Norðurljósið - 01.01.1983, Qupperneq 2
2
NORÐURLJÓSIÐ
Þannig var greifinn sigraður
Lofaður veri Guð, sem hefur sigrað þá með orði sínu
og Anda sínum, en ekki með orði mínu. Glampi úr sögu
mannkynsins (og Lúters).
Höllin Erback er staðsett í Odenwald norðanmegin elfunnar
Neckar. I hallanum meðfram ánni að vestanverðu liggur fagur
fjallvegur í bugðum frá Heidelberg til Darmstadt.
A dögum Lúters átti greifinn frá Erback heima þarna. Hann
var hæglátur, hreinskilinn, trúrækinn maður. Skapbráður var
hann og notaði fremur sverðið en pennann.
Hatur lagði hann á Lúter, takmarkalaust. Hannhafði hvorki
séð hann eða heyrt. En skriftafaðir hans, Jóhan Speckel, hafði
sagt mörgum sinnum, að hann væri erki-þorpari, sem dró fólk á
brott frá heilagri trú og æsti það til uppreisnar.
Af og til hafði Speckel gefið í skyn, að maður með hjartað á
réttum stað, gat með einu höggi bundið enda á þennan
ófögnuð. Hann sagði að lokum í hreinskilni við greifann:
Herra greifi, fremur mörgum öðrum gætuð þér gjört sérstakt
góðverk og frelsað margar sálir frá spillingu. Það er með því
móti, að þér takið höndum hann Lúter, þennan erki-villutrúar-
mann, og framseljið hann páfanum.
Upp frá þeim degi var það, að þettaorð brann í sálu greifans.
Tækifæri til framkvæmda gafst fljótt. 1518 ferðaðist Lúter
fótgangandi frá Wittenberg til Heidelberg. Að kvöldi hins 8.
apríl kom hann til smábæjar, sem heitir Miltenberg. Er hann í
nánd við höllina Erback.
Eberhard greifi átti dóttur, hét hún Hildegard. Var hún
fársjúk. Sat hann um kvöldið við sjúkrasæng hennar ásamt
konu sinni. Leynileg tilkynning kom þá, að Lúter mundi gista í
Miltenberg. Greifinn þaut þegar upp, og gaf hann hermönnum
sínum þá skipun, að þeir skyldu skreppa í dálitla ferð á
hestbaki. Konan hans bað hann með tárum, að hann léti hana
ekki vera eina í sorg sinni. Arangurslaust var það.
Greifinn reið af stað svo hratt, að menn hans áttu fullt í fangi