Norðurljósið - 01.01.1983, Blaðsíða 1
64. árgangur Janúar-Desember 1983 1.-12. tölublað
Norðurljósið 1983
Ritstjórinn óskar öllum lesendum Nlj. árs og friöar í
Drottins nafni. Færir hann Guði fyrst og fremst
þakkir fyrir þá, er sýnt hafa ritinu velvild, útbreitt
það, skilvíslega goldið það og styrkt það með
gjöfum sínum eða beðið því blessunar Guðs: að
það mætti færa mörgum blessun frá honum.
Lesendur munu sjá, að það hefst á sögu af
Marteini Lúter, er sýnir hann sem máttugan bæna-
mann. Vill ritstjórinn hvetja lesendur alla til að
leggja stund á bæn. Hún á mörg fyrirheit í Orði
Guðs, er einnig segir frá mörgum undursamlegum
bænheyrslum. Marteinn Lúter gaf öllum góðafyrir-
mynd á því sviði. „Bæn er lífsins dýpsti andardrátt-
ur, dyr að nægtum Guðs á jarðlífs för“.
Marteinn Lúter sá, að fólkið varð að fá orð Guðs,
heilaga ritningu, biblíuna.
Allir, sem trúa á Guð og á son hans Jesúm Krist,
eiga að lesa ritninguna. Lúter þýddi hana á tungu
sinnar þjóðar. Það stórvirki hans tryggði það, að
kristnin gat alstaðar dafnað þar, sem biblían var til.
Öruggt er, að Lúter ætlaðist ekki til, að biblían væri
geymd inni í skáp, og aldrei litið í hana eða sjaldan,
heldur hitt: að hún væri lesin og það daglega. Það
eiga allir að gera, hverju nafni, sem þeir nefnast.
Með bestu óskum um gott ár og ríkt af blessun.
LAN0G3ÓKACAFN S.G.J.
37309?