna.
Því má bæta hér við, að þegar ég kom í Hinn almenna menntaskóla í
Reykjavík haustið 1936 eignaðist ég skólahúfu úr, að mig minnir, gráu flaueli15
með svörtu gljáleðursskyggni og merki framan á húfukollinum. Húf-
an er nú löngu týnd, en merkið hef ég varðveitt: silfurfálka settan í borðarós í
íslensku fánalitunum þannig að blá kringla lendir undir fálkamyndinni, en
fjórar rendur, hvít, rauð, hvít og blá þar fyrir utan (3. mynd). Ber fálkinn
mjög keim af fálkafánamerki Sigurðar málara, þótt ekki sé hann eins, og
merkið er í eðli sínu raunar hið sama og húfumerki stúdenta 1860: hvítur silf-
urfálki á bláum grunni.
29.11.1979
Framanskráðar athugagreinar setti ég á blað fyrir um ári síðan án þess þó
að þær kæmust þá á þrykk. Nú fyrir skemmstu var mér bent á enn tvær heim-
ildir þessu málefni viðkomandi.16 Er önnur í bréfi frá Sigurði málara til Stein-
gríms Thorsteinsson, dagsettu 5. nóvember 1860, en þar segir meðal annars á
þessa leið:
nú vilja studentar hér fara að bera studenta húfur, og vona eg að eg komi
bráðum hvítum silfur fálka fljúgandi á þeirra húfur sem hér verður til
búin, þettað gétur orðið gott ef það tekst sem e^ vona, hér er maður sem
heitir Arni sem eg hefi leingi sagt til með að grafa dir |þ.e. dýrj, og er hann að
mörgu leiti eins góður í því og þeir í höfn [þ.e. Kaupmannahöfn] hann er að